„Íslenska vegakerfið er líklega hættulegasti ferðamannastaður landsins“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. september 2024 12:32 Ferðamálastjóri segir að ýmislegt megi gera betur til að ná til erlendra ferðamanna um hætturnar sem leynast í náttúru og umferðinni á Íslandi. Vísir Stofnaður hefur verið starfshópur til að bregðast við fjölda alvarlegra slysa hjá erlendum ferðamönnum. Ferðamálastjóri segir íslenska vegakerfið sennilega hættulegasta ferðamannastað landsins. Finna þurfi betri leiðir til að koma upplýsingum um hætturnar sem leynast á landinu til ferðamanna. Tvö banaslys urðu a þriðjudag, annars vegar þegar katarskur karlmaður féll í Brúará og hins vegar þegar bíll hjóna frá Hong Kong hafnaði í Fossá á Skaga. Maðurinn, sem var undir stýri, missti stjórn á bílnum á malarvegi. Konan komst út af sjálfsdáðum en maðurinn var látinn þegar til hans náðist. Aðeins mánuður er síðan íshellir hrundi í Breiðamerkurjökli með þeim afleiðingum að bandarískur ferðamaður lést. „Þetta er náttúrulega mjög slæmt þegar fólk kemur sem gestir til Íslands til þess að búa til minningar og eiga hér góðan tíma. Þegar svona hlutir gerast er það náttúrulega alveg skelfilegt. Við þurfum einhvern vegin að bregðast við þessu,“ segir Arnar Már Ólafsson, ferðamálstjóri. Þá sé áhyggjuefni hve margir ferðamenn slasist eða deyi í umferðinni. Auka megi samstarf við bílaleigur til að miðla upplýsingum um hætturnar á vegum landsins. „Íslenska vegakerfið er líklega hættulegasti ferðamannastaður landsins.“ Starfshópur stofnaður Ýmislegt hafi verið gert í gegnum tíðina en alltaf sé hægt að gera betur. „Í nýsamþykktri ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun tili 2030 eru lagðar til aðgerðir sem snerta öryggi ferðamanna sérstaklega og svo líka óbeint, til að mynda í gegnum samgöngumál og annað,“ segir Arnar Már. Verið sé að stofna starfshóp til að greina það sérstaklega hvernig bæta megi öryggi á ferðamannastöðum og vinna að framgangi þessara mála. „Það er búið að óska eftir tilnefningum í hópin þannig að þetta er allt að byrja,“ segir Arnar. Líst vel á frekara samstarf við Safetravel Hann segir að oft sé erfitt að ná til fólks, sérstaklega þeirra sem ferðast á eigin vegum. „Það getur verið erfitt að ná til fólks sem ferðast á eigin vegum til að koma upplýsingum á framfæri um hættur á áfangastöðum.“ Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar velti því upp í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrradag hvort hægt væri að þróa frekar smáforrit Safetravel, þannig að ferðamenn fengju tilkynningar um hættur á þeim stað sem þeir eru á hverju sinni. „Mér líst mjög vel á þetta, sem Jón Þór nefnir, að efla Safetravel, sem við höfum reyndar verið í miklu samstarfi við um árabil, enn frekar. Að ferðamenn skuli hlaða þessu smáforriti í símann sinn þar sem koma upp hugsanlegar tilkynningar um hugsanlegar hættur á þeim stað sem það er statt þá stundina. Þetta er eitthvað sem tæknin er farin að bjóða upp á og við ættum sannarlega að skoða.“ Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Vegagerð Slysavarnir Tengdar fréttir Umhugsunarefni hve margir ferðamenn fái ekki að snúa aftur heim Talsmaður Landsbjargar segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða til þess að gera ferðamönnum betur grein fyrir þeim hættum sem víða leynast á Íslandi. Það sé of algengt að ferðamenn komi hingað en fái ekki að snúa heim til að segja ferðasöguna. 25. september 2024 19:50 Banaslys við Fossá Ökumaður bifreiðarinnar sem ók út af og valt við Fossá á Skaga, norðan Skagastrandar, um klukkan tvö í dag lést í slysinu. Farþegi í ökutækinu var fluttur með sjúkrabifreið á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. 24. september 2024 20:59 Nokkur vitni að banaslysi við Brúará Þó nokkrir urðu vitni að því þegar karlmaður féll í Hlauptungufoss í Brúará um klukkan 13 í dag. Maðurinn fannst látinn skömmu síðar. Um var að ræða erlendan ferðamenn. 24. september 2024 17:46 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Tvö banaslys urðu a þriðjudag, annars vegar þegar katarskur karlmaður féll í Brúará og hins vegar þegar bíll hjóna frá Hong Kong hafnaði í Fossá á Skaga. Maðurinn, sem var undir stýri, missti stjórn á bílnum á malarvegi. Konan komst út af sjálfsdáðum en maðurinn var látinn þegar til hans náðist. Aðeins mánuður er síðan íshellir hrundi í Breiðamerkurjökli með þeim afleiðingum að bandarískur ferðamaður lést. „Þetta er náttúrulega mjög slæmt þegar fólk kemur sem gestir til Íslands til þess að búa til minningar og eiga hér góðan tíma. Þegar svona hlutir gerast er það náttúrulega alveg skelfilegt. Við þurfum einhvern vegin að bregðast við þessu,“ segir Arnar Már Ólafsson, ferðamálstjóri. Þá sé áhyggjuefni hve margir ferðamenn slasist eða deyi í umferðinni. Auka megi samstarf við bílaleigur til að miðla upplýsingum um hætturnar á vegum landsins. „Íslenska vegakerfið er líklega hættulegasti ferðamannastaður landsins.“ Starfshópur stofnaður Ýmislegt hafi verið gert í gegnum tíðina en alltaf sé hægt að gera betur. „Í nýsamþykktri ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun tili 2030 eru lagðar til aðgerðir sem snerta öryggi ferðamanna sérstaklega og svo líka óbeint, til að mynda í gegnum samgöngumál og annað,“ segir Arnar Már. Verið sé að stofna starfshóp til að greina það sérstaklega hvernig bæta megi öryggi á ferðamannastöðum og vinna að framgangi þessara mála. „Það er búið að óska eftir tilnefningum í hópin þannig að þetta er allt að byrja,“ segir Arnar. Líst vel á frekara samstarf við Safetravel Hann segir að oft sé erfitt að ná til fólks, sérstaklega þeirra sem ferðast á eigin vegum. „Það getur verið erfitt að ná til fólks sem ferðast á eigin vegum til að koma upplýsingum á framfæri um hættur á áfangastöðum.“ Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar velti því upp í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrradag hvort hægt væri að þróa frekar smáforrit Safetravel, þannig að ferðamenn fengju tilkynningar um hættur á þeim stað sem þeir eru á hverju sinni. „Mér líst mjög vel á þetta, sem Jón Þór nefnir, að efla Safetravel, sem við höfum reyndar verið í miklu samstarfi við um árabil, enn frekar. Að ferðamenn skuli hlaða þessu smáforriti í símann sinn þar sem koma upp hugsanlegar tilkynningar um hugsanlegar hættur á þeim stað sem það er statt þá stundina. Þetta er eitthvað sem tæknin er farin að bjóða upp á og við ættum sannarlega að skoða.“
Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Vegagerð Slysavarnir Tengdar fréttir Umhugsunarefni hve margir ferðamenn fái ekki að snúa aftur heim Talsmaður Landsbjargar segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða til þess að gera ferðamönnum betur grein fyrir þeim hættum sem víða leynast á Íslandi. Það sé of algengt að ferðamenn komi hingað en fái ekki að snúa heim til að segja ferðasöguna. 25. september 2024 19:50 Banaslys við Fossá Ökumaður bifreiðarinnar sem ók út af og valt við Fossá á Skaga, norðan Skagastrandar, um klukkan tvö í dag lést í slysinu. Farþegi í ökutækinu var fluttur með sjúkrabifreið á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. 24. september 2024 20:59 Nokkur vitni að banaslysi við Brúará Þó nokkrir urðu vitni að því þegar karlmaður féll í Hlauptungufoss í Brúará um klukkan 13 í dag. Maðurinn fannst látinn skömmu síðar. Um var að ræða erlendan ferðamenn. 24. september 2024 17:46 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Umhugsunarefni hve margir ferðamenn fái ekki að snúa aftur heim Talsmaður Landsbjargar segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða til þess að gera ferðamönnum betur grein fyrir þeim hættum sem víða leynast á Íslandi. Það sé of algengt að ferðamenn komi hingað en fái ekki að snúa heim til að segja ferðasöguna. 25. september 2024 19:50
Banaslys við Fossá Ökumaður bifreiðarinnar sem ók út af og valt við Fossá á Skaga, norðan Skagastrandar, um klukkan tvö í dag lést í slysinu. Farþegi í ökutækinu var fluttur með sjúkrabifreið á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. 24. september 2024 20:59
Nokkur vitni að banaslysi við Brúará Þó nokkrir urðu vitni að því þegar karlmaður féll í Hlauptungufoss í Brúará um klukkan 13 í dag. Maðurinn fannst látinn skömmu síðar. Um var að ræða erlendan ferðamenn. 24. september 2024 17:46