Já, af hverju þarf Landsbankinn byggingu á besta stað í bænum? Páll Jakob Líndal skrifar 30. september 2024 07:02 „Hvenær komst þú síðast inn í banka?“ spurði ég Kristínu Ólafsdóttur umsjónarkonu þáttarins Íslands í dag á Stöð 2 þar sem ég var í viðtali nýverið. Í örstutta stund höfðu hlutverk okkar haft endaskipti, þar sem við stóðum í Reykjastræti sunnan Geirsgötu í miðborg Reykjavíkur og horfðum á nýbyggingu Landsbankans. Umrædd nýbygging er vinsælt umræðuefni, líkt og umfangsmikil uppbygging í miðborginni undanfarin ár, sem hefur verið tilefni margvíslegra skoðanaskipta og það ekki að ástæðulausu. Umhverfið hefur jú fjölþætt áhrif á okkur, bæði líkamleg og andleg. Við erum órjúfanlegur hluti af umhverfinu og það órjúfanlegur hluti af okkur. Í stuttu máli skiptir umhverfið okkur máli, jafnvel svo að við gerum okkur ekki alltaf almennilega grein fyrir því. Komandi úr ranni umhverfissálfræðinnar – þeirrar greinar sem fæst við að rannsaka og kortleggja samspil fólks og umhverfis – þótti mér það kærkomið þegar Heimildin og Stöð 2 leituðu nú fyrr í september, eftir áliti mínu á uppbyggingu undanfarinna ára í miðborg Reykjavíkur. Í stuttu máli tel ég að margt hafi heppnast prýðilega en heilt á litið er meginstef mitt á þá leið að ekki hafi nægjanlega verið gætt að manneskjulegum þáttum og sögulegum tengingum. Sálfræðin og sagan hafi að miklu leyti verið sett til hliðar; eðli og athafnir hins almenna borgara og rætur hans í umhverfinu hafi í mörgum tilvikum þótt léttvægt í þessari miklu uppbyggingarhrinu. Ekki líkaði öllum þessi málflutningur minn og var greint frá því að arkitektar hefðu víða risið upp á afturlappirnar. Arkitekt svarar doktor í umhverfissálfræði Í ljósi viðbragða margra arkitekta var það einkar ánægjulegt að sjá fulltrúa þeirra, Birki Ingibjartsson stíga fram í viðtali hjá Kristínu Ólafsdóttir í þættinum Ísland í dag í síðustu viku og skýra sín sjónarmið. Ánægjulegt segi ég því bættur skilningur, samvinna og árangur fæst ekki nema með einhvers konar samtali. Tilfellið er nefnilega að niðurstöður vísindarannsókna hafa sýnt að arkitektar og almenningur hafa ólíkar skoðanir á hönnun og arkitektúr, og munur er á hvernig þessir hópar meta umhverfið. Án þess að fullyrða um orsakir þess, þá er nokkuð gegnumgangandi sjónarmið að þessi munur eigi rætur sínar að rekja til menntunar arkitekta, sem verður til þess að þeir taka að horfa á og vega inn aðrar áherslur en almenningur gerir. Og þetta fannst mér koma býsna skýrt í ljós í viðtalinu við Birki. Í stuttu máli er talið að munurinn liggi í því að almenningur byggir mat sitt mikið til á sjónrænum tilvísunum í umhverfinu, þáttum eins og stíl, lögun, efni og lit, auk þess sem sögulegar vísanir skipta máli. Hinn almenni borgari metur umhverfi sitt því mikið út frá tilfinningalegri upplifun og líkamlegum viðbrögðum sem blandast við eigin reynsluheim - frekar en að lagst sé í ítarlega greiningu á umhverfinu. Á hinn bóginn horfa arkitektar frekar til óræðari tilvísana, s.s. hugmyndafræði, hugrenningartengsla, merkingar og meiningar í hönnun og þá gjarnan í öðru og stundum stærra samhengi. Og eðli málins samkvæmt getur þessi nálgun verið ógreinileg þeim sem ekki þekkja til. Nálgun arkitekta er því kannski ekki svo fjarri nálgun lista manna. Í viðtalinu sagðist Birkir vera mikill aðdáandi Smiðju, nýrrar skrifstofubyggingar Alþingis. Hann sagði hönnun og starfsemi hússins tala að einhverju leyti við umhverfið og það eins og Ráðhúsið myndi skemmtilega tengingu út í hið almenna götulíf. Annað dæmi úr viðtalinu er Pósthússtræti 9, þ.e. byggingin milli Hótel Borgar og gamla Reykjavíkurapóteks, sem Birkir sagði vera eitt af sínum uppáhaldshúsum við Austurvöll, þar sem það myndaði áhugaverða andstæðu við hinar tvær fyrrgreindu byggingar og gæfi þeim aukna vigt. Gott og vel. En þá má spyrja: Hvað finnst almenningi? Hvað finnst hinum almenna leikmanni, sem fer um miðborgina, um þessar byggingar? Upplifir almenningur skemmtileg tengsl Smiðju og Ráðhúss út í hið almenna götulíf? Er Austurvöllur, eitt eftirsóttasta almenningsrými miðborgarinnar, besti staðurinn fyrir andstæðu á borð við Pósthússtræti 9? Finnst almenningi byggingin gefa Reykjavíkurapóteki og Hótel Borg meiri vigt? Eða skapar hún togstreitu í huga fólks og truflar það? Manneskjan og umhverfið Í pistli Magneu Guðmundsdóttur arkitekts í þættinum Víðsjá á Rás 1 um nýja Landsbankahúsið nýverið segir hún m.a.: „[Arkitektúr] er allt umlykjandi, byggingum er beinlínis troðið ofan í kokið á okkur hvert sem við förum.“ Þarna hittir Magnea naglann á höfuðið. Við erum með byggingarnar framan við augun á okkur hvort sem okkur líkar það betur eða verr, þetta er umhverfi okkar og þar við situr. Með hliðsjón af þessu og því að allur almenningur er ekki arkitekt sem horfir á óræðar tilvísanir í umhverfinu, heldur byggir mat sitt á sjónrænum tilvísunum, þá hlýtur það að vera sanngjörn krafa að sjónarmið þess hóps sé hluti af umræðunni, að þau séu vegin inn með sanngjörnum hætti - jafnvel þó arkitektum kunni að finnast þau einföld og yfirborðskennd, líkt og Birkir lét í veðri vaka í umræddu viðtali á Stöð 2. Birkir nefndi að arkitektúr væri mjög margslungið fag og að búa til borg hefði margar víddir. Sem sonur arkitekts og hafandi starfað við skipulagsmál og hönnun um býsna langt skeið þekki ég að arktitektúr er margslungið fag en sömuleiðis veit ég sem starfandi á sviði umhverfissálfræði, að þau fræði eru einnig margslungin. Umhverfissálfræðin, samtalið og samvinnan Manneskjan er gríðarlega flókið viðfangsefni. Upplifun, hegðun, hugsun, tilfinningar, viðhorf, langanir og væntingar eru allt dæmi um mjög margslungna ferla. Og með hliðsjón af því og með allri virðingu fyrir sérþekkingu, reynslu og nálgun arkitekta, er einfaldlega ekki skynsamlegt að afgreiða mat hins almenna borgara á umhverfi sínu sem einfalt og yfirborðskennt. Vissulega er það skilvirkt og að miklu leyti ómeðvitað, en einfalt og yfirborðskennt er það ekki enda afrakstur árþúsunda eða jafnvel milljóna ára þróunar manneskjunnar. Vísindin er skammt á veg komin með að útskýra þessa ferla og meiri þekkingar er þörf. Fyrirliggjandi rannsóknarniðurstöður í umhverfissálfræði gefa þó sterklega til kynna að almenningi líkar hvað best við byggingar sem hafa manneskjulegar og sögulegar tilvísanir hvað varðar t.d. stíl, lögun, stærð, hlutföll og efnisval. Það þýðir að ef hönnun og skipulag umhverfis á að höfða til almennings þarf að taka mið af þessum forsendum, sem og öðrum forsendum auk þess sem rými fyrir faglega framvindu þarf að vera til staðar. Ég er sannfærður um að flestir átta sig á því hvað ég á við með þessum orðum. En ég er ekki bara að beina orðum mínum til arkitekta, heldur einnig til skipulagsyfirvalda, fjármagnseigenda, verktaka og annarra sem koma að verkefnum af þessu tagi. Við þurfum betra samtal, aukna samvinnu, meiri rannsóknir og þekkingu. Ég er sannfærður um að ef fleiri sjónarmið, s.s. upplifun almennings á umhverfinu sínu, hefðu verið vigtuð inn í umræðuna á sínum tíma, hefði hinu nýja, þverstuðlabergsklædda Landsbankahúsi verið fundinn annar staður en á besta stað í miðborg Reykjavíkur. Að lokum vil ég þakka arkitektunum Birki Ingibjartssyni og Magneu Guðmundsdóttur fyrir að stíga fram og viðra sín sjónarmið varðandi miðborgina, sem svo sannarlega eiga að vera hluti af umræðunni. Ég hef tröllatrú á því að hægt sé samþætta ólík sjónarmið mun betur en gert er, og til þess þurfum við að tala. Ekki fara í skotgrafir heldur tala saman, vinna saman. Höfundur er doktor í umhverfissálfræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arkitektúr Landsbankinn Reykjavík Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
„Hvenær komst þú síðast inn í banka?“ spurði ég Kristínu Ólafsdóttur umsjónarkonu þáttarins Íslands í dag á Stöð 2 þar sem ég var í viðtali nýverið. Í örstutta stund höfðu hlutverk okkar haft endaskipti, þar sem við stóðum í Reykjastræti sunnan Geirsgötu í miðborg Reykjavíkur og horfðum á nýbyggingu Landsbankans. Umrædd nýbygging er vinsælt umræðuefni, líkt og umfangsmikil uppbygging í miðborginni undanfarin ár, sem hefur verið tilefni margvíslegra skoðanaskipta og það ekki að ástæðulausu. Umhverfið hefur jú fjölþætt áhrif á okkur, bæði líkamleg og andleg. Við erum órjúfanlegur hluti af umhverfinu og það órjúfanlegur hluti af okkur. Í stuttu máli skiptir umhverfið okkur máli, jafnvel svo að við gerum okkur ekki alltaf almennilega grein fyrir því. Komandi úr ranni umhverfissálfræðinnar – þeirrar greinar sem fæst við að rannsaka og kortleggja samspil fólks og umhverfis – þótti mér það kærkomið þegar Heimildin og Stöð 2 leituðu nú fyrr í september, eftir áliti mínu á uppbyggingu undanfarinna ára í miðborg Reykjavíkur. Í stuttu máli tel ég að margt hafi heppnast prýðilega en heilt á litið er meginstef mitt á þá leið að ekki hafi nægjanlega verið gætt að manneskjulegum þáttum og sögulegum tengingum. Sálfræðin og sagan hafi að miklu leyti verið sett til hliðar; eðli og athafnir hins almenna borgara og rætur hans í umhverfinu hafi í mörgum tilvikum þótt léttvægt í þessari miklu uppbyggingarhrinu. Ekki líkaði öllum þessi málflutningur minn og var greint frá því að arkitektar hefðu víða risið upp á afturlappirnar. Arkitekt svarar doktor í umhverfissálfræði Í ljósi viðbragða margra arkitekta var það einkar ánægjulegt að sjá fulltrúa þeirra, Birki Ingibjartsson stíga fram í viðtali hjá Kristínu Ólafsdóttir í þættinum Ísland í dag í síðustu viku og skýra sín sjónarmið. Ánægjulegt segi ég því bættur skilningur, samvinna og árangur fæst ekki nema með einhvers konar samtali. Tilfellið er nefnilega að niðurstöður vísindarannsókna hafa sýnt að arkitektar og almenningur hafa ólíkar skoðanir á hönnun og arkitektúr, og munur er á hvernig þessir hópar meta umhverfið. Án þess að fullyrða um orsakir þess, þá er nokkuð gegnumgangandi sjónarmið að þessi munur eigi rætur sínar að rekja til menntunar arkitekta, sem verður til þess að þeir taka að horfa á og vega inn aðrar áherslur en almenningur gerir. Og þetta fannst mér koma býsna skýrt í ljós í viðtalinu við Birki. Í stuttu máli er talið að munurinn liggi í því að almenningur byggir mat sitt mikið til á sjónrænum tilvísunum í umhverfinu, þáttum eins og stíl, lögun, efni og lit, auk þess sem sögulegar vísanir skipta máli. Hinn almenni borgari metur umhverfi sitt því mikið út frá tilfinningalegri upplifun og líkamlegum viðbrögðum sem blandast við eigin reynsluheim - frekar en að lagst sé í ítarlega greiningu á umhverfinu. Á hinn bóginn horfa arkitektar frekar til óræðari tilvísana, s.s. hugmyndafræði, hugrenningartengsla, merkingar og meiningar í hönnun og þá gjarnan í öðru og stundum stærra samhengi. Og eðli málins samkvæmt getur þessi nálgun verið ógreinileg þeim sem ekki þekkja til. Nálgun arkitekta er því kannski ekki svo fjarri nálgun lista manna. Í viðtalinu sagðist Birkir vera mikill aðdáandi Smiðju, nýrrar skrifstofubyggingar Alþingis. Hann sagði hönnun og starfsemi hússins tala að einhverju leyti við umhverfið og það eins og Ráðhúsið myndi skemmtilega tengingu út í hið almenna götulíf. Annað dæmi úr viðtalinu er Pósthússtræti 9, þ.e. byggingin milli Hótel Borgar og gamla Reykjavíkurapóteks, sem Birkir sagði vera eitt af sínum uppáhaldshúsum við Austurvöll, þar sem það myndaði áhugaverða andstæðu við hinar tvær fyrrgreindu byggingar og gæfi þeim aukna vigt. Gott og vel. En þá má spyrja: Hvað finnst almenningi? Hvað finnst hinum almenna leikmanni, sem fer um miðborgina, um þessar byggingar? Upplifir almenningur skemmtileg tengsl Smiðju og Ráðhúss út í hið almenna götulíf? Er Austurvöllur, eitt eftirsóttasta almenningsrými miðborgarinnar, besti staðurinn fyrir andstæðu á borð við Pósthússtræti 9? Finnst almenningi byggingin gefa Reykjavíkurapóteki og Hótel Borg meiri vigt? Eða skapar hún togstreitu í huga fólks og truflar það? Manneskjan og umhverfið Í pistli Magneu Guðmundsdóttur arkitekts í þættinum Víðsjá á Rás 1 um nýja Landsbankahúsið nýverið segir hún m.a.: „[Arkitektúr] er allt umlykjandi, byggingum er beinlínis troðið ofan í kokið á okkur hvert sem við förum.“ Þarna hittir Magnea naglann á höfuðið. Við erum með byggingarnar framan við augun á okkur hvort sem okkur líkar það betur eða verr, þetta er umhverfi okkar og þar við situr. Með hliðsjón af þessu og því að allur almenningur er ekki arkitekt sem horfir á óræðar tilvísanir í umhverfinu, heldur byggir mat sitt á sjónrænum tilvísunum, þá hlýtur það að vera sanngjörn krafa að sjónarmið þess hóps sé hluti af umræðunni, að þau séu vegin inn með sanngjörnum hætti - jafnvel þó arkitektum kunni að finnast þau einföld og yfirborðskennd, líkt og Birkir lét í veðri vaka í umræddu viðtali á Stöð 2. Birkir nefndi að arkitektúr væri mjög margslungið fag og að búa til borg hefði margar víddir. Sem sonur arkitekts og hafandi starfað við skipulagsmál og hönnun um býsna langt skeið þekki ég að arktitektúr er margslungið fag en sömuleiðis veit ég sem starfandi á sviði umhverfissálfræði, að þau fræði eru einnig margslungin. Umhverfissálfræðin, samtalið og samvinnan Manneskjan er gríðarlega flókið viðfangsefni. Upplifun, hegðun, hugsun, tilfinningar, viðhorf, langanir og væntingar eru allt dæmi um mjög margslungna ferla. Og með hliðsjón af því og með allri virðingu fyrir sérþekkingu, reynslu og nálgun arkitekta, er einfaldlega ekki skynsamlegt að afgreiða mat hins almenna borgara á umhverfi sínu sem einfalt og yfirborðskennt. Vissulega er það skilvirkt og að miklu leyti ómeðvitað, en einfalt og yfirborðskennt er það ekki enda afrakstur árþúsunda eða jafnvel milljóna ára þróunar manneskjunnar. Vísindin er skammt á veg komin með að útskýra þessa ferla og meiri þekkingar er þörf. Fyrirliggjandi rannsóknarniðurstöður í umhverfissálfræði gefa þó sterklega til kynna að almenningi líkar hvað best við byggingar sem hafa manneskjulegar og sögulegar tilvísanir hvað varðar t.d. stíl, lögun, stærð, hlutföll og efnisval. Það þýðir að ef hönnun og skipulag umhverfis á að höfða til almennings þarf að taka mið af þessum forsendum, sem og öðrum forsendum auk þess sem rými fyrir faglega framvindu þarf að vera til staðar. Ég er sannfærður um að flestir átta sig á því hvað ég á við með þessum orðum. En ég er ekki bara að beina orðum mínum til arkitekta, heldur einnig til skipulagsyfirvalda, fjármagnseigenda, verktaka og annarra sem koma að verkefnum af þessu tagi. Við þurfum betra samtal, aukna samvinnu, meiri rannsóknir og þekkingu. Ég er sannfærður um að ef fleiri sjónarmið, s.s. upplifun almennings á umhverfinu sínu, hefðu verið vigtuð inn í umræðuna á sínum tíma, hefði hinu nýja, þverstuðlabergsklædda Landsbankahúsi verið fundinn annar staður en á besta stað í miðborg Reykjavíkur. Að lokum vil ég þakka arkitektunum Birki Ingibjartssyni og Magneu Guðmundsdóttur fyrir að stíga fram og viðra sín sjónarmið varðandi miðborgina, sem svo sannarlega eiga að vera hluti af umræðunni. Ég hef tröllatrú á því að hægt sé samþætta ólík sjónarmið mun betur en gert er, og til þess þurfum við að tala. Ekki fara í skotgrafir heldur tala saman, vinna saman. Höfundur er doktor í umhverfissálfræði
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun