Ríkiseftirlit með öllum börnum Þorlákur Axel Jónsson skrifar 1. október 2024 22:01 Frjálst fólk á ekki að vera undir stöðugu eftirliti ríkisins. Það á að geta lifað lífi sínu í samfélagi með öðru fólki án þess að athafnir þess, skoðanir eða eiginleikar séu skráð hjá einhverri ríkisstofnun. Sem betur fer tryggja stjórnarskráin og landslög frelsi okkar undan slíku eftirliti enda engin þörf á því í lýðræðissamfélagi okkar. Eða hvað segir ráðherrann Ásmundur Einar Daðason um það? Ríki og sveitarfélög hafa kynnt áform um allsherjar eftirlit með öllum börnum og unglingum. Fylgst verður með frá blautu barnsbeini hvernig andlegum og félagslegum þroska þeirra vindur fram þangað til þau verða sjálfráða, hvort eitthvað fer úrskeiðis að mati ríkisvaldsins og hvernig beri að bregðast við slíkum frávikum. Verkefnið hefur fengið kvenkyns nafn úr goðafræðinni eins og til að ljá því lögmæti með því að tengja það menningarverðmætum þjóðarinnar. Ekki aðeins á að fylgjast með máltöku, námi, læsi og þroska, heldur líka áhugamálum, kynhneigðum, kynhegðun, sjúkdómum barna og unglinga, vímuefnaneyslu og afbrotum. Ætlunin er að tengja hverskyns skráningu ríkisstofnana í eina skrá. Hið alsjáandi auga ríkisvaldsins. Allt er þetta gert á grunni þess sem kalla má læknisfræðilega og verkfræðilega nálgun á skólastarf. Sú sýn ríður nú húsum í umræðu um skólamál. Litið er á nemendur sem sjúklinga (vegna niðurstaðna PISA 2022) og til þess að þeim batni þarf að reikna út hvert inngripið eigi að vera og sálfræðilegar mælingar eiga að sjá um þá útreikninga. Hvað verður um upplýsingarnar þegar móðurinn rennur af því ágæta fólki sem nú ætlar sér að stýra skólastarfi með tölum? Verða þær dregnar fram við nýjar aðstæður og hvert verður þeim miðlað í nafni þess „hindrunarleysis“ sem verkefnið gerir ráð fyrir? Vandi við umræðu um ríkiseftirlitið er að öll eru áformin klædd í orðræðu framsækinnar uppeldisfræði, líka þau sem eru eitthvað allt annað. Talað er um inngildandi menntun þar sem einmitt virðist eiga að endurvekja þá sýn og þá starfshætti sem hugmyndin um skóla fyrir alla var ætlað að afnema. Nýtal af þessu tagi einkennir hugmyndir um allsherjar eftirlit með öllum börnum og unglingum. Líklegt þykir mér að margt af þessum áformum séu beinlínis ólögleg og því verði ekkert af þeim. Óheimilt er að tengja gagnaskrár mismunandi stofnana, stofnanir mega ekki dreifa upplýsingum um allar þorpagrundir, óheimilt er að yfirheyra börn um viðkvæm mál nema með upplýstu samþykki foreldra. Áhugamönnum er óheimilt er að halda sjúkraskrár, líka þeim sem vinna hjá hinu opinbera. Ég efast um að við verðum frjáls með því að gefa ríkisvaldinu allar upplýsingar um okkur og börnin okkar. Ríkiseftirlit tryggir ekki frjálsu fólki farsæld, það verður sjálft að vinna að henni með samfélagi sínu. Höfundur er aðjúnkt við Háskólann á Akureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Sjá meira
Frjálst fólk á ekki að vera undir stöðugu eftirliti ríkisins. Það á að geta lifað lífi sínu í samfélagi með öðru fólki án þess að athafnir þess, skoðanir eða eiginleikar séu skráð hjá einhverri ríkisstofnun. Sem betur fer tryggja stjórnarskráin og landslög frelsi okkar undan slíku eftirliti enda engin þörf á því í lýðræðissamfélagi okkar. Eða hvað segir ráðherrann Ásmundur Einar Daðason um það? Ríki og sveitarfélög hafa kynnt áform um allsherjar eftirlit með öllum börnum og unglingum. Fylgst verður með frá blautu barnsbeini hvernig andlegum og félagslegum þroska þeirra vindur fram þangað til þau verða sjálfráða, hvort eitthvað fer úrskeiðis að mati ríkisvaldsins og hvernig beri að bregðast við slíkum frávikum. Verkefnið hefur fengið kvenkyns nafn úr goðafræðinni eins og til að ljá því lögmæti með því að tengja það menningarverðmætum þjóðarinnar. Ekki aðeins á að fylgjast með máltöku, námi, læsi og þroska, heldur líka áhugamálum, kynhneigðum, kynhegðun, sjúkdómum barna og unglinga, vímuefnaneyslu og afbrotum. Ætlunin er að tengja hverskyns skráningu ríkisstofnana í eina skrá. Hið alsjáandi auga ríkisvaldsins. Allt er þetta gert á grunni þess sem kalla má læknisfræðilega og verkfræðilega nálgun á skólastarf. Sú sýn ríður nú húsum í umræðu um skólamál. Litið er á nemendur sem sjúklinga (vegna niðurstaðna PISA 2022) og til þess að þeim batni þarf að reikna út hvert inngripið eigi að vera og sálfræðilegar mælingar eiga að sjá um þá útreikninga. Hvað verður um upplýsingarnar þegar móðurinn rennur af því ágæta fólki sem nú ætlar sér að stýra skólastarfi með tölum? Verða þær dregnar fram við nýjar aðstæður og hvert verður þeim miðlað í nafni þess „hindrunarleysis“ sem verkefnið gerir ráð fyrir? Vandi við umræðu um ríkiseftirlitið er að öll eru áformin klædd í orðræðu framsækinnar uppeldisfræði, líka þau sem eru eitthvað allt annað. Talað er um inngildandi menntun þar sem einmitt virðist eiga að endurvekja þá sýn og þá starfshætti sem hugmyndin um skóla fyrir alla var ætlað að afnema. Nýtal af þessu tagi einkennir hugmyndir um allsherjar eftirlit með öllum börnum og unglingum. Líklegt þykir mér að margt af þessum áformum séu beinlínis ólögleg og því verði ekkert af þeim. Óheimilt er að tengja gagnaskrár mismunandi stofnana, stofnanir mega ekki dreifa upplýsingum um allar þorpagrundir, óheimilt er að yfirheyra börn um viðkvæm mál nema með upplýstu samþykki foreldra. Áhugamönnum er óheimilt er að halda sjúkraskrár, líka þeim sem vinna hjá hinu opinbera. Ég efast um að við verðum frjáls með því að gefa ríkisvaldinu allar upplýsingar um okkur og börnin okkar. Ríkiseftirlit tryggir ekki frjálsu fólki farsæld, það verður sjálft að vinna að henni með samfélagi sínu. Höfundur er aðjúnkt við Háskólann á Akureyri
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar