Tugir látnir í fjórum ríkjum af völdum Helenar Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2024 21:00 Björgunarlið á svifnökkva bjargar íbúum og gæludýrum í Crystal River í Flórída eftir fellibylinn Helen í dag. AP/Luis Santana/Tampa Bay Times Slóð eyðileggingar liggur nú í gegnum Flórída og öll suðaustanverð Bandaríkin eftir fellibylinn Helen. Að minnsta kosti fjörutíu eru látnir í fjórum ríkjum en björgunarlið reynir að bjarga fólki undan flóðum. Helen var fjögurra stigs fellibylur þegar hún gekk á land í Flórída í gærkvöldi og þannig einn sá öflugasti í sögu Bandaríkjanna. Vindhraði mældist þá yfir sextíu metrum á sekúndu. Ofsaverðrinu fylgdi lífshættulegt sjávarflóð í Karólínunum. Bylurinn þokaðist síðan norður yfir Georgíu og Karólínurnar tvær. Í dag hefur veðrið náð til Kentucky og Tennesse en úrhellisrigning sem fylgir því hefur valdið hamfaraflóðum í sunnanverðum Appalasíufjöllum. Helen er nú skilgreind sem hitabeltislægð. Íbúðarhús hafa splundrast í hamförunum og Fleiri en fjórar milljónir manna í Flórída, Georgíu og Karólínunum voru án rafmagns í morgun. Lögreglumenn í Cedar Key í Flórída kanna tjón eftir fellibylinn.AP/Gerald Herbert AP-fréttastofan segir að í það minnsta fjörutíu séu látnir. Aðrir fjölmiðlar segja að þeir látnu séu taldir í tugum. Mannskaði varð meðal annars í Flórída og Georgíu. Allir fimm sem fórust í einni sýslu í Flórída bjuggu í hverfum þar sem íbúum hafði verið sagt að flýja fellibylinn. Fólk sem hélt kyrru fyrir þurfti að leita upp á háaloft í húsum sínum til þess að komast undan flóðunum. Bob Gualtieri, lögreglustjóri í Pinellas-sýslu nærri St. Petersburg, segir að tala látinna þar gæti hækkað en viðbragðsaðilar hafa átt erfitt með leit vegna braks í flóðvatninu. Þá er talið að fleiri eigi eftir að finnast látnir í Georgíu og Karólínunum. Fleiri en fimmtíu manns urðu innlyksa á þaki sjúkrahúss í Unicoi-sýslu í Tennessee eftir að vatn flæddi þangað inn um miðjan dag í dag. Björgunarsveitarfólk á bátum vann að því að bjarga fólkinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í Georgíu segir Brian Kemp, ríkisstjóri, að tugir manna séu enn fastir inn á heimilum sínum. Lögreglumenn sem fóru hús í hús í Venice í Flórída aðstoða eldri konu og hund hennar úr húsi sem fór á flot í flóðunum.AP/lögreglan í Venice Náttúruhamfarir Bandaríkin Tengdar fréttir Einn stærsti fellibylur síðustu hundrað ára veldur usla í Flórída Helena, einn öflugasti og stærsti fellibylur Karíbahafsins síðustu öldina, hefur leitt til að minnsta kosti þriggja dauðsfalla í Bandaríkjunum í nótt. Fellibylurinn náði landi í Flórída nótt sem fjórða stigs fellibylur en hefur misst töluverðan kraft síðan þá og er nú yfir Georgíu. 27. september 2024 09:47 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Sjá meira
Helen var fjögurra stigs fellibylur þegar hún gekk á land í Flórída í gærkvöldi og þannig einn sá öflugasti í sögu Bandaríkjanna. Vindhraði mældist þá yfir sextíu metrum á sekúndu. Ofsaverðrinu fylgdi lífshættulegt sjávarflóð í Karólínunum. Bylurinn þokaðist síðan norður yfir Georgíu og Karólínurnar tvær. Í dag hefur veðrið náð til Kentucky og Tennesse en úrhellisrigning sem fylgir því hefur valdið hamfaraflóðum í sunnanverðum Appalasíufjöllum. Helen er nú skilgreind sem hitabeltislægð. Íbúðarhús hafa splundrast í hamförunum og Fleiri en fjórar milljónir manna í Flórída, Georgíu og Karólínunum voru án rafmagns í morgun. Lögreglumenn í Cedar Key í Flórída kanna tjón eftir fellibylinn.AP/Gerald Herbert AP-fréttastofan segir að í það minnsta fjörutíu séu látnir. Aðrir fjölmiðlar segja að þeir látnu séu taldir í tugum. Mannskaði varð meðal annars í Flórída og Georgíu. Allir fimm sem fórust í einni sýslu í Flórída bjuggu í hverfum þar sem íbúum hafði verið sagt að flýja fellibylinn. Fólk sem hélt kyrru fyrir þurfti að leita upp á háaloft í húsum sínum til þess að komast undan flóðunum. Bob Gualtieri, lögreglustjóri í Pinellas-sýslu nærri St. Petersburg, segir að tala látinna þar gæti hækkað en viðbragðsaðilar hafa átt erfitt með leit vegna braks í flóðvatninu. Þá er talið að fleiri eigi eftir að finnast látnir í Georgíu og Karólínunum. Fleiri en fimmtíu manns urðu innlyksa á þaki sjúkrahúss í Unicoi-sýslu í Tennessee eftir að vatn flæddi þangað inn um miðjan dag í dag. Björgunarsveitarfólk á bátum vann að því að bjarga fólkinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í Georgíu segir Brian Kemp, ríkisstjóri, að tugir manna séu enn fastir inn á heimilum sínum. Lögreglumenn sem fóru hús í hús í Venice í Flórída aðstoða eldri konu og hund hennar úr húsi sem fór á flot í flóðunum.AP/lögreglan í Venice
Náttúruhamfarir Bandaríkin Tengdar fréttir Einn stærsti fellibylur síðustu hundrað ára veldur usla í Flórída Helena, einn öflugasti og stærsti fellibylur Karíbahafsins síðustu öldina, hefur leitt til að minnsta kosti þriggja dauðsfalla í Bandaríkjunum í nótt. Fellibylurinn náði landi í Flórída nótt sem fjórða stigs fellibylur en hefur misst töluverðan kraft síðan þá og er nú yfir Georgíu. 27. september 2024 09:47 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Sjá meira
Einn stærsti fellibylur síðustu hundrað ára veldur usla í Flórída Helena, einn öflugasti og stærsti fellibylur Karíbahafsins síðustu öldina, hefur leitt til að minnsta kosti þriggja dauðsfalla í Bandaríkjunum í nótt. Fellibylurinn náði landi í Flórída nótt sem fjórða stigs fellibylur en hefur misst töluverðan kraft síðan þá og er nú yfir Georgíu. 27. september 2024 09:47