„Menn eru að henda sér fyrir bolta og hlaupa úr sér lungun“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. október 2024 22:01 Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var stoltur af sínum mönnum í kvöld. Vísir/Diego Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var sáttur með leik sinna manna er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Breiðabliki í 25. umferð Bestu-deildar karla í kvöld, þrátt fyrir að Valsmenn hafi í tvígang misst frá sér forystuna. „Ég er mjög sáttur. Að sjálfsögðu hefði ég viljað vinna leikinn, en mér finnst þetta gott stig fyrir okkur og næsta skref í því hvar Valur verður. Okkur vantar fullt af mönnum í dag, en það er mikil samstaða, mikið stolt og mikil vinnusemi í liðinu.“ „Þannig er það búið að vera undanfarnar vikur, jafnvel þó úrslitin hafi ekki alltaf verið að detta með okkur. Grunnurinn sem við erum að byggja núna er grunnurinn sem við ætlum að byggja á og þannig verður Valsliðið.“ Hann segir andann í liðinu ótrúlega góðan og að menn séu tilbúnir að fórna sér fyrir málstaðinn. „Eins og ég sagði eftir síðasta leik þá vil ég aldrei tala um neitt nema leikinn sjálfann. Við komum í dag í leik á móti Breiðablik á Kópavogsvelli, á móti liði sem var búið að vinna níu af síðustu tíu minnir mig án átta leikmanna. Það sýnir hvernig lið við erum og hvaða andi er í hópnum. Menn eru að henda sér fyrir bolta og hlaupa úr sér lungun og skilja allt eftir á vellinum.“ Þá segir Túfa að landsleikjahléið komi á góðum tíma og að hann búist við að fá nokkra leikmenn til baka fyrir síðustu tvo leiki tímabilsins. „Það er jákvætt að fá lendsleikjapásu núna. Þetta eru tvær vikur þar sem ég vona að við munum endurheimta einhverja leikmenn. Þannig er þetta búið að vera svolítið mikið síðan ég kem hérna inn. Það er alltaf eitthvað sem reynir á. Þetta er reynsla fyrir mig líka, og hópinn, að vera í þessari baráttu í gegnum mikið mótlæti.“ „Þetta er mikið skref fram á við og mjög jákvætt fyrir framhaldið. Við ætlum að klára þetta mót með stæl og tryggja okkur þriðja sætið. Það er okkar markmið.“ Að lokum nýtti Túfa tækifærið og hrósaði Frederik Schram, markverði liðsins, sem átti í það minnsta þrjár frábærar vörslur í leik kvöldsins. „Frederik, Ögmundur og Stefán líka. Ég held að við séum með bestu markmenn deildarinnar. Það er alltaf hausverkur hver á að vera í marki. Frederik kemur inn í síðasta leik þegar Ögmundur meiðist í upphitun og það er ekkert auðvelt að hoppa bara allt í einu inn. Hann var líka stórkostlegur þar og í dag sýndi hann bara hvað býr í Frederik Schram,“ sagði Túfa að lokum. Besta deild karla Valur Breiðablik Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Sjá meira
„Ég er mjög sáttur. Að sjálfsögðu hefði ég viljað vinna leikinn, en mér finnst þetta gott stig fyrir okkur og næsta skref í því hvar Valur verður. Okkur vantar fullt af mönnum í dag, en það er mikil samstaða, mikið stolt og mikil vinnusemi í liðinu.“ „Þannig er það búið að vera undanfarnar vikur, jafnvel þó úrslitin hafi ekki alltaf verið að detta með okkur. Grunnurinn sem við erum að byggja núna er grunnurinn sem við ætlum að byggja á og þannig verður Valsliðið.“ Hann segir andann í liðinu ótrúlega góðan og að menn séu tilbúnir að fórna sér fyrir málstaðinn. „Eins og ég sagði eftir síðasta leik þá vil ég aldrei tala um neitt nema leikinn sjálfann. Við komum í dag í leik á móti Breiðablik á Kópavogsvelli, á móti liði sem var búið að vinna níu af síðustu tíu minnir mig án átta leikmanna. Það sýnir hvernig lið við erum og hvaða andi er í hópnum. Menn eru að henda sér fyrir bolta og hlaupa úr sér lungun og skilja allt eftir á vellinum.“ Þá segir Túfa að landsleikjahléið komi á góðum tíma og að hann búist við að fá nokkra leikmenn til baka fyrir síðustu tvo leiki tímabilsins. „Það er jákvætt að fá lendsleikjapásu núna. Þetta eru tvær vikur þar sem ég vona að við munum endurheimta einhverja leikmenn. Þannig er þetta búið að vera svolítið mikið síðan ég kem hérna inn. Það er alltaf eitthvað sem reynir á. Þetta er reynsla fyrir mig líka, og hópinn, að vera í þessari baráttu í gegnum mikið mótlæti.“ „Þetta er mikið skref fram á við og mjög jákvætt fyrir framhaldið. Við ætlum að klára þetta mót með stæl og tryggja okkur þriðja sætið. Það er okkar markmið.“ Að lokum nýtti Túfa tækifærið og hrósaði Frederik Schram, markverði liðsins, sem átti í það minnsta þrjár frábærar vörslur í leik kvöldsins. „Frederik, Ögmundur og Stefán líka. Ég held að við séum með bestu markmenn deildarinnar. Það er alltaf hausverkur hver á að vera í marki. Frederik kemur inn í síðasta leik þegar Ögmundur meiðist í upphitun og það er ekkert auðvelt að hoppa bara allt í einu inn. Hann var líka stórkostlegur þar og í dag sýndi hann bara hvað býr í Frederik Schram,“ sagði Túfa að lokum.
Besta deild karla Valur Breiðablik Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti