Foreldrar eru sérfræðingar í sínum börnum Valdimar Víðisson skrifar 4. október 2024 13:33 Góð samvinna heimilis og skóla er einn af hornsteinum farsællar skólagöngu barna. Skólinn gerir ekkert einn og sér, foreldrar gera ekkert einir og sér og barnið gerir ekkert eitt og sér. Hér þarf góða og virka samvinnu. Sem betur fer gengur oftast vel en eðlilega geta komið upp atvik sem vinna þarf úr. Þegar það gerist erum við ekkert alltaf sammála um leiðir og þess vegna er mikilvægt að samvinnan sé góð og einkennist af trausti og virðingu. Ræðum málin og komumst að bestu lausninni barninu til heilla. Vanlíðan barna hefur aukist síðustu ár. Við sjáum það í þeim mælingum sem gerðar eru, t.d. í íslensku æskulýðsrannsókninni og í Skólapúlsinum. Samhliða aukinni vanlíðan hefur ofbeldi aukist og einnig er meira um ofbeldisumræðu barnanna í milli, bæði í raunheimum sem og í skjóli samfélagsmiðla. Við heyrum og sjáum þetta í skólum landsins. Þetta getur skólinn ekki unnið með nema í samvinnu við foreldra. Foreldrar eru sérfræðingar í sínum börnum. Í skólanum fáum við stundum þá spurningu hvað ætlar skólinn að gera í þessu? Eins og ég kom að hér á undan þá gerir skólinn ekkert einn og sér og það þarf að umorða þessa spurningu og segja, hvað ætlum við saman að gera í þessu? Það er skýrt í reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins að foreldrar bera ábyrgð á hegðun sinna barna og þurfa að bregðast við ef barnið er að vanrækja sínar skyldur gagnvart námi og skólasókn eða sýnir ofbeldi. En hvaða leiðir eru þá til fyrir foreldra að vinna með skólanum að bættri líðan barna? Það er mikilvægt að vera virk í öllu foreldrasamstarfi, vera dugleg að mæta á fundi og taka þátt í því sem fram fer innan skólans. Einnig er mikilvægt að tala vel um skólann í eyru barnanna því neikvæð umræða um skólann stuðlar að neikvæðni barnsins gagnvart honum. Í þeim skóla sem ég starfa í erum við með sérstaka líðanfundi fyrir foreldra. Þeir eru einu sinni til tvisvar á hverju skólaári og á fundina mæta foreldrar einungis til að ræða líðan sinna barna. Virkilega góðir fundir sem hafa skilað góðum árangri. En fyrst og síðast snýst þetta um traust milli allra aðila. Skólafólk þarf að finna traust frá foreldrum og nemendum. Ef traustið er brostið er afar brýnt að setjast niður og finna leiðir og lausnir. Það vinnst ekkert ef vantraust svífur yfir. Þá skiptir máli að byggja upp traust á ný. Við sem samfélag þurfum að taka höndum saman. Vellíðan barna er forgangsmál. Ef barni líður ekki vel þá fer minna nám fram og skólasókn minnkar. Vanlíðan skerðir félagslega þætti og getur stuðlað að auknu ofbeldi. Það er ekkert við og þið þegar við tölum um grunnskólann. Það er bara við sem skólasamfélag. Höfundur er skólastjóri í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valdimar Víðisson Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Góð samvinna heimilis og skóla er einn af hornsteinum farsællar skólagöngu barna. Skólinn gerir ekkert einn og sér, foreldrar gera ekkert einir og sér og barnið gerir ekkert eitt og sér. Hér þarf góða og virka samvinnu. Sem betur fer gengur oftast vel en eðlilega geta komið upp atvik sem vinna þarf úr. Þegar það gerist erum við ekkert alltaf sammála um leiðir og þess vegna er mikilvægt að samvinnan sé góð og einkennist af trausti og virðingu. Ræðum málin og komumst að bestu lausninni barninu til heilla. Vanlíðan barna hefur aukist síðustu ár. Við sjáum það í þeim mælingum sem gerðar eru, t.d. í íslensku æskulýðsrannsókninni og í Skólapúlsinum. Samhliða aukinni vanlíðan hefur ofbeldi aukist og einnig er meira um ofbeldisumræðu barnanna í milli, bæði í raunheimum sem og í skjóli samfélagsmiðla. Við heyrum og sjáum þetta í skólum landsins. Þetta getur skólinn ekki unnið með nema í samvinnu við foreldra. Foreldrar eru sérfræðingar í sínum börnum. Í skólanum fáum við stundum þá spurningu hvað ætlar skólinn að gera í þessu? Eins og ég kom að hér á undan þá gerir skólinn ekkert einn og sér og það þarf að umorða þessa spurningu og segja, hvað ætlum við saman að gera í þessu? Það er skýrt í reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins að foreldrar bera ábyrgð á hegðun sinna barna og þurfa að bregðast við ef barnið er að vanrækja sínar skyldur gagnvart námi og skólasókn eða sýnir ofbeldi. En hvaða leiðir eru þá til fyrir foreldra að vinna með skólanum að bættri líðan barna? Það er mikilvægt að vera virk í öllu foreldrasamstarfi, vera dugleg að mæta á fundi og taka þátt í því sem fram fer innan skólans. Einnig er mikilvægt að tala vel um skólann í eyru barnanna því neikvæð umræða um skólann stuðlar að neikvæðni barnsins gagnvart honum. Í þeim skóla sem ég starfa í erum við með sérstaka líðanfundi fyrir foreldra. Þeir eru einu sinni til tvisvar á hverju skólaári og á fundina mæta foreldrar einungis til að ræða líðan sinna barna. Virkilega góðir fundir sem hafa skilað góðum árangri. En fyrst og síðast snýst þetta um traust milli allra aðila. Skólafólk þarf að finna traust frá foreldrum og nemendum. Ef traustið er brostið er afar brýnt að setjast niður og finna leiðir og lausnir. Það vinnst ekkert ef vantraust svífur yfir. Þá skiptir máli að byggja upp traust á ný. Við sem samfélag þurfum að taka höndum saman. Vellíðan barna er forgangsmál. Ef barni líður ekki vel þá fer minna nám fram og skólasókn minnkar. Vanlíðan skerðir félagslega þætti og getur stuðlað að auknu ofbeldi. Það er ekkert við og þið þegar við tölum um grunnskólann. Það er bara við sem skólasamfélag. Höfundur er skólastjóri í Hafnarfirði.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun