„Komnir með miklu fleiri stig en ég átti von á“ Hinrik Wöhler skrifar 27. september 2024 22:00 Einar Jónsson, þjálfari Fram, var að vanda líflegur á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Anton Brink Einar Jónsson, þjálfari Fram, stýrði sínum mönnum til sigurs í kvöld á móti Haukum í Olís-deild karla í handknattleik. Það var mikið skorað í Úlfarsárdalnum en leikurinn fór 37-34 fyrir Fram og að vonum var Einar kampakátur með sóknarleik liðsins í kvöld. „Sóknarlega vorum við stórkostlegir í kvöld en vorum í smá brasi með varnarleikinn. Það kom smá óöryggi á milli varnar og markmannanna. Það kemur og ég hef engar stórkostlegar áhyggjur af því. Við spiluðum frábærlega á köflum og er rosalega ánægður frammistöðuna í kvöld,“ sagði Einar eftir leikinn í kvöld. Hornamenn Fram, Ívar Logi Styrmisson og Eiður Rafn Valsson, áttu frábæran leik í kvöld en þeir skoruðu samanlagt 18 mörk og héldu uppi sóknarleik liðsins ásamt Reyni Þór Stefánssyni. „Við erum að fá fullt af færum úr hornunum og höfum verið að gera það. Þeir vita það sjálfir að nýtingin í fyrra var ekki nægilega góð og hafa markvisst unnið í því, hrós á þá. Við erum að fá mörk úr öllum stöðum nema kannski inn á línu,“ sagði Einar um sóknarleik liðsins. Reynir Þór með sýningu í síðari hálfleik Einar var einnig gríðarlega sáttur með frammistöðu Reynis Þórs en skaut aðeins á hann fyrir sofandahátt í fyrri hálfleik. „Reynir setti upp bara einhverja sýningu en hann var jafn lélegur í fyrri hálfleik. Liðið í heildina var frábært sóknarlega.“ Framarar voru með yfirhöndina meginþorra leiksins en náðu aldrei að slíta sig nægilega langt frá Haukum. Þrátt fyrir jafnan leik var Einar rólegur á hliðarlínunni og hafði trú á sínum mönnum. „Mér leið alltaf vel, þannig séð. Mér líður vel og það er gaman hjá okkur. Þetta eru frábærir gaurar og við erum bara að reyna njóta og hafa gaman að þessu. Við vorum ósáttir með okkur í hálfleik og töluðum um það að við áttum að vera yfir í hálfleik, kannski þrjú til fjögur mörk. Við vissum að myndum alltaf skora en ætluðum að loka varnarleiknum en það heppnaðist ekki. Við skorum þá bara enn þá meira í staðinn,“ sagði Einar. Eftir fjórar umferðir hefur Fram sigrað þrjá leiki og fer tímabilið vel af stað hjá lærisveinum Einars. „Við erum komnir með miklu fleiri stig en ég átti von á. Frammistaðan hefur verið fín en við töpuðum fyrsta leiknum á móti FH sem var óþarfi að tapa að mínu mati. Þetta var kannski fyrsta alvöru prófið eftir leikinn á móti FH. Haukar eru búnir að vera flottir í vetur og þannig þetta var skemmtileg prófraun fyrir okkur og við stóðumst hana þokkalega vel,“ sagði þjálfarinn að lokum þegar hann var spurður út í upphaf tímabilsins. Olís-deild karla Fram Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
„Sóknarlega vorum við stórkostlegir í kvöld en vorum í smá brasi með varnarleikinn. Það kom smá óöryggi á milli varnar og markmannanna. Það kemur og ég hef engar stórkostlegar áhyggjur af því. Við spiluðum frábærlega á köflum og er rosalega ánægður frammistöðuna í kvöld,“ sagði Einar eftir leikinn í kvöld. Hornamenn Fram, Ívar Logi Styrmisson og Eiður Rafn Valsson, áttu frábæran leik í kvöld en þeir skoruðu samanlagt 18 mörk og héldu uppi sóknarleik liðsins ásamt Reyni Þór Stefánssyni. „Við erum að fá fullt af færum úr hornunum og höfum verið að gera það. Þeir vita það sjálfir að nýtingin í fyrra var ekki nægilega góð og hafa markvisst unnið í því, hrós á þá. Við erum að fá mörk úr öllum stöðum nema kannski inn á línu,“ sagði Einar um sóknarleik liðsins. Reynir Þór með sýningu í síðari hálfleik Einar var einnig gríðarlega sáttur með frammistöðu Reynis Þórs en skaut aðeins á hann fyrir sofandahátt í fyrri hálfleik. „Reynir setti upp bara einhverja sýningu en hann var jafn lélegur í fyrri hálfleik. Liðið í heildina var frábært sóknarlega.“ Framarar voru með yfirhöndina meginþorra leiksins en náðu aldrei að slíta sig nægilega langt frá Haukum. Þrátt fyrir jafnan leik var Einar rólegur á hliðarlínunni og hafði trú á sínum mönnum. „Mér leið alltaf vel, þannig séð. Mér líður vel og það er gaman hjá okkur. Þetta eru frábærir gaurar og við erum bara að reyna njóta og hafa gaman að þessu. Við vorum ósáttir með okkur í hálfleik og töluðum um það að við áttum að vera yfir í hálfleik, kannski þrjú til fjögur mörk. Við vissum að myndum alltaf skora en ætluðum að loka varnarleiknum en það heppnaðist ekki. Við skorum þá bara enn þá meira í staðinn,“ sagði Einar. Eftir fjórar umferðir hefur Fram sigrað þrjá leiki og fer tímabilið vel af stað hjá lærisveinum Einars. „Við erum komnir með miklu fleiri stig en ég átti von á. Frammistaðan hefur verið fín en við töpuðum fyrsta leiknum á móti FH sem var óþarfi að tapa að mínu mati. Þetta var kannski fyrsta alvöru prófið eftir leikinn á móti FH. Haukar eru búnir að vera flottir í vetur og þannig þetta var skemmtileg prófraun fyrir okkur og við stóðumst hana þokkalega vel,“ sagði þjálfarinn að lokum þegar hann var spurður út í upphaf tímabilsins.
Olís-deild karla Fram Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti