Þreytt dæmi Fjóla Blandon skrifar 1. október 2024 23:02 Ísland er gífurlega vinsæll ferðamannastaður og hefur verið lengi. Skiljanlega hafa landsmenn og stjórnvöld reynt að hamra það járn meðan heitt er. Ferðamennskan býður upp á fjöldann allan af tækifærum og fátt er skemmtilegra en að fá að deila fallega landinu okkar og menningu með öðrum þjóðum. Þó er aldrei svo djúpur brunnur að ei verði upp ausinn og er ferðamannastraumurinn orðinn fullmikill. Því miður er staðan í dag algjörlega komin út fyrir sæmileg mörk og finnst mér stjórnvöld og stórrisar í ferðamennsku hafa gleymt sér í græðginni. Það verður að viðurkennast að staðan hér á landi með óheftum ágangi ferðamanna er ansi lýjandi. Fylgir hér því þreytandi listi sem tengist áhrifum ferðamannaiðnaðarins eins og hann er í dag: Ég er þreytt á að víla fyrir mér að ferðast um landið mitt því Hringvegurinn er ókeyrandi vegna brjálaðrar umferðar. Ég verð þreytt við tilhugsunina um vörubílstjóra, þar sem vinnudagurinn hefur lengst um 1-2 tíma vegna umferðar, eða hreinlega færst yfir á óguðlegan, ófjölskylduvænan tíma til að sleppa undan téðri umferð. Ég er þreytt á að nauðhemla á þjóðveginum af því að ferðamaður lagði á miðjum vegi til að taka myndir af hestum eða norðurljósum. Ég verð þreytt við tilhugsunina um vegavinnumenn, sem hafa ekki undan við að gera við vegi landsins sem eru undir gífurlegu álagi vegna tíðra rútuferða og bílaleigubíla. Ég verð þreytt við tilhugsunina um heilbrigðisstarfsfólk, sem ætlast er til að hlaupi hraðar og lifi á þakklætinu þegar kemur að auknu álagi á kerfið með sístækkandi straumi ferðamanna. Ég verð þreytt við tilhugsunina um björgunarsveitarfólk, sem fær alloft beiðnir um að bjarga ferðafólki sem er vanbúið fyrir íslenskar aðstæður. Ég er þreytt á að sjá ekki náttúruperlurnar mínar fyrir litskrúðugum úlpum, löngum röðum og fjöldanum öllum af rútum. Ég er þreytt á að sjá ásýnd heilu þéttbýlanna hverfa vegna ferkantaðra, stórra hótela. Ég er þreytt á að geta ekki keyrt í gegnum sveitir landsins án þess að keyra fram hjá ferðamannagistingu af einhverju tagi á 2km fresti. Ég er þreytt á því að stjórnvöld loki augunum fyrir tækifærum til að auka sjálfbærni Íslands með meiri stuðningi við starfsgreinar sem tengjast ekki ferðamennsku. Ég er þreytt á að hagnaðurinn sem hlýst af ferðamönnum fer í vasann á nokkrum vel völdum, frekar en að hann sé nýttur í bættar, umhverfisvænni samgöngur og betra heilbrigðiskerfi. Ég er þreytt á að stjórnvöld ætlist til að allir taki þátt í ferðamannaiðnaðinum með beinum eða óbeinum hætti. Ég er þreytt á að sjá ungt fólk ströggla á fasteignamarkaði þar sem verðið er stjarnfræðilega hátt vegna ferðamannaleiguíbúða. Ég er þreytt á að sjá stjórnvöld tala um mikilvægi þess að hlúa að íslenskri tungu en kippa sér svo ekkert við skilti, matseðla, vörumerki og auglýsingar íslenskra fyrirtækja á ensku. Ég er þreytt á að sjá íslenskum heitum á vörumerkjum breytt í erlend til að auðvelda ferðamönnum að versla. Ég er þreytt á að upplýsingaskilti séu á ensku fyrst og íslensku síðast (ef íslenskan er höfð með yfir höfuð). Ég er þreytt á að þurfa að biðja um matseðil á íslensku. Ég er þreytt á að litið sé á sveitir landsins sem ferðamannastað, frekar en vinnustað fólksins sem þar býr. Ég er þreytt á að viðhorf mitt til ferðamanna, sem áður var jákvætt sé orðið að mestu neikvætt. Rót ferðamennsku felst í því að heimsækja staði sem þú dáist að eða hefur áhuga á, og ég er almennt stolt af því að Ísland sé slíkur staður. Ég er þreytt á að búa í landi sem er áfangastaður ferðamanna fyrst, og heimili þjóðar síðast. Höfundur tekur lýsi, D-vítamín og sefur að meðaltali 8 klukkutíma á hverri nóttu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Ísland er gífurlega vinsæll ferðamannastaður og hefur verið lengi. Skiljanlega hafa landsmenn og stjórnvöld reynt að hamra það járn meðan heitt er. Ferðamennskan býður upp á fjöldann allan af tækifærum og fátt er skemmtilegra en að fá að deila fallega landinu okkar og menningu með öðrum þjóðum. Þó er aldrei svo djúpur brunnur að ei verði upp ausinn og er ferðamannastraumurinn orðinn fullmikill. Því miður er staðan í dag algjörlega komin út fyrir sæmileg mörk og finnst mér stjórnvöld og stórrisar í ferðamennsku hafa gleymt sér í græðginni. Það verður að viðurkennast að staðan hér á landi með óheftum ágangi ferðamanna er ansi lýjandi. Fylgir hér því þreytandi listi sem tengist áhrifum ferðamannaiðnaðarins eins og hann er í dag: Ég er þreytt á að víla fyrir mér að ferðast um landið mitt því Hringvegurinn er ókeyrandi vegna brjálaðrar umferðar. Ég verð þreytt við tilhugsunina um vörubílstjóra, þar sem vinnudagurinn hefur lengst um 1-2 tíma vegna umferðar, eða hreinlega færst yfir á óguðlegan, ófjölskylduvænan tíma til að sleppa undan téðri umferð. Ég er þreytt á að nauðhemla á þjóðveginum af því að ferðamaður lagði á miðjum vegi til að taka myndir af hestum eða norðurljósum. Ég verð þreytt við tilhugsunina um vegavinnumenn, sem hafa ekki undan við að gera við vegi landsins sem eru undir gífurlegu álagi vegna tíðra rútuferða og bílaleigubíla. Ég verð þreytt við tilhugsunina um heilbrigðisstarfsfólk, sem ætlast er til að hlaupi hraðar og lifi á þakklætinu þegar kemur að auknu álagi á kerfið með sístækkandi straumi ferðamanna. Ég verð þreytt við tilhugsunina um björgunarsveitarfólk, sem fær alloft beiðnir um að bjarga ferðafólki sem er vanbúið fyrir íslenskar aðstæður. Ég er þreytt á að sjá ekki náttúruperlurnar mínar fyrir litskrúðugum úlpum, löngum röðum og fjöldanum öllum af rútum. Ég er þreytt á að sjá ásýnd heilu þéttbýlanna hverfa vegna ferkantaðra, stórra hótela. Ég er þreytt á að geta ekki keyrt í gegnum sveitir landsins án þess að keyra fram hjá ferðamannagistingu af einhverju tagi á 2km fresti. Ég er þreytt á því að stjórnvöld loki augunum fyrir tækifærum til að auka sjálfbærni Íslands með meiri stuðningi við starfsgreinar sem tengjast ekki ferðamennsku. Ég er þreytt á að hagnaðurinn sem hlýst af ferðamönnum fer í vasann á nokkrum vel völdum, frekar en að hann sé nýttur í bættar, umhverfisvænni samgöngur og betra heilbrigðiskerfi. Ég er þreytt á að stjórnvöld ætlist til að allir taki þátt í ferðamannaiðnaðinum með beinum eða óbeinum hætti. Ég er þreytt á að sjá ungt fólk ströggla á fasteignamarkaði þar sem verðið er stjarnfræðilega hátt vegna ferðamannaleiguíbúða. Ég er þreytt á að sjá stjórnvöld tala um mikilvægi þess að hlúa að íslenskri tungu en kippa sér svo ekkert við skilti, matseðla, vörumerki og auglýsingar íslenskra fyrirtækja á ensku. Ég er þreytt á að sjá íslenskum heitum á vörumerkjum breytt í erlend til að auðvelda ferðamönnum að versla. Ég er þreytt á að upplýsingaskilti séu á ensku fyrst og íslensku síðast (ef íslenskan er höfð með yfir höfuð). Ég er þreytt á að þurfa að biðja um matseðil á íslensku. Ég er þreytt á að litið sé á sveitir landsins sem ferðamannastað, frekar en vinnustað fólksins sem þar býr. Ég er þreytt á að viðhorf mitt til ferðamanna, sem áður var jákvætt sé orðið að mestu neikvætt. Rót ferðamennsku felst í því að heimsækja staði sem þú dáist að eða hefur áhuga á, og ég er almennt stolt af því að Ísland sé slíkur staður. Ég er þreytt á að búa í landi sem er áfangastaður ferðamanna fyrst, og heimili þjóðar síðast. Höfundur tekur lýsi, D-vítamín og sefur að meðaltali 8 klukkutíma á hverri nóttu
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar