„Við erum ekki komin á húrrandi ferð niður Esjuna“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. október 2024 18:31 jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka, Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/Hjalti Seðlabankinn lækkaði stýrivexti í fyrsta skipti í fjögur ár í morgun, um 0,25 prósentur. Varaseðlabankastjóri segir að við séum þó ekki komin á húrrandi ferð niður Esjuna. Hagkerfið verði að hægja meira á sér eigi þróunin að halda áfram niður á við. Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentstig í morgun en þeir höfðu fyrir þann tíma verið óbreyttir í rúmt ár. Þá er þetta í fyrsta skipti síðan 2020 sem bankinn ákveður að lækka vexti. Stýrivextir standa nú í 9 prósentum. Helvíti háir vextir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir merki um að hagkerfið sé að kólna. „Við erum að sjá hagkerfið hægja verulega á sér, við erum að sjá minni þenslu og verðbólgu minnka. Þannig að við teljum að þetta sé að ganga í rétta átt. Við erum náttúrulega búin að halda uppi verulegu vaxtaaðhaldi í rúmlega ár og það er að skila sér,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri lýsti einmitt stýrivöxtunum undanfarið svona á fundi peningastefnunefndar í morgun. „Getum við ekki verið sammála um að þetta séu helvíti háir vextir,“ sagði Ásgeir. Varfærið skref Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri varaði þó við of mikilli bjartsýni. „Það er rétt að ítreka það að nefndin er að taka varfærið skref. Það er alls ekki gefið að það verði vaxtalækkun á næsta fundi. Það fer algjörlega eftir því sem gerist milli funda. Við erum ekki kominn á húrrandi ferð niður Esjuna,“ sagði Rannveig. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir ljóst að Peningastefnunefnd hafi ekki verið einhuga í ákvörðun sinni. Hann telur þó að vaxtalækkunarferli bankans sé hafið. „Ég held að þessi orð Rannveigar endurspegli skoðanaskipti innan nefndarinnar. Við teljum þó að ferlið sé komið af stað. Gangi verðbólgan niður eins og við og Seðlabankinn er að spá og hægi áfram á efnahagsumsvifum þá eru meiri líkur en minni að við fáum aftur vaxtalækkun í nóvember,“ segir Jón. Verðbólga hefur að stórum hluta verið drifin áfram af hækkunum á fasteignamarkaði. Ásgeir telur merki um að hann sé að hægja á sér. „Um leið og hagkerfið hægir á sér, þessi mikla vinnuaflseftirspurn hættir að draga fólk til landsins og hærri vextir leiða til þess að það hægir á fasteignamarkaðnum þá má búast við hann fari leggja sitt að mörkum til verðstöðugleika,“ segir Ásgeir. Fólki er létt Hlutabréfamarkaður tók tíðindunum vel í dag. „Það er greinilega að fólki á mörkuðum er létt eins og reyndar flestum,“ segir Jón Bjarki Bentsson. Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Íslandsbanki Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentstig í morgun en þeir höfðu fyrir þann tíma verið óbreyttir í rúmt ár. Þá er þetta í fyrsta skipti síðan 2020 sem bankinn ákveður að lækka vexti. Stýrivextir standa nú í 9 prósentum. Helvíti háir vextir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir merki um að hagkerfið sé að kólna. „Við erum að sjá hagkerfið hægja verulega á sér, við erum að sjá minni þenslu og verðbólgu minnka. Þannig að við teljum að þetta sé að ganga í rétta átt. Við erum náttúrulega búin að halda uppi verulegu vaxtaaðhaldi í rúmlega ár og það er að skila sér,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri lýsti einmitt stýrivöxtunum undanfarið svona á fundi peningastefnunefndar í morgun. „Getum við ekki verið sammála um að þetta séu helvíti háir vextir,“ sagði Ásgeir. Varfærið skref Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri varaði þó við of mikilli bjartsýni. „Það er rétt að ítreka það að nefndin er að taka varfærið skref. Það er alls ekki gefið að það verði vaxtalækkun á næsta fundi. Það fer algjörlega eftir því sem gerist milli funda. Við erum ekki kominn á húrrandi ferð niður Esjuna,“ sagði Rannveig. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir ljóst að Peningastefnunefnd hafi ekki verið einhuga í ákvörðun sinni. Hann telur þó að vaxtalækkunarferli bankans sé hafið. „Ég held að þessi orð Rannveigar endurspegli skoðanaskipti innan nefndarinnar. Við teljum þó að ferlið sé komið af stað. Gangi verðbólgan niður eins og við og Seðlabankinn er að spá og hægi áfram á efnahagsumsvifum þá eru meiri líkur en minni að við fáum aftur vaxtalækkun í nóvember,“ segir Jón. Verðbólga hefur að stórum hluta verið drifin áfram af hækkunum á fasteignamarkaði. Ásgeir telur merki um að hann sé að hægja á sér. „Um leið og hagkerfið hægir á sér, þessi mikla vinnuaflseftirspurn hættir að draga fólk til landsins og hærri vextir leiða til þess að það hægir á fasteignamarkaðnum þá má búast við hann fari leggja sitt að mörkum til verðstöðugleika,“ segir Ásgeir. Fólki er létt Hlutabréfamarkaður tók tíðindunum vel í dag. „Það er greinilega að fólki á mörkuðum er létt eins og reyndar flestum,“ segir Jón Bjarki Bentsson.
Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Íslandsbanki Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira