Uppgjörið: Valur - Keflavík 88-98 | Öruggt hjá Keflavík og Finnur rekinn úr húsi Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 28. september 2024 18:31 Keflvíkingar urðu bikarmeistarar á síðustu leiktíð og unnu Íslandsmeistara Vals í dag. vísir/Hulda Margrét Keflavík tók á móti Val í Blue höllinni í kvöld þar sem Meistari Meistaranna leikurinn fór fram. Keflvíkingar höfðu betur með tíu stiga mun, 88-98. Það voru Keflvíkingar sem unnu uppkastið og byrjuðu með miklum krafti. Hilmar Pétursson skoraði fyrsta stig leiksins af vítalínunni en hann hafði átt skot sem klikkaði og tók frákastið sjálfur og var brotið á honum í átt að körfunni aftur. Keflvíkingar virtust mun kraftmeiri í upphafi en náðu þó ekki að hrista af sér Valsmennina sem gerðu virkilega vel í að halda í við þann hraða sem heimamenn reyndu að bjóða upp á. Valsmenn komust yfir 32-30 þegar rétt um hálf mínúta var eftir af fyrsta leikhluta og náði Keflavík ekki að svara fyrir lok leikhlutans. Keflvíkingar byrjuðu annan leikhluta af krafti og setti Wendell Green niður þrist til að keyra sína menn af stað. Keflavík var með yfirhöndina nánast allan leikhlutann. Þegar um þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum fékk Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals sína aðra tæknivillu og var vikið úr húsi. Keflavík fór með sannfærandi tólf stiga forskot inn í hálfleikinn 44-56. Versnaði enn þegar Hjálmar fékk fimmtu villuna Valur skoraði fyrstu stig síðari hálfleiks þegar Kári Jónsson setti niður þrist. Það var þó Keflavík sem hélt áfram að hafa algera yfirburði. Ekki batnaði staða Vals þegar Hjálmar Stefánsson fékk sína fimmtu villu þegar lítið var búið af þriðja leikhluta en hann var á þeim tíma næst stigahæsti leikmaður liðsins með ellefu stig. Keflavík spilaði mjög vel og áttu Valsmenn fá svör við þeirra leik lengst af. Valur reyndu að saxa á forskotið en það gekk erfiðlega og var Keflavík yfir fyrir síðasta leikhluta 63-76. Fjórði leikhluti spilaðist mjög svipað og sá þriðji þar sem Keflavík var með yfirhöndina mest allan tímann. Valur reyndi að saxa á forskot Keflavíkur en Keflvíkingar voru fljótir að svara fyrir sig og gáfu Valsmönnum engin færi á því að komast aftur inn í leikinn. Keflavík kláraði dæmið og stóðu uppi sem sigurvegarar í Meistari Meistaranna eftir 88-98 sigur. Atvik leiksins Finnur Freyr þjálfari lætur reka sig úr húsi í fyrri hálfleik. Snemma í þriðja leikhluta fær Hjálmar Stefánsson sína fimmtu villu sem var dýrt fyrir þunnskipað lið Vals. Frank Aron Booker fékk svo sína fimmtu villu í fjórða leikhluta en þá var leikurinn farinn frá Val. Stjörnur og skúrkar Wendell Green fer afskaplega vel af stað fyrir Keflavík og var stigahæstur með 26 stig tók auk þess sjö fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Hilmar Pétursson sýndi líka góðar rispur og var með 16 stig og reif niður fimm fráköst að auki. Hjá Val var Taiwo Badmus sem var atkvæðamestur með 24 stig, reif niður þrettán fráköst og gaf sex stoðsendingar. Dómarinn Að mínu viti var flautað á full mikið og liðin fóru ansi oft á vítalínuna. Það mátti ekki mikið í þessum leik og kristallast kannski í því að þrír leikmenn náðu ekki að klára leikinn sökum þess að fá fimm villur en leikurinn var alls ekki grófur. Stemningin og umgjörð Það myndaðist góð stemning í Blue höllinni í kvöld. Ef það er eitthvað sem alltaf er hægt að treysta á þá er það að Keflvíkingum er mjög annt um körfuboltaliðið sitt og styðja það alla leið. Það fór ekki mikið fyrir Valsmönnum í stúkunni en þeir sem mættu studdu liðið vel. „Ellefu lið sem ætla að standa í vegi fyrir okkur“ Keflavík eru Meistari Meistaranna eftir 88-98 sigur á Val í kvöld. „Hún er bara nokkuð góð [tilfinningin]. Við unnum hérna Icelandic Glacial mótið fyrr í þessum mánuði og svo er annar leikur núna upp á einhver verðlaun þannig við vorum bara að stefna að því að vinna það líka,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn í kvöld. Kannski fínn vani að venjast því að lyfta titlum. „Það er góður vani en það eru ellefu önnur lið sem ætla að standa í vegi fyrir okkur í vetur. Ég held að við þurfum að leggja mjög mikið á okkur ef við ætlum að eiga einhvern möguleika á að vinna fleiri titla í vetur.“ Sigurinn í kvöld gefur góð fyrirheit fyrir veturinn. „Jú ég meina ef við hefðum tapað þá hefði það alls ekki litið nógu vel út en ég hefði viljað hitta aðeins betur. Við vorum í smá basli með að hitta og ef við hefðum hitt aðeins betur hefðum við farið alveg vel yfir hundrað [stig].“ Keflavíkurliðið er að koma mjög vel undan sumrinu segir Pétur. „Mjög vel. Kannski kjarnin af þessu eru strákar sem voru hérna í fyrra og svo bættum við aðeins við þannig menn vita hvað þeir eru að fara út í og ég held að við komum bara nokkuð vel undan sumri. Ég ætla kannski ekki að segja að við séum lið til þess að vinna en við erum allavega lið sem er eitt af fjórum bestu tel ég í vetur.“ Bæði Keflavík og Val var spáð efstu tveim sætunum í spá fyrirliða og þjálfara fyrir mót. „Það vantaði náturlega ansi mikið hjá þeim [Val] í dag en engu að síður þá eru þeir með fjóra landsliðsmenn og mikilvægasta leikmann úrslitakeppninnar í fyrra og árið þar áður þannig þeir eru með gott lið en ekki nógu góða breidd. Við náðum kannski að keyra svolítið á þá og unnum þá útaf því en þegar þeir eru komnir með fullt lið þá þurfum við að skila mikið betra en þetta.“ Bónus-deild karla Valur Keflavík ÍF
Keflavík tók á móti Val í Blue höllinni í kvöld þar sem Meistari Meistaranna leikurinn fór fram. Keflvíkingar höfðu betur með tíu stiga mun, 88-98. Það voru Keflvíkingar sem unnu uppkastið og byrjuðu með miklum krafti. Hilmar Pétursson skoraði fyrsta stig leiksins af vítalínunni en hann hafði átt skot sem klikkaði og tók frákastið sjálfur og var brotið á honum í átt að körfunni aftur. Keflvíkingar virtust mun kraftmeiri í upphafi en náðu þó ekki að hrista af sér Valsmennina sem gerðu virkilega vel í að halda í við þann hraða sem heimamenn reyndu að bjóða upp á. Valsmenn komust yfir 32-30 þegar rétt um hálf mínúta var eftir af fyrsta leikhluta og náði Keflavík ekki að svara fyrir lok leikhlutans. Keflvíkingar byrjuðu annan leikhluta af krafti og setti Wendell Green niður þrist til að keyra sína menn af stað. Keflavík var með yfirhöndina nánast allan leikhlutann. Þegar um þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum fékk Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals sína aðra tæknivillu og var vikið úr húsi. Keflavík fór með sannfærandi tólf stiga forskot inn í hálfleikinn 44-56. Versnaði enn þegar Hjálmar fékk fimmtu villuna Valur skoraði fyrstu stig síðari hálfleiks þegar Kári Jónsson setti niður þrist. Það var þó Keflavík sem hélt áfram að hafa algera yfirburði. Ekki batnaði staða Vals þegar Hjálmar Stefánsson fékk sína fimmtu villu þegar lítið var búið af þriðja leikhluta en hann var á þeim tíma næst stigahæsti leikmaður liðsins með ellefu stig. Keflavík spilaði mjög vel og áttu Valsmenn fá svör við þeirra leik lengst af. Valur reyndu að saxa á forskotið en það gekk erfiðlega og var Keflavík yfir fyrir síðasta leikhluta 63-76. Fjórði leikhluti spilaðist mjög svipað og sá þriðji þar sem Keflavík var með yfirhöndina mest allan tímann. Valur reyndi að saxa á forskot Keflavíkur en Keflvíkingar voru fljótir að svara fyrir sig og gáfu Valsmönnum engin færi á því að komast aftur inn í leikinn. Keflavík kláraði dæmið og stóðu uppi sem sigurvegarar í Meistari Meistaranna eftir 88-98 sigur. Atvik leiksins Finnur Freyr þjálfari lætur reka sig úr húsi í fyrri hálfleik. Snemma í þriðja leikhluta fær Hjálmar Stefánsson sína fimmtu villu sem var dýrt fyrir þunnskipað lið Vals. Frank Aron Booker fékk svo sína fimmtu villu í fjórða leikhluta en þá var leikurinn farinn frá Val. Stjörnur og skúrkar Wendell Green fer afskaplega vel af stað fyrir Keflavík og var stigahæstur með 26 stig tók auk þess sjö fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Hilmar Pétursson sýndi líka góðar rispur og var með 16 stig og reif niður fimm fráköst að auki. Hjá Val var Taiwo Badmus sem var atkvæðamestur með 24 stig, reif niður þrettán fráköst og gaf sex stoðsendingar. Dómarinn Að mínu viti var flautað á full mikið og liðin fóru ansi oft á vítalínuna. Það mátti ekki mikið í þessum leik og kristallast kannski í því að þrír leikmenn náðu ekki að klára leikinn sökum þess að fá fimm villur en leikurinn var alls ekki grófur. Stemningin og umgjörð Það myndaðist góð stemning í Blue höllinni í kvöld. Ef það er eitthvað sem alltaf er hægt að treysta á þá er það að Keflvíkingum er mjög annt um körfuboltaliðið sitt og styðja það alla leið. Það fór ekki mikið fyrir Valsmönnum í stúkunni en þeir sem mættu studdu liðið vel. „Ellefu lið sem ætla að standa í vegi fyrir okkur“ Keflavík eru Meistari Meistaranna eftir 88-98 sigur á Val í kvöld. „Hún er bara nokkuð góð [tilfinningin]. Við unnum hérna Icelandic Glacial mótið fyrr í þessum mánuði og svo er annar leikur núna upp á einhver verðlaun þannig við vorum bara að stefna að því að vinna það líka,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn í kvöld. Kannski fínn vani að venjast því að lyfta titlum. „Það er góður vani en það eru ellefu önnur lið sem ætla að standa í vegi fyrir okkur í vetur. Ég held að við þurfum að leggja mjög mikið á okkur ef við ætlum að eiga einhvern möguleika á að vinna fleiri titla í vetur.“ Sigurinn í kvöld gefur góð fyrirheit fyrir veturinn. „Jú ég meina ef við hefðum tapað þá hefði það alls ekki litið nógu vel út en ég hefði viljað hitta aðeins betur. Við vorum í smá basli með að hitta og ef við hefðum hitt aðeins betur hefðum við farið alveg vel yfir hundrað [stig].“ Keflavíkurliðið er að koma mjög vel undan sumrinu segir Pétur. „Mjög vel. Kannski kjarnin af þessu eru strákar sem voru hérna í fyrra og svo bættum við aðeins við þannig menn vita hvað þeir eru að fara út í og ég held að við komum bara nokkuð vel undan sumri. Ég ætla kannski ekki að segja að við séum lið til þess að vinna en við erum allavega lið sem er eitt af fjórum bestu tel ég í vetur.“ Bæði Keflavík og Val var spáð efstu tveim sætunum í spá fyrirliða og þjálfara fyrir mót. „Það vantaði náturlega ansi mikið hjá þeim [Val] í dag en engu að síður þá eru þeir með fjóra landsliðsmenn og mikilvægasta leikmann úrslitakeppninnar í fyrra og árið þar áður þannig þeir eru með gott lið en ekki nógu góða breidd. Við náðum kannski að keyra svolítið á þá og unnum þá útaf því en þegar þeir eru komnir með fullt lið þá þurfum við að skila mikið betra en þetta.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti