Að eldast – ertu undirbúin? Hafdís Dögg Sveinbjarnardóttir, Lára María Valgerðardóttir og Magnús E. Smith skrifa 28. september 2024 10:03 Það fá ekki allir tækifæri til að eldast. Við, sem það gerum vitum að með aldrinum kemur þörf fyrir stuðning, umönnun og hjúkrun, hvort sem hún kemur frá aðstandendum eða þeim stofnunum sem samfélagið hefur byggt upp. En spurningin er: Eru sjúkrahúsin, hjúkrunarheimilin og heilsugæslan í landinu tilbúin til að mæta þessum þörfum? Stjórnvöld hafa sett fram stefnu um að fólk eigi að búa heima eins lengi og kostur er. En til þess þarf öflug heimahjúkrun og þjónusta að vera til staðar. Sjúkraliðar sinna kjarnastarfsemi heimahjúkrunar og það liggur fyrir að margt vantar í þessum efnum. Allir þeir sem hafa innsýn í starfsemi heimahjúkrunar vita að þjónustan er langt frá því að vera nægilega öflug til að mæta vaxandi þörfum. Fjöldi hjúkrunarrýma – ósamræmi við raunveruleikann Í dag er um 3.000 hjúkrunarrými á landinu. En það er fyrirséð að þau duga skammt. Á næstu 25 árum mun fjöldi eldri borgara tvöfaldast og næstu fimm árin mun þeim fjölga um 20%! Margir þeirra eru í elsta aldurshópnum sem þurfa mestu þjónustuna. Samkvæmt nýjustu skýrslu heilbrigðisráðuneytisins þurfa eldri borgarar að bíða að meðaltali 77-117 daga eftir hjúkrunarrými. Hvað finnst okkur um það? Heilbrigðismál efst á blaði – engin aðgerðaáætlun Nýleg skoðanakönnun sýnir að almenningur telur heilbrigðismálin vera mikilvægustu mál þjóðarinnar. Eldri borgarar og heilbrigðisþjónusta voru efst á lista. Þetta er ákall þjóðarinnar um aðgerðir. Þjóðin er að biðja stjórnvöld um að forgangsraða þessum málum og grípa til tafarlausra aðgerða. Það er ekki nema ár til næstu alþingiskosninga. Nú er tíminn fyrir stjórnmálaflokkana að setja öldrunar- og heilbrigðismál í forgang. Við getum ekki beðið lengur. Ef við grípum ekki til alvöru aðgerða núna, mun öldrunarþjónustan og heilbrigðiskerfið hrynja undan álagi þegar hópur eldri borgara stækkar. Það er ekki bara þeirra mál, -heldur okkar allra. Verður þú hluti af lausninni? Stjórnvöld hafa ekki lengur tíma til að fresta þessum málum. Þessi hópur, sem þú, kæri lesandi, munt að öllum líkindum verða hluti af, á betra skilið. Er ekki kominn tími til að sýna þessum málaflokki þá virðingu sem hann á skilið? Höfundar eru í stjórn Sjúkraliðafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Það fá ekki allir tækifæri til að eldast. Við, sem það gerum vitum að með aldrinum kemur þörf fyrir stuðning, umönnun og hjúkrun, hvort sem hún kemur frá aðstandendum eða þeim stofnunum sem samfélagið hefur byggt upp. En spurningin er: Eru sjúkrahúsin, hjúkrunarheimilin og heilsugæslan í landinu tilbúin til að mæta þessum þörfum? Stjórnvöld hafa sett fram stefnu um að fólk eigi að búa heima eins lengi og kostur er. En til þess þarf öflug heimahjúkrun og þjónusta að vera til staðar. Sjúkraliðar sinna kjarnastarfsemi heimahjúkrunar og það liggur fyrir að margt vantar í þessum efnum. Allir þeir sem hafa innsýn í starfsemi heimahjúkrunar vita að þjónustan er langt frá því að vera nægilega öflug til að mæta vaxandi þörfum. Fjöldi hjúkrunarrýma – ósamræmi við raunveruleikann Í dag er um 3.000 hjúkrunarrými á landinu. En það er fyrirséð að þau duga skammt. Á næstu 25 árum mun fjöldi eldri borgara tvöfaldast og næstu fimm árin mun þeim fjölga um 20%! Margir þeirra eru í elsta aldurshópnum sem þurfa mestu þjónustuna. Samkvæmt nýjustu skýrslu heilbrigðisráðuneytisins þurfa eldri borgarar að bíða að meðaltali 77-117 daga eftir hjúkrunarrými. Hvað finnst okkur um það? Heilbrigðismál efst á blaði – engin aðgerðaáætlun Nýleg skoðanakönnun sýnir að almenningur telur heilbrigðismálin vera mikilvægustu mál þjóðarinnar. Eldri borgarar og heilbrigðisþjónusta voru efst á lista. Þetta er ákall þjóðarinnar um aðgerðir. Þjóðin er að biðja stjórnvöld um að forgangsraða þessum málum og grípa til tafarlausra aðgerða. Það er ekki nema ár til næstu alþingiskosninga. Nú er tíminn fyrir stjórnmálaflokkana að setja öldrunar- og heilbrigðismál í forgang. Við getum ekki beðið lengur. Ef við grípum ekki til alvöru aðgerða núna, mun öldrunarþjónustan og heilbrigðiskerfið hrynja undan álagi þegar hópur eldri borgara stækkar. Það er ekki bara þeirra mál, -heldur okkar allra. Verður þú hluti af lausninni? Stjórnvöld hafa ekki lengur tíma til að fresta þessum málum. Þessi hópur, sem þú, kæri lesandi, munt að öllum líkindum verða hluti af, á betra skilið. Er ekki kominn tími til að sýna þessum málaflokki þá virðingu sem hann á skilið? Höfundar eru í stjórn Sjúkraliðafélags Íslands
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun