Talaði fyrir „tveggja ríkja lausn“ á allsherjarþingi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 29. september 2024 09:01 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. AP/Pamela Smith Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra steig í ræðustól og flutti ávarp á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöld. Hún ítrekaði í ræðu sinni að virðing fyrir alþjóðalögum væri grundvöllur friðar. Þórdís Kolbrún sagði nýrri tækni nú beitt við að grafa undan trausti á lýðræðislegum stofnunum, dreifa tortryggni og ótta og kynda undir örvæntingu og reiði meðal almennings. „Það er verið að grafa undan einstaklingsréttindum sem hafa reynst svo mikilvæg fyrir gangverk lýðræðislegra samfélaga,“ sagði hún og bætti við að mikilvægt væri að vernda málfrelsi einstaklinga en vinna gegn yrkjum eða „bottum“ sem nýttir eru til að grafa undan samfélögum. Talaði fyrir tveggja ríkja lausn Mikið var rætt um innrás Rússlands í Úkraínu á allsherjarþinginu líkt og síðustu ár. Þórdís sakaði rússnesk stjórnvöld um að hafa brotið allar grundvallarreglur stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Það er [Pútín] sem hóf þetta tilgangslausa stríð. Og það er á valdi Kremlar að binda enda á það, og það hvenær sem er, með því að draga herlið sitt til baka af því landsvæði sem er alþjóðlega viðurkennt að tilheyri Úkraínu.“ Þá ræddi hún einnig átökin fyrir botni Miðjarðarhafs og ítrekaði að Ísland hafi fordæmt hryðjuverkaárás Hamas. Hún tók þó fram að brot gegn mannúðarlögum hafi verið framin og að ekkert ríki sé hafið yfir alþjóðalög. Hún sagði ástandið á Gaza vera óviðunandi. „Við skorum enn og aftur á alla aðila að samþykkja tafarlaust vopnahlé og forðast allt það sem getur leitt til frekari stigmögnunar. Einungis þá er hægt að stika þá pólitísku leið til friðar; stofnun tveggja ríkja sem búi hlið við hlið við frið og öryggi.“ Aðeins nítján konur ávörpuðu þingið Ísland sækist eftir sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna fyrir tímabilið 2025-2027, en kosning fer fram þann 9. október næstkomandi. Þórdís tók fram í ræðu sinni að Íslands sækist eftir sæti vegna þess að virðing fyrir mannréttindum sé lykilatriði í velmegunarsamfélagi. „Rýr hlutur kvenna meðal framsögumanna á allsherjarþinginu hefur vakið athygli. Þannig var Þórdís Kolbrún ein aðeins nítján kvenna sem ávörpuðu þingið í ár. Í ávarpi sínu kvaðst Þórdís Kolbrún hugsi yfir því hve skammt á leið alþjóðasamfélagið væri í raun komið í jafnréttismálum,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þórdís lagði sérstaka áherslu á réttindi hinsegin fólks í ávarpi sínu. Hún sagði Ísland standa til þess að spyrna gegn afturför mannréttinda hinsegin fólks sem sé nú víða fótum troðin. „Ég get ekki skilið af hverju fólk hefur ekki frelsi til að elska og vera elskað eins og það er. Einstaklingsfrelsi og hamingja ætti aldrei að valda stjórnmálamönnum og stjórnvöldum áhyggjum eða leyfi til að berja á réttindum einstaklinga. Það eru önnur raunveruleg vandamál sem krefjast úrlausnar.“ Sameinuðu þjóðirnar Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fleiri fréttir Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Sjá meira
Þórdís Kolbrún sagði nýrri tækni nú beitt við að grafa undan trausti á lýðræðislegum stofnunum, dreifa tortryggni og ótta og kynda undir örvæntingu og reiði meðal almennings. „Það er verið að grafa undan einstaklingsréttindum sem hafa reynst svo mikilvæg fyrir gangverk lýðræðislegra samfélaga,“ sagði hún og bætti við að mikilvægt væri að vernda málfrelsi einstaklinga en vinna gegn yrkjum eða „bottum“ sem nýttir eru til að grafa undan samfélögum. Talaði fyrir tveggja ríkja lausn Mikið var rætt um innrás Rússlands í Úkraínu á allsherjarþinginu líkt og síðustu ár. Þórdís sakaði rússnesk stjórnvöld um að hafa brotið allar grundvallarreglur stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Það er [Pútín] sem hóf þetta tilgangslausa stríð. Og það er á valdi Kremlar að binda enda á það, og það hvenær sem er, með því að draga herlið sitt til baka af því landsvæði sem er alþjóðlega viðurkennt að tilheyri Úkraínu.“ Þá ræddi hún einnig átökin fyrir botni Miðjarðarhafs og ítrekaði að Ísland hafi fordæmt hryðjuverkaárás Hamas. Hún tók þó fram að brot gegn mannúðarlögum hafi verið framin og að ekkert ríki sé hafið yfir alþjóðalög. Hún sagði ástandið á Gaza vera óviðunandi. „Við skorum enn og aftur á alla aðila að samþykkja tafarlaust vopnahlé og forðast allt það sem getur leitt til frekari stigmögnunar. Einungis þá er hægt að stika þá pólitísku leið til friðar; stofnun tveggja ríkja sem búi hlið við hlið við frið og öryggi.“ Aðeins nítján konur ávörpuðu þingið Ísland sækist eftir sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna fyrir tímabilið 2025-2027, en kosning fer fram þann 9. október næstkomandi. Þórdís tók fram í ræðu sinni að Íslands sækist eftir sæti vegna þess að virðing fyrir mannréttindum sé lykilatriði í velmegunarsamfélagi. „Rýr hlutur kvenna meðal framsögumanna á allsherjarþinginu hefur vakið athygli. Þannig var Þórdís Kolbrún ein aðeins nítján kvenna sem ávörpuðu þingið í ár. Í ávarpi sínu kvaðst Þórdís Kolbrún hugsi yfir því hve skammt á leið alþjóðasamfélagið væri í raun komið í jafnréttismálum,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þórdís lagði sérstaka áherslu á réttindi hinsegin fólks í ávarpi sínu. Hún sagði Ísland standa til þess að spyrna gegn afturför mannréttinda hinsegin fólks sem sé nú víða fótum troðin. „Ég get ekki skilið af hverju fólk hefur ekki frelsi til að elska og vera elskað eins og það er. Einstaklingsfrelsi og hamingja ætti aldrei að valda stjórnmálamönnum og stjórnvöldum áhyggjum eða leyfi til að berja á réttindum einstaklinga. Það eru önnur raunveruleg vandamál sem krefjast úrlausnar.“
Sameinuðu þjóðirnar Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fleiri fréttir Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Sjá meira