Mennt er máttur Úlfar Darri Lúthersson skrifar 30. september 2024 08:32 Tilgangur Menntakerfisins er að undirbúa fólk fyrir veruleikann sem bíður þeirra að námi loknu. Það er mikilvægt að tryggja að íslenskt menntakerfi sé í takt við þarfir samtímans og framtíðarinnar. Við í Ungri Framsókn í Kraganum leggjum sérstaka áherslu á nýsköpun, stafræna tækni og félagsfærni í skólastarfi, sem hluta af okkar stefnumótun í menntamálum. Við viljum sjá menntakerfi sem ekki aðeins býr nemendur undir hefðbundin störf heldur gefur þeim verkfæri til að hugsa skapandi, nýta tæknina og tengjast betur samfélaginu. Skapandi og þverfagleg kennsla Ein af lykiláherslum okkar er að innleiða nýsköpunarkennslu í námskrá grunn- og framhaldsskóla. Með því að bæta skapandi og þverfaglegum námskeiðum inn í námskrána gefst nemendum tækifæri til að vinna að raunverulegum verkefnum sem krefjast skapandi hugsunar og lausnaleitar. Aukið val í námi veitir nemendum tækifæri til að efla hæfileika sína, leggja grunn að farsælli framtíð og leggja sitt að mörkum í þróun á samfélaginu. Skapandi greinar verða valfög sem nemendur geta valið, sem ekki aðeins eykur áhuga þeirra á námi heldur tengir saman mismunandi greinar á áhrifaríkan hátt. Með því að tengja bóklegar greinar við skapandi ferla stuðlum við að betri árangri nemenda, bæði faglega og persónulega. Notkun stafrænnar tækni Tækni er bæði nútíðin og framtíðin. Tæknin er komin til að vera og skólasamfélagið þarf að líta á hana sem tól en ekki ógn. Á tímum örra tækniframfara skiptir miklu máli að kennsla taki mið af þeim möguleikum sem tæknin býður upp á. Við viljum sjá aukna nýtingu stafrænnar tækni í kennslu, þar sem nemendur læra að leysa flókin vandamál með skapandi og lausnamiðuðum verkefnum. Forrit og stafræn verkfæri ættu að vera hluti af daglegu skólastarfi, hvort sem er í kennslustofunni eða heima, og stuðla þannig að samfellu í námi og frekara sjálfsnámi nemenda. Tungumálakennsla og fjölbreytileiki Íslenskt samfélag er fjölbreytt og við viljum viðhalda þeim jákvæða þætti samfélagsins. Samskiptahæfni er grunnur velferðar. Íslenska tungumálið ýtir undir velgengni í íslenska kerfinu og efling íslenskukennslu er stór þáttur í því að veita fólki jöfn tækifæri í samfélaginu. Tungumálakunnátta er lykill að alþjóðlegri þátttöku og samkeppnishæfni. Við leggjum áherslu á eflingu tungumálanáms, bæði í íslensku og erlendum tungumálum. Markmiðið er að undirbúa nemendur fyrir alþjóðlegan vinnumarkað, á sama tíma og við varðveitum íslenska tungu og menningu. Stuðningur við nemendur með sérþarfir Jafnrétti til menntunar er grundvallarmál. Við leggjum áherslu á að nemendur með sérþarfir fái þann stuðning sem þeir þurfa til að ná árangri í námi. Með aukinni sérkennslu og einstaklingsmiðaðri námsáætlun viljum við tryggja að allir nemendur geti þroskað hæfileika sína og orðið virkir þátttakendur í samfélaginu. Samstarf við atvinnulífið Tengsl við atvinnulífið eru lykilatriði til að tryggja að menntakerfið mæti þörfum vinnumarkaðarins. Við viljum sjá aukið samstarf milli skóla og fyrirtækja, þar sem nemendur fá tækifæri til vinnustaðanáms og starfsþjálfunar. Slíkt samstarf mun styrkja hæfni nemenda og undirbúa þá betur fyrir framtíðarstörf. Aðgengi að menntun fyrir alla Lykilmarkmið okkar er að tryggja að allir nemendur, óháð bakgrunni eða búsetu, hafi jöfn tækifæri til menntunar. Við viljum auka stuðning við nemendur úr efnaminni fjölskyldum með námsstyrkjum og tryggja betra aðgengi að menntun í dreifbýli. Menntun sem eflir einstaklinginn Við leggjum einnig áherslu á persónulega námsráðgjöf fyrir nemendur, þar sem stuðningur og leiðbeiningar geta gert þeim kleift að finna réttu námsleiðina. Einnig viljum við efla félagsfærni og samskipti nemenda í gegnum tómstundastarf og að skapa jákvætt skólaumhverfi þar sem geðheilsa og vellíðan eru í forgrunni. Með þessum aðgerðum tryggjum við að menntakerfið verði framtíðarvænt, fjölbreytt og aðgengilegt öllum. Við í Ungri Framsókn í Kraganum trúum því að með öflugri menntun verði til öflugra samfélag. Við í Ungri Framsókn í Kraganum hvetjum alla sem hafa áhuga á að taka þátt í starfiokkar að hafa samband við okkur á samfélagsmiðlum Höfundur er varaformaður ung Framsókn í Kraganum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Tilgangur Menntakerfisins er að undirbúa fólk fyrir veruleikann sem bíður þeirra að námi loknu. Það er mikilvægt að tryggja að íslenskt menntakerfi sé í takt við þarfir samtímans og framtíðarinnar. Við í Ungri Framsókn í Kraganum leggjum sérstaka áherslu á nýsköpun, stafræna tækni og félagsfærni í skólastarfi, sem hluta af okkar stefnumótun í menntamálum. Við viljum sjá menntakerfi sem ekki aðeins býr nemendur undir hefðbundin störf heldur gefur þeim verkfæri til að hugsa skapandi, nýta tæknina og tengjast betur samfélaginu. Skapandi og þverfagleg kennsla Ein af lykiláherslum okkar er að innleiða nýsköpunarkennslu í námskrá grunn- og framhaldsskóla. Með því að bæta skapandi og þverfaglegum námskeiðum inn í námskrána gefst nemendum tækifæri til að vinna að raunverulegum verkefnum sem krefjast skapandi hugsunar og lausnaleitar. Aukið val í námi veitir nemendum tækifæri til að efla hæfileika sína, leggja grunn að farsælli framtíð og leggja sitt að mörkum í þróun á samfélaginu. Skapandi greinar verða valfög sem nemendur geta valið, sem ekki aðeins eykur áhuga þeirra á námi heldur tengir saman mismunandi greinar á áhrifaríkan hátt. Með því að tengja bóklegar greinar við skapandi ferla stuðlum við að betri árangri nemenda, bæði faglega og persónulega. Notkun stafrænnar tækni Tækni er bæði nútíðin og framtíðin. Tæknin er komin til að vera og skólasamfélagið þarf að líta á hana sem tól en ekki ógn. Á tímum örra tækniframfara skiptir miklu máli að kennsla taki mið af þeim möguleikum sem tæknin býður upp á. Við viljum sjá aukna nýtingu stafrænnar tækni í kennslu, þar sem nemendur læra að leysa flókin vandamál með skapandi og lausnamiðuðum verkefnum. Forrit og stafræn verkfæri ættu að vera hluti af daglegu skólastarfi, hvort sem er í kennslustofunni eða heima, og stuðla þannig að samfellu í námi og frekara sjálfsnámi nemenda. Tungumálakennsla og fjölbreytileiki Íslenskt samfélag er fjölbreytt og við viljum viðhalda þeim jákvæða þætti samfélagsins. Samskiptahæfni er grunnur velferðar. Íslenska tungumálið ýtir undir velgengni í íslenska kerfinu og efling íslenskukennslu er stór þáttur í því að veita fólki jöfn tækifæri í samfélaginu. Tungumálakunnátta er lykill að alþjóðlegri þátttöku og samkeppnishæfni. Við leggjum áherslu á eflingu tungumálanáms, bæði í íslensku og erlendum tungumálum. Markmiðið er að undirbúa nemendur fyrir alþjóðlegan vinnumarkað, á sama tíma og við varðveitum íslenska tungu og menningu. Stuðningur við nemendur með sérþarfir Jafnrétti til menntunar er grundvallarmál. Við leggjum áherslu á að nemendur með sérþarfir fái þann stuðning sem þeir þurfa til að ná árangri í námi. Með aukinni sérkennslu og einstaklingsmiðaðri námsáætlun viljum við tryggja að allir nemendur geti þroskað hæfileika sína og orðið virkir þátttakendur í samfélaginu. Samstarf við atvinnulífið Tengsl við atvinnulífið eru lykilatriði til að tryggja að menntakerfið mæti þörfum vinnumarkaðarins. Við viljum sjá aukið samstarf milli skóla og fyrirtækja, þar sem nemendur fá tækifæri til vinnustaðanáms og starfsþjálfunar. Slíkt samstarf mun styrkja hæfni nemenda og undirbúa þá betur fyrir framtíðarstörf. Aðgengi að menntun fyrir alla Lykilmarkmið okkar er að tryggja að allir nemendur, óháð bakgrunni eða búsetu, hafi jöfn tækifæri til menntunar. Við viljum auka stuðning við nemendur úr efnaminni fjölskyldum með námsstyrkjum og tryggja betra aðgengi að menntun í dreifbýli. Menntun sem eflir einstaklinginn Við leggjum einnig áherslu á persónulega námsráðgjöf fyrir nemendur, þar sem stuðningur og leiðbeiningar geta gert þeim kleift að finna réttu námsleiðina. Einnig viljum við efla félagsfærni og samskipti nemenda í gegnum tómstundastarf og að skapa jákvætt skólaumhverfi þar sem geðheilsa og vellíðan eru í forgrunni. Með þessum aðgerðum tryggjum við að menntakerfið verði framtíðarvænt, fjölbreytt og aðgengilegt öllum. Við í Ungri Framsókn í Kraganum trúum því að með öflugri menntun verði til öflugra samfélag. Við í Ungri Framsókn í Kraganum hvetjum alla sem hafa áhuga á að taka þátt í starfiokkar að hafa samband við okkur á samfélagsmiðlum Höfundur er varaformaður ung Framsókn í Kraganum.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun