Innlent

„Þetta verður góð saga þegar hún verður sögð“

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar vísir/arnar

„Við erum enn hér við kjaraviðræður. Við sjáum mögulega til enda í þessu. Við erum ekki búin en það hefur verið góður gangur í þessu í dag. Við vitum ekkert hvenær fundi lýkur í kvöld. Við erum tilbúin að vera hér áfram, þangað til að ríkissáttasemjari ákveður að við megum fara heim.“ 

Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um framgang mála á fundi samninganefndar Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV). Hún reiknar með því að komist verði að niðurstöðu fljótlega. Samningsnefndir hafa setið á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara frá því snemma í morgun.

Í gær sagði Sólveig í samtali við Vísi að lítið hafi gerst í viðræðunum hingað til en svo virðist sem að eitthvað hafi orðið til þess að viðræðurnar fóru að ganga í morgun þó að Sólveig geti ekki sagt að svo stöddu hvað það hafi verið.

„Loksins í morgun fóru hlutirnir að gerast og það hefur haldið áfram að ganga vel í dag. Ég ætla ekki að ræða það sem hefur gerst akkúrat núna en þetta verður góð saga þegar hún verður sögð.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×