Albert skoraði sigurmarkið eftir að De Gea varði tvær vítaspyrnur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. október 2024 20:47 David De Gea varði tvær vítaspyrnur gegn AC Milan. EPA-EFE/CLAUDIO GIOVANNINI Albert Guðmundsson skoraði sigurmark Fiorentina í 2-1 sigri á AC Milan í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Markvörðurinn David De Gea átti stórleik í marki heimaliðsins þar sem hann varði tvær vítaspyrnur og önnur góð færi gestanna. Þá varði Mike Maignan einnig vítaspyrnu en alls fóru þrjár slíkar forgörðum í leiknum. Þá gerðu Eintracht Frankfurt og Bayern München 3-3 jafntefli í efstu deild Þýskalands á meðan Frakklandsmeistarar París Saint-Germain náðu aðeins 1-1 jafntefli gegn Nice í efstu deild Frakklands. Það voru heimamenn sem byrjuðu betur í Flórens og eftir rétttæplega tuttugu mínútna leik fékk Fiorentina vítaspyrnu. Moise Kean fór á punktinn en Mike Maignan gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Kean. Mike Maignan greip slaka spyrnu Kean.Claudio Villa/Getty Images Framherjinn hélt hann hefði bætt upp fyrir klikkið eftir rétt tæpan hálftíma en mark hans var hins vegar dæmt af vegna rangstöðu. Á 35. mínútu komst Fiorentina svo loks yfir, Yacine Adli með markið eftir frábært einstaklingsframtak. Hann sveigði framhjá hverju varnarmanni AC Milan á fætur öðrum og sendi boltann svo í netið með viðkomu í stönginni. Í blálok fyrri hálfleiks fengu gestirnir frá Mílanó vítaspyrnu. Theo Hernández fór á punktinn en David De Gea virtist vita nákvæmlega hvað Theo ætlaði sér og varði vítaspyrnu hans. Staðan því 1-0 Fiorentina í vil þegar síðari hálfleikur hófst. Theo denied ❌#FiorentinaMilan 1-0 pic.twitter.com/C9zysQHI7h— Lega Serie A (@SerieA_EN) October 6, 2024 Það voru rétt rúmar tíu mínútur liðnar af síðari hálfleik þegar gestirnir fengu aðra vítaspyrnu sína. Að þessu sinni fór Tammy Abraham á punktinn en það skipti engu, De Gea varði aftur. DAVID DE GEA WHAT HAVE YOU DONE 🤯🤯🤯🤯🤯🤯🤯🤯🤯🤯🤯#FiorentinaMilan pic.twitter.com/dqoorNN7FQ— Lega Serie A (@SerieA) October 6, 2024 Því miður fyrir De Gea kom hann engum vörnum við nokkrum mínútum síðar þegar Christian Pulisic jafnaði metin með góðu skoti eftir fyrirgjöf frá Hernández. Á 73. mínútu skoraði Albert svo það sem reyndist sigurmarkið með góðu skoti eftir sendingu frá Kean. Albert Gudmundsson for the Viola! 🙌#FiorentinaMilan 2-1 pic.twitter.com/YqCjInmdF1— Lega Serie A (@SerieA_EN) October 6, 2024 Albert var svo tekinn af velli nokkrum mínútum eftir það sem reyndist sigurmarkið þar sem fleiri mörk voru ekki skoruð. Fiorentina stöðvaði þar með þriggja leikja sigurgöngu AC Milan, lokatölur 2-1. Fiorentina nú með 10 stig í 11. sæti að loknum sjö leikjum á meðan Mílanó-liðið er með 11 stig í 6. sæti. Sigurmarkið í uppsiglingu.Photo Agency/Getty Images Önnur úrslit í Serie A Juventus 1-1 Cagliari Bologna 0-0 Parma Lazio 2-1 Empoli Monza 1-1 Roma Aftur gerði Bayern jafntefli Í Þýskalandi gerðu Frankfurt og Bayern 3-3 jafntefli í frábærum leik. Kim Min-Jae kom gestunum yfir en Omar Marmoush og Hugo Ekitike svöruðu fyrir Frankfurt áður en Dayot Upamecano jafnaði metin og staðan 2-2 í hálfleik. Michael Olise kom Bayern yfir á 53. mínútu og stefndi í 3-2 útisigur Bayern en á fjórðu mínútu uppbótartíma jafnaði Marmoush metin með öðru marki sínu og þriðja marki Frankfurt. Niðurstaðan jafntefli og Bayern nú gert tvö slík í röð. Bæjarar sitja þó á toppi efstu deildar í Þýskalandi með 14 stig að loknum sex leikjum líkt og RB Leipzig. Frankfurt er svo í 3. sæti með 13 stig. PSG mistókst að jafna toppliði að stigum Í Frakklandi náðu Frakklandsmeistarar PSG aðeins jafntefli gegn Nice, lokatölur 1-1. Ali Abdi kom Nice yfir í fyrri hálfleik en Nuno Mendes jafnaði fyrir gestina í síðari hálfleik eftir undirbúning Ousmane Dembélé. Eftir jafntefli kvöldsins er PSG með 17 stig að loknum sjö leikjum, tveimur minna en topplið Monaco. Nice er í 9. sæti með níu stig. Fótbolti Ítalski boltinn Þýski boltinn Franski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira
Þá gerðu Eintracht Frankfurt og Bayern München 3-3 jafntefli í efstu deild Þýskalands á meðan Frakklandsmeistarar París Saint-Germain náðu aðeins 1-1 jafntefli gegn Nice í efstu deild Frakklands. Það voru heimamenn sem byrjuðu betur í Flórens og eftir rétttæplega tuttugu mínútna leik fékk Fiorentina vítaspyrnu. Moise Kean fór á punktinn en Mike Maignan gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Kean. Mike Maignan greip slaka spyrnu Kean.Claudio Villa/Getty Images Framherjinn hélt hann hefði bætt upp fyrir klikkið eftir rétt tæpan hálftíma en mark hans var hins vegar dæmt af vegna rangstöðu. Á 35. mínútu komst Fiorentina svo loks yfir, Yacine Adli með markið eftir frábært einstaklingsframtak. Hann sveigði framhjá hverju varnarmanni AC Milan á fætur öðrum og sendi boltann svo í netið með viðkomu í stönginni. Í blálok fyrri hálfleiks fengu gestirnir frá Mílanó vítaspyrnu. Theo Hernández fór á punktinn en David De Gea virtist vita nákvæmlega hvað Theo ætlaði sér og varði vítaspyrnu hans. Staðan því 1-0 Fiorentina í vil þegar síðari hálfleikur hófst. Theo denied ❌#FiorentinaMilan 1-0 pic.twitter.com/C9zysQHI7h— Lega Serie A (@SerieA_EN) October 6, 2024 Það voru rétt rúmar tíu mínútur liðnar af síðari hálfleik þegar gestirnir fengu aðra vítaspyrnu sína. Að þessu sinni fór Tammy Abraham á punktinn en það skipti engu, De Gea varði aftur. DAVID DE GEA WHAT HAVE YOU DONE 🤯🤯🤯🤯🤯🤯🤯🤯🤯🤯🤯#FiorentinaMilan pic.twitter.com/dqoorNN7FQ— Lega Serie A (@SerieA) October 6, 2024 Því miður fyrir De Gea kom hann engum vörnum við nokkrum mínútum síðar þegar Christian Pulisic jafnaði metin með góðu skoti eftir fyrirgjöf frá Hernández. Á 73. mínútu skoraði Albert svo það sem reyndist sigurmarkið með góðu skoti eftir sendingu frá Kean. Albert Gudmundsson for the Viola! 🙌#FiorentinaMilan 2-1 pic.twitter.com/YqCjInmdF1— Lega Serie A (@SerieA_EN) October 6, 2024 Albert var svo tekinn af velli nokkrum mínútum eftir það sem reyndist sigurmarkið þar sem fleiri mörk voru ekki skoruð. Fiorentina stöðvaði þar með þriggja leikja sigurgöngu AC Milan, lokatölur 2-1. Fiorentina nú með 10 stig í 11. sæti að loknum sjö leikjum á meðan Mílanó-liðið er með 11 stig í 6. sæti. Sigurmarkið í uppsiglingu.Photo Agency/Getty Images Önnur úrslit í Serie A Juventus 1-1 Cagliari Bologna 0-0 Parma Lazio 2-1 Empoli Monza 1-1 Roma Aftur gerði Bayern jafntefli Í Þýskalandi gerðu Frankfurt og Bayern 3-3 jafntefli í frábærum leik. Kim Min-Jae kom gestunum yfir en Omar Marmoush og Hugo Ekitike svöruðu fyrir Frankfurt áður en Dayot Upamecano jafnaði metin og staðan 2-2 í hálfleik. Michael Olise kom Bayern yfir á 53. mínútu og stefndi í 3-2 útisigur Bayern en á fjórðu mínútu uppbótartíma jafnaði Marmoush metin með öðru marki sínu og þriðja marki Frankfurt. Niðurstaðan jafntefli og Bayern nú gert tvö slík í röð. Bæjarar sitja þó á toppi efstu deildar í Þýskalandi með 14 stig að loknum sex leikjum líkt og RB Leipzig. Frankfurt er svo í 3. sæti með 13 stig. PSG mistókst að jafna toppliði að stigum Í Frakklandi náðu Frakklandsmeistarar PSG aðeins jafntefli gegn Nice, lokatölur 1-1. Ali Abdi kom Nice yfir í fyrri hálfleik en Nuno Mendes jafnaði fyrir gestina í síðari hálfleik eftir undirbúning Ousmane Dembélé. Eftir jafntefli kvöldsins er PSG með 17 stig að loknum sjö leikjum, tveimur minna en topplið Monaco. Nice er í 9. sæti með níu stig.
Fótbolti Ítalski boltinn Þýski boltinn Franski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira