Lögin um það sem er bannað Helgi Brynjarsson skrifar 4. október 2024 08:31 Ólíkt því sem margir kunna að halda endurspeglast pólitísk sýn og stefna stjórnmálaflokka alla jafna ekki í frumvörpum ráðherra ríkisstjórnar, þ.e. í svokölluðum stjórnarmálum. Margvíslegar málamiðlanir geta skotið þar upp kollinum, sér í lagi í samstarfi við stjórnlynda flokka, svo dæmi sé tekið. Háir það jafnan ráðherrum. Þingmenn eru aftur á móti lausir við slíkar kvaðir. Besta leiðin til að kíkja undir húddið felst í þannig öllu heldur í því að rýna frumvörp og þingsályktanir þingmanna, þ.e. svokölluð þingmannamál. Frumvörp og þingsályktanir þingmanna, svokölluð þingmannamál, eru líkast til besta leiðin til að átta sig raunverulega á pólitískri sýn og stefnu stjórnmálaflokka. Öfugt við frumvörp frá ráðherrum, svokölluð stjórnarmál, geta þingmenn lagt fram sín mál án nokkurra málamiðlana við stjórnlynda samstarfsflokka sína eins og oft vill hái ráðherrum. Afstaða stjórnmálaflokka til frelsi einstaklingsins eru æði mismunandi. Sést það bersýnilega á þingmálaskrá Alþingis um þessar mundir. Hefur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins myndað sér ákveðna sérstöðu þegar kemur að því að vernda frelsi borgaranna og takmarka afskipti ríkisins af daglegu lífi fólks. Má þar t.d. nefna frumvörp um lögleiðingu bardagaíþrótta, netsölu áfengis, félagafrelsi á vinnumarkaði sem og þingsályktun um að leyfa dánaraðstoð. Áhugi annarra flokka á slíkum málum er hins vegar mjög takmarkaður og sæta framangreind frelsismál oft og tíðum harðri gagnrýni úr þeirra herbúðum. Kaldhæðnislega er andstaðan jafnan mest frá flokkum sem skreyta sig með fjöðrum frjálslyndis dags daglega. Þegar þessir sömu flokkar eru ekki uppteknir við að sjá málum Sjálfstæðismanna um aukið frelsi allt til foráttu, leggja þeir gjarnan fram sín eigin mál sem snúa þvert á móti að því að banna allt á milli himins og jarðar. Virðist áherslan einna helst vera á að banna atvinnustarfsemi sem er þeim ekki þóknanleg. Líkast til hafa sjaldan, eða aldrei, verið lögð fram jafn mörg mál um að banna hitt og þetta og á yfirstandandi löggjafarþingi. Píratar fremstir meðal jafningja Fyrir fram hefði margur haldið að í framlagningu bannmála færi fremstur í flokki rótgróin foræðishyggjuflokkur, líkt og VG eða Samfylkingin. Raunin er hins vegar sú að þingmenn þeirra komast ekki með tærnar þar sem kollegar þeirra í Pírötum hafa hælana, og það þrátt fyrir að Píratar hafi gert heiðarlega tilraun til að mála sig frjálslynda, með mjög takmörkuðum árangri þó eins og birtist glögglega þegar málflutningur þeirra á Alþingi er skoðaður. Píratar eru nefnilega flutningsmenn á heilum fimm þingmálum sem snúa að því að banna atvinnustarfsemi, m.a. bann við olíuleit, hvalveiðum, blóðmerahaldi og sjókvíeldi. Botninum náð? Hápunkturinn (eða lágpunkturinn) er þó vafalaust þingsályktunartillaga um bann við auglýsingum á jarðefnaeldsneyti, sem og á vörum eða þjónustu sem notast við jarðefnaeldsneyti. Þeir sem hafa fengið sig fullsadda af frelsi fólks til að auglýsa sólarlandaferðir, bifreiðar, gasgrill og sláttuvélar geta glaðst yfir þessari framtakssemi VG og Pírata, sem standa að baki þinsályktunartillögunni. Það gildir þó ekki um okkur hin sem lítum ekki á slíkar auglýsingar sem stórvægilega ógn sem nauðsynlegt sé að banna með lögum. Þeir sem aðhyllast einstaklingsfrelsi eiga mjög skýran kost í næstu kosningum enda einn flokkur sem stendur öðrum óneitanlega framar í þeim efnum. Valið er aftur á móti mun flóknara fyrir þá sem vilja ekkert frekar en að hafa vit fyrir öðrum og hafa óbeit á frelsi manna til athafna og atvinnu, enda margir flokkar á þingi sem deila þeirri lífsskoðun. Því miður. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Helgi Brynjarsson Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Sjá meira
Ólíkt því sem margir kunna að halda endurspeglast pólitísk sýn og stefna stjórnmálaflokka alla jafna ekki í frumvörpum ráðherra ríkisstjórnar, þ.e. í svokölluðum stjórnarmálum. Margvíslegar málamiðlanir geta skotið þar upp kollinum, sér í lagi í samstarfi við stjórnlynda flokka, svo dæmi sé tekið. Háir það jafnan ráðherrum. Þingmenn eru aftur á móti lausir við slíkar kvaðir. Besta leiðin til að kíkja undir húddið felst í þannig öllu heldur í því að rýna frumvörp og þingsályktanir þingmanna, þ.e. svokölluð þingmannamál. Frumvörp og þingsályktanir þingmanna, svokölluð þingmannamál, eru líkast til besta leiðin til að átta sig raunverulega á pólitískri sýn og stefnu stjórnmálaflokka. Öfugt við frumvörp frá ráðherrum, svokölluð stjórnarmál, geta þingmenn lagt fram sín mál án nokkurra málamiðlana við stjórnlynda samstarfsflokka sína eins og oft vill hái ráðherrum. Afstaða stjórnmálaflokka til frelsi einstaklingsins eru æði mismunandi. Sést það bersýnilega á þingmálaskrá Alþingis um þessar mundir. Hefur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins myndað sér ákveðna sérstöðu þegar kemur að því að vernda frelsi borgaranna og takmarka afskipti ríkisins af daglegu lífi fólks. Má þar t.d. nefna frumvörp um lögleiðingu bardagaíþrótta, netsölu áfengis, félagafrelsi á vinnumarkaði sem og þingsályktun um að leyfa dánaraðstoð. Áhugi annarra flokka á slíkum málum er hins vegar mjög takmarkaður og sæta framangreind frelsismál oft og tíðum harðri gagnrýni úr þeirra herbúðum. Kaldhæðnislega er andstaðan jafnan mest frá flokkum sem skreyta sig með fjöðrum frjálslyndis dags daglega. Þegar þessir sömu flokkar eru ekki uppteknir við að sjá málum Sjálfstæðismanna um aukið frelsi allt til foráttu, leggja þeir gjarnan fram sín eigin mál sem snúa þvert á móti að því að banna allt á milli himins og jarðar. Virðist áherslan einna helst vera á að banna atvinnustarfsemi sem er þeim ekki þóknanleg. Líkast til hafa sjaldan, eða aldrei, verið lögð fram jafn mörg mál um að banna hitt og þetta og á yfirstandandi löggjafarþingi. Píratar fremstir meðal jafningja Fyrir fram hefði margur haldið að í framlagningu bannmála færi fremstur í flokki rótgróin foræðishyggjuflokkur, líkt og VG eða Samfylkingin. Raunin er hins vegar sú að þingmenn þeirra komast ekki með tærnar þar sem kollegar þeirra í Pírötum hafa hælana, og það þrátt fyrir að Píratar hafi gert heiðarlega tilraun til að mála sig frjálslynda, með mjög takmörkuðum árangri þó eins og birtist glögglega þegar málflutningur þeirra á Alþingi er skoðaður. Píratar eru nefnilega flutningsmenn á heilum fimm þingmálum sem snúa að því að banna atvinnustarfsemi, m.a. bann við olíuleit, hvalveiðum, blóðmerahaldi og sjókvíeldi. Botninum náð? Hápunkturinn (eða lágpunkturinn) er þó vafalaust þingsályktunartillaga um bann við auglýsingum á jarðefnaeldsneyti, sem og á vörum eða þjónustu sem notast við jarðefnaeldsneyti. Þeir sem hafa fengið sig fullsadda af frelsi fólks til að auglýsa sólarlandaferðir, bifreiðar, gasgrill og sláttuvélar geta glaðst yfir þessari framtakssemi VG og Pírata, sem standa að baki þinsályktunartillögunni. Það gildir þó ekki um okkur hin sem lítum ekki á slíkar auglýsingar sem stórvægilega ógn sem nauðsynlegt sé að banna með lögum. Þeir sem aðhyllast einstaklingsfrelsi eiga mjög skýran kost í næstu kosningum enda einn flokkur sem stendur öðrum óneitanlega framar í þeim efnum. Valið er aftur á móti mun flóknara fyrir þá sem vilja ekkert frekar en að hafa vit fyrir öðrum og hafa óbeit á frelsi manna til athafna og atvinnu, enda margir flokkar á þingi sem deila þeirri lífsskoðun. Því miður. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun