Albert skoraði sigurmarkið eftir að De Gea varði tvær vítaspyrnur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. október 2024 20:47 David De Gea varði tvær vítaspyrnur gegn AC Milan. EPA-EFE/CLAUDIO GIOVANNINI Albert Guðmundsson skoraði sigurmark Fiorentina í 2-1 sigri á AC Milan í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Markvörðurinn David De Gea átti stórleik í marki heimaliðsins þar sem hann varði tvær vítaspyrnur og önnur góð færi gestanna. Þá varði Mike Maignan einnig vítaspyrnu en alls fóru þrjár slíkar forgörðum í leiknum. Þá gerðu Eintracht Frankfurt og Bayern München 3-3 jafntefli í efstu deild Þýskalands á meðan Frakklandsmeistarar París Saint-Germain náðu aðeins 1-1 jafntefli gegn Nice í efstu deild Frakklands. Það voru heimamenn sem byrjuðu betur í Flórens og eftir rétttæplega tuttugu mínútna leik fékk Fiorentina vítaspyrnu. Moise Kean fór á punktinn en Mike Maignan gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Kean. Mike Maignan greip slaka spyrnu Kean.Claudio Villa/Getty Images Framherjinn hélt hann hefði bætt upp fyrir klikkið eftir rétt tæpan hálftíma en mark hans var hins vegar dæmt af vegna rangstöðu. Á 35. mínútu komst Fiorentina svo loks yfir, Yacine Adli með markið eftir frábært einstaklingsframtak. Hann sveigði framhjá hverju varnarmanni AC Milan á fætur öðrum og sendi boltann svo í netið með viðkomu í stönginni. Í blálok fyrri hálfleiks fengu gestirnir frá Mílanó vítaspyrnu. Theo Hernández fór á punktinn en David De Gea virtist vita nákvæmlega hvað Theo ætlaði sér og varði vítaspyrnu hans. Staðan því 1-0 Fiorentina í vil þegar síðari hálfleikur hófst. Theo denied ❌#FiorentinaMilan 1-0 pic.twitter.com/C9zysQHI7h— Lega Serie A (@SerieA_EN) October 6, 2024 Það voru rétt rúmar tíu mínútur liðnar af síðari hálfleik þegar gestirnir fengu aðra vítaspyrnu sína. Að þessu sinni fór Tammy Abraham á punktinn en það skipti engu, De Gea varði aftur. DAVID DE GEA WHAT HAVE YOU DONE 🤯🤯🤯🤯🤯🤯🤯🤯🤯🤯🤯#FiorentinaMilan pic.twitter.com/dqoorNN7FQ— Lega Serie A (@SerieA) October 6, 2024 Því miður fyrir De Gea kom hann engum vörnum við nokkrum mínútum síðar þegar Christian Pulisic jafnaði metin með góðu skoti eftir fyrirgjöf frá Hernández. Á 73. mínútu skoraði Albert svo það sem reyndist sigurmarkið með góðu skoti eftir sendingu frá Kean. Albert Gudmundsson for the Viola! 🙌#FiorentinaMilan 2-1 pic.twitter.com/YqCjInmdF1— Lega Serie A (@SerieA_EN) October 6, 2024 Albert var svo tekinn af velli nokkrum mínútum eftir það sem reyndist sigurmarkið þar sem fleiri mörk voru ekki skoruð. Fiorentina stöðvaði þar með þriggja leikja sigurgöngu AC Milan, lokatölur 2-1. Fiorentina nú með 10 stig í 11. sæti að loknum sjö leikjum á meðan Mílanó-liðið er með 11 stig í 6. sæti. Sigurmarkið í uppsiglingu.Photo Agency/Getty Images Önnur úrslit í Serie A Juventus 1-1 Cagliari Bologna 0-0 Parma Lazio 2-1 Empoli Monza 1-1 Roma Aftur gerði Bayern jafntefli Í Þýskalandi gerðu Frankfurt og Bayern 3-3 jafntefli í frábærum leik. Kim Min-Jae kom gestunum yfir en Omar Marmoush og Hugo Ekitike svöruðu fyrir Frankfurt áður en Dayot Upamecano jafnaði metin og staðan 2-2 í hálfleik. Michael Olise kom Bayern yfir á 53. mínútu og stefndi í 3-2 útisigur Bayern en á fjórðu mínútu uppbótartíma jafnaði Marmoush metin með öðru marki sínu og þriðja marki Frankfurt. Niðurstaðan jafntefli og Bayern nú gert tvö slík í röð. Bæjarar sitja þó á toppi efstu deildar í Þýskalandi með 14 stig að loknum sex leikjum líkt og RB Leipzig. Frankfurt er svo í 3. sæti með 13 stig. PSG mistókst að jafna toppliði að stigum Í Frakklandi náðu Frakklandsmeistarar PSG aðeins jafntefli gegn Nice, lokatölur 1-1. Ali Abdi kom Nice yfir í fyrri hálfleik en Nuno Mendes jafnaði fyrir gestina í síðari hálfleik eftir undirbúning Ousmane Dembélé. Eftir jafntefli kvöldsins er PSG með 17 stig að loknum sjö leikjum, tveimur minna en topplið Monaco. Nice er í 9. sæti með níu stig. Fótbolti Ítalski boltinn Þýski boltinn Franski boltinn Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira
Þá gerðu Eintracht Frankfurt og Bayern München 3-3 jafntefli í efstu deild Þýskalands á meðan Frakklandsmeistarar París Saint-Germain náðu aðeins 1-1 jafntefli gegn Nice í efstu deild Frakklands. Það voru heimamenn sem byrjuðu betur í Flórens og eftir rétttæplega tuttugu mínútna leik fékk Fiorentina vítaspyrnu. Moise Kean fór á punktinn en Mike Maignan gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Kean. Mike Maignan greip slaka spyrnu Kean.Claudio Villa/Getty Images Framherjinn hélt hann hefði bætt upp fyrir klikkið eftir rétt tæpan hálftíma en mark hans var hins vegar dæmt af vegna rangstöðu. Á 35. mínútu komst Fiorentina svo loks yfir, Yacine Adli með markið eftir frábært einstaklingsframtak. Hann sveigði framhjá hverju varnarmanni AC Milan á fætur öðrum og sendi boltann svo í netið með viðkomu í stönginni. Í blálok fyrri hálfleiks fengu gestirnir frá Mílanó vítaspyrnu. Theo Hernández fór á punktinn en David De Gea virtist vita nákvæmlega hvað Theo ætlaði sér og varði vítaspyrnu hans. Staðan því 1-0 Fiorentina í vil þegar síðari hálfleikur hófst. Theo denied ❌#FiorentinaMilan 1-0 pic.twitter.com/C9zysQHI7h— Lega Serie A (@SerieA_EN) October 6, 2024 Það voru rétt rúmar tíu mínútur liðnar af síðari hálfleik þegar gestirnir fengu aðra vítaspyrnu sína. Að þessu sinni fór Tammy Abraham á punktinn en það skipti engu, De Gea varði aftur. DAVID DE GEA WHAT HAVE YOU DONE 🤯🤯🤯🤯🤯🤯🤯🤯🤯🤯🤯#FiorentinaMilan pic.twitter.com/dqoorNN7FQ— Lega Serie A (@SerieA) October 6, 2024 Því miður fyrir De Gea kom hann engum vörnum við nokkrum mínútum síðar þegar Christian Pulisic jafnaði metin með góðu skoti eftir fyrirgjöf frá Hernández. Á 73. mínútu skoraði Albert svo það sem reyndist sigurmarkið með góðu skoti eftir sendingu frá Kean. Albert Gudmundsson for the Viola! 🙌#FiorentinaMilan 2-1 pic.twitter.com/YqCjInmdF1— Lega Serie A (@SerieA_EN) October 6, 2024 Albert var svo tekinn af velli nokkrum mínútum eftir það sem reyndist sigurmarkið þar sem fleiri mörk voru ekki skoruð. Fiorentina stöðvaði þar með þriggja leikja sigurgöngu AC Milan, lokatölur 2-1. Fiorentina nú með 10 stig í 11. sæti að loknum sjö leikjum á meðan Mílanó-liðið er með 11 stig í 6. sæti. Sigurmarkið í uppsiglingu.Photo Agency/Getty Images Önnur úrslit í Serie A Juventus 1-1 Cagliari Bologna 0-0 Parma Lazio 2-1 Empoli Monza 1-1 Roma Aftur gerði Bayern jafntefli Í Þýskalandi gerðu Frankfurt og Bayern 3-3 jafntefli í frábærum leik. Kim Min-Jae kom gestunum yfir en Omar Marmoush og Hugo Ekitike svöruðu fyrir Frankfurt áður en Dayot Upamecano jafnaði metin og staðan 2-2 í hálfleik. Michael Olise kom Bayern yfir á 53. mínútu og stefndi í 3-2 útisigur Bayern en á fjórðu mínútu uppbótartíma jafnaði Marmoush metin með öðru marki sínu og þriðja marki Frankfurt. Niðurstaðan jafntefli og Bayern nú gert tvö slík í röð. Bæjarar sitja þó á toppi efstu deildar í Þýskalandi með 14 stig að loknum sex leikjum líkt og RB Leipzig. Frankfurt er svo í 3. sæti með 13 stig. PSG mistókst að jafna toppliði að stigum Í Frakklandi náðu Frakklandsmeistarar PSG aðeins jafntefli gegn Nice, lokatölur 1-1. Ali Abdi kom Nice yfir í fyrri hálfleik en Nuno Mendes jafnaði fyrir gestina í síðari hálfleik eftir undirbúning Ousmane Dembélé. Eftir jafntefli kvöldsins er PSG með 17 stig að loknum sjö leikjum, tveimur minna en topplið Monaco. Nice er í 9. sæti með níu stig.
Fótbolti Ítalski boltinn Þýski boltinn Franski boltinn Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira