Teitur í Ljónagryfjunni: „Eitthvað við húsið og söguna sem náði því besta úr mönnum“ Aron Guðmundsson skrifar 3. október 2024 09:29 Teitur Örlygsson í Ljónagryfjunni sem er honum og öðrum Njarðvíkingum afar kær. Það er hér sem margt af fremsta körfuboltafólki Íslands hefur alist upp. Nú hefur verið opnað á nýjan kafla í sögu körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Framundan tímar í nýju og glæsilegu íþróttahúsi. Síðasta keppnisleiknum í Ljónagryfjunni er lokið. Vísir/Sigurjón Ólason Ljónagryfjan. Íþróttahúsið sem hefur reynst Njarðvíkingum svo vel. Hefur verið formlega kvatt með síðasta keppnisleiknum í húsinu. Körfuboltagoðsögnin Teitur Örlygsson er einn þeirra sem hefur alist upp í húsinu. Upplifað þar stórar gleðistundir. En einnig þung töp. Við fengum hann til þess að leiða okkur í gegnum Ljónagryfjuna og segja frá sögu hennar. Það var einhvern veginn við hæfi að Njarðvíkingar skildu hafa kvatt Ljónagryfjuna með sigri. Það gerði kvennalið körfuknattleiksdeildarinnar í leik gegn Njarðvík í fyrstu umferð Bónus deildar kvenna á þriðjudagskvöldið síðastliðið. Framundan nýjir tímar. Nýr kafli til að verða ritaður í sögu körfuknattleiksdeildarinnar í nýju og glæsilegu íþróttahúsi í Stapaskóla. Á síðasta leikdeginum í Ljónagryfjunni hittum við á Teit Örlygsson og fengum hann til þess að fara með okkur í gegnum húsið og um leið rifja upp gamla tíma. Innslagið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Teitur er einn sigursælasti körfuboltamaður okkar Íslendinga og sem leikmaður Njarðvíkur varð hann tíu sinnum Íslandsmeistari og var fjórum sinnum valinn besti maður efstu deildar. „Það eru eiginlega bara akkúrat fimmtíu ár síðan. Hálf öld síðan að maður hérna sem polli að sprikla,“ segir Teitur. „Allar þessar gleðistundir. Allur tíminn sem maður hefur varið hér í þessu húsi. Ég hef hvergi í lífinu, fyrir utan heimili mitt, varið eins miklum einum stað eins og hér í Ljónagryfjunni. Þegar að maður er að alast upp og fær þessa körfuboltadellu. Þá var ég í Njarðvíkurskóla hér fyrir aftan og mætti á æfingu. Eftir æfingu hékk maður síðan hérna í Ljónagryfjunni fram á kvöld og fylgdist með meistaraflokki æfa. Þessi áhugi var svo brjálæðislegur á þessum tíma. Þarna kynntist maður strákunum sem maður átti eftir að spila með í meistaraflokki og var svo heppinn að fæðast í árgang góðra íþróttamanna. Úr varð stórveldi.“ Innslagið með Teiti Örlygssyni í Ljónagryfjunni má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. UMF Njarðvík Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Körfubolti Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Íslenski boltinn Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Óbærileg bið eftir kvöldinu Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Sjá meira
Það var einhvern veginn við hæfi að Njarðvíkingar skildu hafa kvatt Ljónagryfjuna með sigri. Það gerði kvennalið körfuknattleiksdeildarinnar í leik gegn Njarðvík í fyrstu umferð Bónus deildar kvenna á þriðjudagskvöldið síðastliðið. Framundan nýjir tímar. Nýr kafli til að verða ritaður í sögu körfuknattleiksdeildarinnar í nýju og glæsilegu íþróttahúsi í Stapaskóla. Á síðasta leikdeginum í Ljónagryfjunni hittum við á Teit Örlygsson og fengum hann til þess að fara með okkur í gegnum húsið og um leið rifja upp gamla tíma. Innslagið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Teitur er einn sigursælasti körfuboltamaður okkar Íslendinga og sem leikmaður Njarðvíkur varð hann tíu sinnum Íslandsmeistari og var fjórum sinnum valinn besti maður efstu deildar. „Það eru eiginlega bara akkúrat fimmtíu ár síðan. Hálf öld síðan að maður hérna sem polli að sprikla,“ segir Teitur. „Allar þessar gleðistundir. Allur tíminn sem maður hefur varið hér í þessu húsi. Ég hef hvergi í lífinu, fyrir utan heimili mitt, varið eins miklum einum stað eins og hér í Ljónagryfjunni. Þegar að maður er að alast upp og fær þessa körfuboltadellu. Þá var ég í Njarðvíkurskóla hér fyrir aftan og mætti á æfingu. Eftir æfingu hékk maður síðan hérna í Ljónagryfjunni fram á kvöld og fylgdist með meistaraflokki æfa. Þessi áhugi var svo brjálæðislegur á þessum tíma. Þarna kynntist maður strákunum sem maður átti eftir að spila með í meistaraflokki og var svo heppinn að fæðast í árgang góðra íþróttamanna. Úr varð stórveldi.“ Innslagið með Teiti Örlygssyni í Ljónagryfjunni má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
UMF Njarðvík Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Körfubolti Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Íslenski boltinn Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Óbærileg bið eftir kvöldinu Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Sjá meira