Minnst sjötíu í valnum eftir árás glæpamanna Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2024 16:22 Fólk á flótta í Haítí. AP Að minnsta kosti sjötíu manns liggja í valnum eftir að glæpamenn sem tilheyra Gran Grif genginu á Haítí gengu berserksgang á götum Pont-Sonde. Glæpamennirnir gengu um bæinn og skutu fólk að virðist af handahófi. Glæpamenn kveiktu í að minnsta kosti 45 húsum og 34 bílum á götum bæjarins. AP fréttaveitan hefur eftir talskonu hjálparsamtaka að lík liggi á víð og dreif um Pont-Sondé eftir árásina í gær og að margir virðist hafa verið teknir af lífi með skoti í höfuðið. Í yfirlýsingu frá mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna segir að um tíu konur og þrjú ungabörn séu meðal þeirra sem voru myrt. Að minnsta kosti sextán eru sagðir hafa særst. Um er að ræða eitthvað umfangsmesta ódæðið af þessu tagi á þessu svæði í Haítí á undanförnum árum. Árásir sem þessi þykja nokkuð tíðar í Port-au-Prince, höfuðborga Haítí, sem er að mestu stjórnað af glæpagengjum. Yfirleitt tengjast árásirnar baráttu glæpagengja um yfirráðasvæði og beinast þá að íbúum á yfirráðasvæði óvinagengja. AP segir hins vegar að Pont-Sondé sé þegar á yfirráðasvæði Gran Grif og liggur tilefni árásarinnar ekki fyrir. Eins og með mörg önnur gengi í Haítí, var Gran Grif í raun stofnað af þingmanni. Prophane Victor vopnaði hópa manna á svæðinu til að tryggja endurkjör sitt og yfirráð yfir svæðinu, fyrir um áratug. Glæpagengi í Haítí hafa lengi verið studd af mismunandi ráðamönnum og hafa í staðinn stutt þá. Mikil óreiða hefur ríkt í Haítí frá því Jovenel Moise, forseti, var myrtur árið 2021. Mosie var einkar óvinsæll forseti og var sakaður um einræðistilburði. Degi áður en hann dó skipaði hann sinn sjöunda forsætisráðherra á kjörtímabili sínu. Haítí Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira
Glæpamenn kveiktu í að minnsta kosti 45 húsum og 34 bílum á götum bæjarins. AP fréttaveitan hefur eftir talskonu hjálparsamtaka að lík liggi á víð og dreif um Pont-Sondé eftir árásina í gær og að margir virðist hafa verið teknir af lífi með skoti í höfuðið. Í yfirlýsingu frá mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna segir að um tíu konur og þrjú ungabörn séu meðal þeirra sem voru myrt. Að minnsta kosti sextán eru sagðir hafa særst. Um er að ræða eitthvað umfangsmesta ódæðið af þessu tagi á þessu svæði í Haítí á undanförnum árum. Árásir sem þessi þykja nokkuð tíðar í Port-au-Prince, höfuðborga Haítí, sem er að mestu stjórnað af glæpagengjum. Yfirleitt tengjast árásirnar baráttu glæpagengja um yfirráðasvæði og beinast þá að íbúum á yfirráðasvæði óvinagengja. AP segir hins vegar að Pont-Sondé sé þegar á yfirráðasvæði Gran Grif og liggur tilefni árásarinnar ekki fyrir. Eins og með mörg önnur gengi í Haítí, var Gran Grif í raun stofnað af þingmanni. Prophane Victor vopnaði hópa manna á svæðinu til að tryggja endurkjör sitt og yfirráð yfir svæðinu, fyrir um áratug. Glæpagengi í Haítí hafa lengi verið studd af mismunandi ráðamönnum og hafa í staðinn stutt þá. Mikil óreiða hefur ríkt í Haítí frá því Jovenel Moise, forseti, var myrtur árið 2021. Mosie var einkar óvinsæll forseti og var sakaður um einræðistilburði. Degi áður en hann dó skipaði hann sinn sjöunda forsætisráðherra á kjörtímabili sínu.
Haítí Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira