Neikvæð samskipti barna og ungmenna á samfélagsmiðlunum Þórarinn Torfi Finnbogason skrifar 26. september 2024 10:31 Á tímum samfélagsmiðla hafa samskipti barna og ungmenna orðið bæði flóknari og viðkvæmari en nokkru sinni áður. Samfélagsmiðlar bjóða upp á ómetanleg tækifæri til að tengjast, deila reynslu og brúa fjarlægðir en leiða líka til nýrra áskorana. Sérstaklega er vert að nefna neikvæðu samskiptin sem virðast viðurkennd í þessum stafræna heimi. Slík samskipti hafa djúpstæð áhrif á andlega velferð barna og ungmenna og geta haft langtímaáhrif á sjálfsmynd og líðan þeirra. Á sama tíma og samfélagsmiðlar veita nýja möguleika er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir þeim ógnunum sem fylgja. Nauðsynlegt er að leita leiða til að draga úr neikvæðum áhrifum miðlana á yngri kynslóðir. Greinin er skrifuð til að vekja fólk, þá sérstaklega foreldra og foráraðamenn, til umhugsunar um þær hættur og þau glerbrot sem þarf að varast í heimi samfélagsmiðlanna. Áhrif neikvæðra samskipta Neikvæð samskipti á samfélagsmiðlum, svo sem áreitni eða illvirkni, geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir börn og ungmenni. Þau upplifa oft aukin kvíða, þunglyndi og sjálfsniðurrif. Börn og ungmenni sem verða fyrir neikvæðum ummælum á netinu glíma oft við lágt sjálfsmat og eiga í erfiðleikum með að treysta öðrum. Elísabet Ýrr Steinarsdóttir og Erla Gunnarsdóttir benda á að rannsóknir sýni fram á að slík samskipti geta einnig haft áhrif á námsárangur, félagsleg tengsl og almenn lífsgæði einstaklings. Orsakir neikvæðra samskipta Þegar talað er um neikvæð samskipti á netinu hjá börnum og ungmennum er þetta helsta umfjöllunarefnið: Félagsleg Pressa: Börn og ungmenni eru oft undir þrýstingi frá jafningjum um að sýna ákveðna hegðun eða deila ákveðnu efni. Þetta getur leitt til þess að þau taki þátt í eða verða vitni að neikvæðum samskiptum til að falla inn í hópinn eða fá viðurkenningu. Ómeðvituð um aðgengi: Þegar börn og ungmenni deila persónulegum upplýsingum á samfélagsmiðlum án meðvitundar um afleiðingar þess getur það leitt til misnotkunar á upplýsingunum. Misnotkunin getur aukið óvissu og stress í lífi þeirra, sérstaklega ef upplýsingarnar verða aðgengilegar öllum eða þeim deilt án þeirra samþykkis. Óábyrg Notkun: Mörg börn og ungmenni hafa ekki þroska eða nægjanlega viðbragðshæfni til að takast á við neikvætt umhverfi á samfélagsmiðlum. Þetta getur leitt til að þau taki þátt í eða verði fyrir neikvæðum samskiptum án þess að vita hvernig bregðast eigi við eða leita sér hjálpar. Lausnir og úrræði Til að takast á við neikvæð samskipti barna og ungmenna á samfélagsmiðlum er mikilvægt að fjölskyldur, skólar og samfélagið grípi til aðgerða. Má þar nefna: Menntun og Fræðsla: Foreldrar og kennarar ættu að fræða börn og ungmenni um ábyrgðarfulla notkun samfélagsmiðla. Þar með talið hvernig tekist er á við einelti á miðlunum og hvernig á að vernda persónulegar upplýsingar. Regluleg umræða um netöryggi og siðferðislegar leiðbeiningar eru nauðsynlegar. Aukið Eftirlit: Foreldrar geta fylgst með hvernig börn þeirra og ungmenni nota samfélagsmiðla með þeirra samþykki og bjóða þeim stuðning ef þau verða fyrir neikvæðum samskiptum. Þetta felur í sér að fylgst sé með virkni þeirra á netinu og opna ætti umræðuna um hvernig bregðast skuli við vandamálum sem upp kunna að koma. Stuðningur og úrræði: Skólar og sveitarfélög ættu að veita börnum og ungmennum sem verða fyrir neikvæðum samskiptum stuðning, til dæmis með því að bjóða upp á ráðgjöf og leiðsögn. Það er einnig mikilvægt að bjóða börnum og ungmennum leiðir til að tilkynna misjafna hegðun á netinu. Tryggja þarf aðgerðaáætlun svo að þau mál sem upp koma geti farið í farveg úrlausna. Að lokum Neikvæð samskipti barna og ungmenna á samfélagsmiðlum er vaxandi áhyggjuefni. Nauðsynlegt er að bregðast við. Stýring frá hinu opinberra gæti verið ein lausn, en til þess að sporna við vandanum þarf að finna leiðir til úrlausna. Með því að auka menntun, eftirlit og stuðning er mögulegt að draga úr neikvæðum áhrifum og auka ábyrgari notkun samfélagsmiðla. Það er lykilatriði að halda áfram að vinna að því að skapa öruggt og stuðningsríkt umhverfi fyrir börn og ungmenni á netinu sem er þeirra raunheimur í dag. Höfndur er M.Ed. nemi. Elísabet Ýrr Steinarsdóttir, Erla Gunnarsdóttir. Áhrif snjalltækjanotkunar á námsárangur og heilbrigði barna. Háskóli íslands. https://skemman.is/bitstream/1946/33872/3/A%cc%81hrif%20snjallt%c3%a6kja%3aBAritger%c3%b0%3alokaskil.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Á tímum samfélagsmiðla hafa samskipti barna og ungmenna orðið bæði flóknari og viðkvæmari en nokkru sinni áður. Samfélagsmiðlar bjóða upp á ómetanleg tækifæri til að tengjast, deila reynslu og brúa fjarlægðir en leiða líka til nýrra áskorana. Sérstaklega er vert að nefna neikvæðu samskiptin sem virðast viðurkennd í þessum stafræna heimi. Slík samskipti hafa djúpstæð áhrif á andlega velferð barna og ungmenna og geta haft langtímaáhrif á sjálfsmynd og líðan þeirra. Á sama tíma og samfélagsmiðlar veita nýja möguleika er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir þeim ógnunum sem fylgja. Nauðsynlegt er að leita leiða til að draga úr neikvæðum áhrifum miðlana á yngri kynslóðir. Greinin er skrifuð til að vekja fólk, þá sérstaklega foreldra og foráraðamenn, til umhugsunar um þær hættur og þau glerbrot sem þarf að varast í heimi samfélagsmiðlanna. Áhrif neikvæðra samskipta Neikvæð samskipti á samfélagsmiðlum, svo sem áreitni eða illvirkni, geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir börn og ungmenni. Þau upplifa oft aukin kvíða, þunglyndi og sjálfsniðurrif. Börn og ungmenni sem verða fyrir neikvæðum ummælum á netinu glíma oft við lágt sjálfsmat og eiga í erfiðleikum með að treysta öðrum. Elísabet Ýrr Steinarsdóttir og Erla Gunnarsdóttir benda á að rannsóknir sýni fram á að slík samskipti geta einnig haft áhrif á námsárangur, félagsleg tengsl og almenn lífsgæði einstaklings. Orsakir neikvæðra samskipta Þegar talað er um neikvæð samskipti á netinu hjá börnum og ungmennum er þetta helsta umfjöllunarefnið: Félagsleg Pressa: Börn og ungmenni eru oft undir þrýstingi frá jafningjum um að sýna ákveðna hegðun eða deila ákveðnu efni. Þetta getur leitt til þess að þau taki þátt í eða verða vitni að neikvæðum samskiptum til að falla inn í hópinn eða fá viðurkenningu. Ómeðvituð um aðgengi: Þegar börn og ungmenni deila persónulegum upplýsingum á samfélagsmiðlum án meðvitundar um afleiðingar þess getur það leitt til misnotkunar á upplýsingunum. Misnotkunin getur aukið óvissu og stress í lífi þeirra, sérstaklega ef upplýsingarnar verða aðgengilegar öllum eða þeim deilt án þeirra samþykkis. Óábyrg Notkun: Mörg börn og ungmenni hafa ekki þroska eða nægjanlega viðbragðshæfni til að takast á við neikvætt umhverfi á samfélagsmiðlum. Þetta getur leitt til að þau taki þátt í eða verði fyrir neikvæðum samskiptum án þess að vita hvernig bregðast eigi við eða leita sér hjálpar. Lausnir og úrræði Til að takast á við neikvæð samskipti barna og ungmenna á samfélagsmiðlum er mikilvægt að fjölskyldur, skólar og samfélagið grípi til aðgerða. Má þar nefna: Menntun og Fræðsla: Foreldrar og kennarar ættu að fræða börn og ungmenni um ábyrgðarfulla notkun samfélagsmiðla. Þar með talið hvernig tekist er á við einelti á miðlunum og hvernig á að vernda persónulegar upplýsingar. Regluleg umræða um netöryggi og siðferðislegar leiðbeiningar eru nauðsynlegar. Aukið Eftirlit: Foreldrar geta fylgst með hvernig börn þeirra og ungmenni nota samfélagsmiðla með þeirra samþykki og bjóða þeim stuðning ef þau verða fyrir neikvæðum samskiptum. Þetta felur í sér að fylgst sé með virkni þeirra á netinu og opna ætti umræðuna um hvernig bregðast skuli við vandamálum sem upp kunna að koma. Stuðningur og úrræði: Skólar og sveitarfélög ættu að veita börnum og ungmennum sem verða fyrir neikvæðum samskiptum stuðning, til dæmis með því að bjóða upp á ráðgjöf og leiðsögn. Það er einnig mikilvægt að bjóða börnum og ungmennum leiðir til að tilkynna misjafna hegðun á netinu. Tryggja þarf aðgerðaáætlun svo að þau mál sem upp koma geti farið í farveg úrlausna. Að lokum Neikvæð samskipti barna og ungmenna á samfélagsmiðlum er vaxandi áhyggjuefni. Nauðsynlegt er að bregðast við. Stýring frá hinu opinberra gæti verið ein lausn, en til þess að sporna við vandanum þarf að finna leiðir til úrlausna. Með því að auka menntun, eftirlit og stuðning er mögulegt að draga úr neikvæðum áhrifum og auka ábyrgari notkun samfélagsmiðla. Það er lykilatriði að halda áfram að vinna að því að skapa öruggt og stuðningsríkt umhverfi fyrir börn og ungmenni á netinu sem er þeirra raunheimur í dag. Höfndur er M.Ed. nemi. Elísabet Ýrr Steinarsdóttir, Erla Gunnarsdóttir. Áhrif snjalltækjanotkunar á námsárangur og heilbrigði barna. Háskóli íslands. https://skemman.is/bitstream/1946/33872/3/A%cc%81hrif%20snjallt%c3%a6kja%3aBAritger%c3%b0%3alokaskil.pdf
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun