Hvar er fótspor stjórnvalda gegn vinnumansali? Þorbjörrg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 27. september 2024 07:30 Tugir ef ekki hundruð erlendra starfsmanna eru lokkuð til landsins á fölskum forsendum. Síðan er þetta fólk svikið um umsamin og boðleg laun. Það býr í óboðlegu húsnæði en borgar fyrir það himinháa leigu. Þessar fréttir varða okkur sem neytendur og sem hluti af samfélagi. Og stjórnvöld verða að láta sig ömurleg og alvarleg afbrot eins og þessi sig varða. Hvar er skýr tónn ríkisstjórnarinnar sjálfrar um að þessi brot á íslenskum landslögum verði ekki liðin? Um að menn og fyrirtæki sæti ábyrgð sem brjóta svona gegn fólki? Hvers vegna heyrum við ekki afdráttarlausa yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að menn ætli sér að ná tökum á svona brotastarfsemi? Þessi fyrirtæki brjóta um leið gegn heilbrigðri samkeppni á markaði. Heilbrigðar leikreglur eru virtar að vettugi. Í fyrra starfi sem saksóknari sat ég einu sinni ráðstefnu erlendis þar sem vinnumansal var til umfjöllunar. Þar var sögð saga af norskum stjórnvöldum sem fóru í aðgerðir meðvituð t.d. um hlutverk sitt sem stórkaupandi á vöru og þjónustu. Meðvituð um að fótspor þeirra á markaði hefur áhrif. Og meðvituð um að skilaboð skipta máli. Stórir aðilar sem smáir eiga að hlusta á þessi sorglegu viðtöl við fólk sem birtust í Kveik. Fólk sem hingað kom til að vinna en var svikið. Við eigum að gera meira en bara að vera meðvituð. Við tölum gjarnan um fótspor okkar sem neytendur, við gerum kröfur um að matvara sé framleidd á viðunandi hátt. Fyrirtæki og fólk kolefnisjafnar alls konar kaup. Við hlustum á boðskap um umhverfisvænan ferðamáta. Við viljum boðlegar aðstæður dýra í matvælaiðnaði. Að eggið sem við borðum komi frá hamingjusamri hænu. Það er í þessu samhengi algerlega galið og óþolandi ef lægsti punkturinn er framkoma við fólk, þolendur mansals. Það eru sex ár liðin frá því að ríkisstjórnin boðaði aðgerðir. Lítið gerðist af hálfu stjórnvalda síðan. Og allt eftirlit til að gæta hagsmuna almennings og neytenda er litið hornauga af ríkisstjórninni. Skilaboð ríkisstjórnarinnar núna um að brot hafi afleiðingar er algjört fyrsta skref. Algjör lágmarkskrafa. Höfundur er þingkona Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mansal Húsnæðismál Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Tugir ef ekki hundruð erlendra starfsmanna eru lokkuð til landsins á fölskum forsendum. Síðan er þetta fólk svikið um umsamin og boðleg laun. Það býr í óboðlegu húsnæði en borgar fyrir það himinháa leigu. Þessar fréttir varða okkur sem neytendur og sem hluti af samfélagi. Og stjórnvöld verða að láta sig ömurleg og alvarleg afbrot eins og þessi sig varða. Hvar er skýr tónn ríkisstjórnarinnar sjálfrar um að þessi brot á íslenskum landslögum verði ekki liðin? Um að menn og fyrirtæki sæti ábyrgð sem brjóta svona gegn fólki? Hvers vegna heyrum við ekki afdráttarlausa yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að menn ætli sér að ná tökum á svona brotastarfsemi? Þessi fyrirtæki brjóta um leið gegn heilbrigðri samkeppni á markaði. Heilbrigðar leikreglur eru virtar að vettugi. Í fyrra starfi sem saksóknari sat ég einu sinni ráðstefnu erlendis þar sem vinnumansal var til umfjöllunar. Þar var sögð saga af norskum stjórnvöldum sem fóru í aðgerðir meðvituð t.d. um hlutverk sitt sem stórkaupandi á vöru og þjónustu. Meðvituð um að fótspor þeirra á markaði hefur áhrif. Og meðvituð um að skilaboð skipta máli. Stórir aðilar sem smáir eiga að hlusta á þessi sorglegu viðtöl við fólk sem birtust í Kveik. Fólk sem hingað kom til að vinna en var svikið. Við eigum að gera meira en bara að vera meðvituð. Við tölum gjarnan um fótspor okkar sem neytendur, við gerum kröfur um að matvara sé framleidd á viðunandi hátt. Fyrirtæki og fólk kolefnisjafnar alls konar kaup. Við hlustum á boðskap um umhverfisvænan ferðamáta. Við viljum boðlegar aðstæður dýra í matvælaiðnaði. Að eggið sem við borðum komi frá hamingjusamri hænu. Það er í þessu samhengi algerlega galið og óþolandi ef lægsti punkturinn er framkoma við fólk, þolendur mansals. Það eru sex ár liðin frá því að ríkisstjórnin boðaði aðgerðir. Lítið gerðist af hálfu stjórnvalda síðan. Og allt eftirlit til að gæta hagsmuna almennings og neytenda er litið hornauga af ríkisstjórninni. Skilaboð ríkisstjórnarinnar núna um að brot hafi afleiðingar er algjört fyrsta skref. Algjör lágmarkskrafa. Höfundur er þingkona Viðreisnar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun