Ljúfsár hinsta heimsókn í Blóðbankann Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. október 2024 11:13 Aðalsteinn Sigfússon gaf í morgun blóðflögur í hinsta sinn. Sonur hans Sigfús, sem gaf blóðflögur í morgun föður sínum til samlætis, sést í bakgrunni. Systkin hans Hákon og Guðrún létu einnig til sín taka. Vísir/Sigurjón Maður sem gaf blóð í síðasta sinn með viðhöfn í morgun segir blendnar tilfinningar fylgja hinstu blóðgjöfinni, sem jafnframt er númer 250 á ferlinum. Formaður Blóðgjafafélagsins hefur áhyggjur af ítrekuðum neyðarköllum frá Blóðbankanum og hvetur fólk að skrá sig til leiks, sérstaklega konur. Aðalsteinn Sigfússon hefur verið ötull blóðgjafi í fimmtíu ár. Hann varð nýverið sjötugur, og þrátt fyrir að vera afar heilsuhraustur, þarf hann nú að láta af blóðgjöf vegna aldurs. Það voru því tímamót í Blóðbankanum í morgun, þegar Aðalsteinn mætti ásamt börnum sínum til að gefa blóð í hinsta sinn. „Hún er svona blendin þessi tilfinning. 250 skipti, er ekki komið nóg? Jú, ég held það megi alveg segja það og ég er bara glaður að hafa haft tækifæri til að gera þetta, haft heilbrigði til þess og getað lagt mitt að liði, fyrir fólk, fyrir heilbrigðiskerfið,“ sagði Aðalsteinn þar sem hann sat í rólegheitum að gefa blóðflögur í morgun. Hann bindur vonir við að börnin hans, Hákon, Sigfús og Guðrún, taki við keflinu og hvetur jafnframt alla til að skrá sig sem blóðgjafa, hafi þeir tök á. Ítrekuð neyðarköll áhyggjuefni Undir þetta tekur Davíð Stefán Guðmundsson formaður Blóðgjafafélags Íslands. Þrjú þúsund nýja blóðgjafa þurfi á ári, markmið sem erfiðlega gengur að uppfylla. „Því miður erum við að sjá endurtekin neyðarköll frá blóðbankanun, þar sem óskað er eftir nýjum blóðbönkum og blóðgjöfum. Og það er áhyggjuefni fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi í heild sinni,“ segir Davíð. Davíð ráðleggur nýjum blóðgjöfum að vera úthvíldir áður en þeir mæta í gjöf, borða morgunmat og drekka nóg af vatni. „Fólk hefur komið fimm sinnum og þá yfirleitt er þetta orðið að rútínu og við viljum endilega fá sem mest af ungu fólki, og sérstaklega konur. Það hallar á konur í hópi blóðgjafa,“ segir Davíð Stefán Guðmundsson formaður Blóðgjafafélagsins. Sýnt verður frá tímamótum morgunsins í Blóðbankanum og nánar rætt við Aðalstein og börnin hans þrjú í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Heilbrigðismál Blóðgjöf Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Aðalsteinn Sigfússon hefur verið ötull blóðgjafi í fimmtíu ár. Hann varð nýverið sjötugur, og þrátt fyrir að vera afar heilsuhraustur, þarf hann nú að láta af blóðgjöf vegna aldurs. Það voru því tímamót í Blóðbankanum í morgun, þegar Aðalsteinn mætti ásamt börnum sínum til að gefa blóð í hinsta sinn. „Hún er svona blendin þessi tilfinning. 250 skipti, er ekki komið nóg? Jú, ég held það megi alveg segja það og ég er bara glaður að hafa haft tækifæri til að gera þetta, haft heilbrigði til þess og getað lagt mitt að liði, fyrir fólk, fyrir heilbrigðiskerfið,“ sagði Aðalsteinn þar sem hann sat í rólegheitum að gefa blóðflögur í morgun. Hann bindur vonir við að börnin hans, Hákon, Sigfús og Guðrún, taki við keflinu og hvetur jafnframt alla til að skrá sig sem blóðgjafa, hafi þeir tök á. Ítrekuð neyðarköll áhyggjuefni Undir þetta tekur Davíð Stefán Guðmundsson formaður Blóðgjafafélags Íslands. Þrjú þúsund nýja blóðgjafa þurfi á ári, markmið sem erfiðlega gengur að uppfylla. „Því miður erum við að sjá endurtekin neyðarköll frá blóðbankanun, þar sem óskað er eftir nýjum blóðbönkum og blóðgjöfum. Og það er áhyggjuefni fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi í heild sinni,“ segir Davíð. Davíð ráðleggur nýjum blóðgjöfum að vera úthvíldir áður en þeir mæta í gjöf, borða morgunmat og drekka nóg af vatni. „Fólk hefur komið fimm sinnum og þá yfirleitt er þetta orðið að rútínu og við viljum endilega fá sem mest af ungu fólki, og sérstaklega konur. Það hallar á konur í hópi blóðgjafa,“ segir Davíð Stefán Guðmundsson formaður Blóðgjafafélagsins. Sýnt verður frá tímamótum morgunsins í Blóðbankanum og nánar rætt við Aðalstein og börnin hans þrjú í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Heilbrigðismál Blóðgjöf Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira