Segir nákvæmlega ekkert að óttast við atkvæðagreiðsluna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. október 2024 16:39 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir talar fyrir því að íslensku krónunni verði lagt og allir spili eftir sömu leikreglum hér á landi, með evruna. Vísir/Vilhelm Formaður Viðreisnar segir þjóðina skulda unga fólkinu í landinu að fá tækifæri til að ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði haldið áfram. Hún horfi til þess þegar Bretland yfirgaf Evrópusambandið í andstöðu við vilja ungs fólks í því samhengi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var viðmælandi Heimis Más Péturssonar í Samtalinu á Vísi. Þar bar Evrópusambandið á góma en flokkurinn vill að þjóðin fái tækifæri til að greiða atkvæði um hvort halda eigi áfram aðildarviðræðum. „Það sem við í Viðreisn höfum sagt ítrekað og það er ekki stórt skref er að við treystum þjóðinni, ekki þinginu, að þjóðin fái tækifæri til að kjósa um hvort við eigum að halda áfram,“ sagði Þorgerður Katrín. Verði niðurstaðan já þá fái þjóðin annað tækifæri til að greiða atkvæði um sambandsaðild. „Við myndum vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort við eigum að halda áfram.“ Horfir til Brexit Saga Íslands og aðildarviðræðna spannar hálfan annan áratug. Aðildarviðræður hófust í júlí 2010 í framhaldi af umsókn ári fyrr. Umsóknin var dregin til baka í mars 2015. Tilkynningin um endalok aðildarviðræðanna var ekki lögð í þjóðaratkvæðagreiðslu né var hún afgreidd af Alþingi. „Það eru alls konar einstaklingar, aðilar og sérhagsmunaðilar sem eru að segja okkur hvað fæst út úr aðildarviðræðunum. Við erum alltaf að rífast um bók sem aldrei hefur verið skrifuð. Fáum hana á hreint. Lefyum þjóðinni að ákveða,“ sagði Þorgerður Katrín. Þáttinn í heild má sjá að neðan. Hún segist horfa til þjóðaratkvæðisgreiðslunnar í Bretlandi um útgöngu úr Evrópusambandinu, Brexit. „Þar sem var með naumindum fellt að vera áfram í Evrópusambandinu. Unga fólkið 25 ára og yngri, 75 prósent þeirra sem greiddu atkvæði vildu vera áfram í Evrópusambandinu,“ sagði Þorgerður Katrín. Það væri hvorki hennar né annarra að taka ákvörðun um valfrelsi unga fólksins um eigin framtíð. Helst þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir kosningar „Mér finnst að við skuldum unga fólkinu ekki síst að fá þetta tækifæri, að sjá hvað býðst,“ sagði Þorgerður Katrín. Vísaði hún til þess að þjóðin myndi á endanum kjósa aftur um aðild að Evrópusambandinu miðað við þann samning sem væri í boði. „Leyfa fyrst að fara í þessa atkvæðagreiðslu, það á enginn að vera hræddur við hana, spyrja hvort við eigum að halda áfram.“ Hún vildi helst fara í slíka atkvæðagreiðslu fyrir næstu kosningar því niðurstaðan muni skipta miklu máli fyrir næstu ríkisstjórn. Í hvaða umhverfi hún starfi. Hún sé þó meðvituð að það séu nokkrir draumórar að af því verði. „Þetta er hjartans mál fyrir okkur að þjóðin fái að velja og ekki síst að unga fólkið fái að hafa um það að segja hvernig þeirra framtíð á að vera.“ Samtalið Viðreisn Alþingi Evrópusambandið Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var viðmælandi Heimis Más Péturssonar í Samtalinu á Vísi. Þar bar Evrópusambandið á góma en flokkurinn vill að þjóðin fái tækifæri til að greiða atkvæði um hvort halda eigi áfram aðildarviðræðum. „Það sem við í Viðreisn höfum sagt ítrekað og það er ekki stórt skref er að við treystum þjóðinni, ekki þinginu, að þjóðin fái tækifæri til að kjósa um hvort við eigum að halda áfram,“ sagði Þorgerður Katrín. Verði niðurstaðan já þá fái þjóðin annað tækifæri til að greiða atkvæði um sambandsaðild. „Við myndum vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort við eigum að halda áfram.“ Horfir til Brexit Saga Íslands og aðildarviðræðna spannar hálfan annan áratug. Aðildarviðræður hófust í júlí 2010 í framhaldi af umsókn ári fyrr. Umsóknin var dregin til baka í mars 2015. Tilkynningin um endalok aðildarviðræðanna var ekki lögð í þjóðaratkvæðagreiðslu né var hún afgreidd af Alþingi. „Það eru alls konar einstaklingar, aðilar og sérhagsmunaðilar sem eru að segja okkur hvað fæst út úr aðildarviðræðunum. Við erum alltaf að rífast um bók sem aldrei hefur verið skrifuð. Fáum hana á hreint. Lefyum þjóðinni að ákveða,“ sagði Þorgerður Katrín. Þáttinn í heild má sjá að neðan. Hún segist horfa til þjóðaratkvæðisgreiðslunnar í Bretlandi um útgöngu úr Evrópusambandinu, Brexit. „Þar sem var með naumindum fellt að vera áfram í Evrópusambandinu. Unga fólkið 25 ára og yngri, 75 prósent þeirra sem greiddu atkvæði vildu vera áfram í Evrópusambandinu,“ sagði Þorgerður Katrín. Það væri hvorki hennar né annarra að taka ákvörðun um valfrelsi unga fólksins um eigin framtíð. Helst þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir kosningar „Mér finnst að við skuldum unga fólkinu ekki síst að fá þetta tækifæri, að sjá hvað býðst,“ sagði Þorgerður Katrín. Vísaði hún til þess að þjóðin myndi á endanum kjósa aftur um aðild að Evrópusambandinu miðað við þann samning sem væri í boði. „Leyfa fyrst að fara í þessa atkvæðagreiðslu, það á enginn að vera hræddur við hana, spyrja hvort við eigum að halda áfram.“ Hún vildi helst fara í slíka atkvæðagreiðslu fyrir næstu kosningar því niðurstaðan muni skipta miklu máli fyrir næstu ríkisstjórn. Í hvaða umhverfi hún starfi. Hún sé þó meðvituð að það séu nokkrir draumórar að af því verði. „Þetta er hjartans mál fyrir okkur að þjóðin fái að velja og ekki síst að unga fólkið fái að hafa um það að segja hvernig þeirra framtíð á að vera.“
Samtalið Viðreisn Alþingi Evrópusambandið Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira