Slökkva á tækjum næstvíðförlasta geimfarsins til að lengja líf þess Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2024 09:50 Tæknimenn NASA koma fyrir grammófónsplötu með hljóðum frá jörðinni utan á Voyager 2 nokkrum dögum áður en geimfarinu var skotið á loft í ágúst 1977. AP/NASA Verkfræðingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA slökktu á einu mælitækja Voyager 2, næstvíðförlasta geimfars sögunnar, til þess að spara orku og framlengja líftíma þess í síðasta mánuði. Farið hefur þegar verið í geimnum í hátt í hálfa öld. Voyager 2 var skotið á loft árið 1977 en það er enn þann dag í dag eina geimfarið sem hefur heimsótt ystu reikistjörnur sólkerfisins, Úranus og Neptúnus. Áður kom það við hjá Júpíter og Satúrnus. Nú er farið komið út í geiminn á milli stjarnanna, meira en 19,3 milljarða kílómetra frá jörðinni. Systurfarið Voyager 1 er komið enn lengra, rúmlega 24 milljarða kílómetra frá jörðinni. Mælitækið sem NASA slökkti á í september var hannað til þess að mæla straum hlaðinna frumeinda. Orkan sem sparast með því á að gera Voyager 2 kleift að halda leiðangri sínum áfram inn í fjórða áratug þessarar aldar. Þegar hefur verið slökkt á öðrum mælitækjum um borð í Voyager 1 og 2. Fjögur mælitæki eru enn starfandi um borð í Voyager 2 en þau safna meðal annars gögnum um segulsvið og eindir á milli stjarnanna. Samsett mynd af Satúrnusi úr aðflugi Voyager 2 árið 1981. Þrjú af tunglum Satúrnusar sjást á myndinni: Teþýs, Díona og Rea. Skuggi Teþýs sést á suðurhveli reikistjörnunnar.NASA/JPL Bilun í Voyager 1 kom í veg fyrir að leiðangursstjórn næði sambandi við geimfarið um nokkurra mánaða skeið fyrr á þessu ári. Verkfræðingum NASA tókst að finna lausn á vandanum og gögn byrjuðu aftur að streyma til jarðar í vor. Leiðangur Voyager-geimfaranna var hannaður til þess að nýta stöðu ytri reikistjarnanna fjögurra í sólkerfinu sem á sér aðeins stað á um það bil 175 ára fresti. Staða reikistjarnanna seint á áttunda áratugnum og snemma á þeim níunda gerði geimförunum kleift að ferðast á milli þeirra án þess að þurfa að vera drekkhlaðin eldsneyti. Þess í stað gátu förin notað þyngdarsvið reikistjarnanna til þess að slöngva sér áfram frá einni þeirra til þeirrar næstu. Geimurinn Vísindi Tækni Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Voyager 2 var skotið á loft árið 1977 en það er enn þann dag í dag eina geimfarið sem hefur heimsótt ystu reikistjörnur sólkerfisins, Úranus og Neptúnus. Áður kom það við hjá Júpíter og Satúrnus. Nú er farið komið út í geiminn á milli stjarnanna, meira en 19,3 milljarða kílómetra frá jörðinni. Systurfarið Voyager 1 er komið enn lengra, rúmlega 24 milljarða kílómetra frá jörðinni. Mælitækið sem NASA slökkti á í september var hannað til þess að mæla straum hlaðinna frumeinda. Orkan sem sparast með því á að gera Voyager 2 kleift að halda leiðangri sínum áfram inn í fjórða áratug þessarar aldar. Þegar hefur verið slökkt á öðrum mælitækjum um borð í Voyager 1 og 2. Fjögur mælitæki eru enn starfandi um borð í Voyager 2 en þau safna meðal annars gögnum um segulsvið og eindir á milli stjarnanna. Samsett mynd af Satúrnusi úr aðflugi Voyager 2 árið 1981. Þrjú af tunglum Satúrnusar sjást á myndinni: Teþýs, Díona og Rea. Skuggi Teþýs sést á suðurhveli reikistjörnunnar.NASA/JPL Bilun í Voyager 1 kom í veg fyrir að leiðangursstjórn næði sambandi við geimfarið um nokkurra mánaða skeið fyrr á þessu ári. Verkfræðingum NASA tókst að finna lausn á vandanum og gögn byrjuðu aftur að streyma til jarðar í vor. Leiðangur Voyager-geimfaranna var hannaður til þess að nýta stöðu ytri reikistjarnanna fjögurra í sólkerfinu sem á sér aðeins stað á um það bil 175 ára fresti. Staða reikistjarnanna seint á áttunda áratugnum og snemma á þeim níunda gerði geimförunum kleift að ferðast á milli þeirra án þess að þurfa að vera drekkhlaðin eldsneyti. Þess í stað gátu förin notað þyngdarsvið reikistjarnanna til þess að slöngva sér áfram frá einni þeirra til þeirrar næstu.
Geimurinn Vísindi Tækni Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent