„Menn eru að henda sér fyrir bolta og hlaupa úr sér lungun“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. október 2024 22:01 Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var stoltur af sínum mönnum í kvöld. Vísir/Diego Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var sáttur með leik sinna manna er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Breiðabliki í 25. umferð Bestu-deildar karla í kvöld, þrátt fyrir að Valsmenn hafi í tvígang misst frá sér forystuna. „Ég er mjög sáttur. Að sjálfsögðu hefði ég viljað vinna leikinn, en mér finnst þetta gott stig fyrir okkur og næsta skref í því hvar Valur verður. Okkur vantar fullt af mönnum í dag, en það er mikil samstaða, mikið stolt og mikil vinnusemi í liðinu.“ „Þannig er það búið að vera undanfarnar vikur, jafnvel þó úrslitin hafi ekki alltaf verið að detta með okkur. Grunnurinn sem við erum að byggja núna er grunnurinn sem við ætlum að byggja á og þannig verður Valsliðið.“ Hann segir andann í liðinu ótrúlega góðan og að menn séu tilbúnir að fórna sér fyrir málstaðinn. „Eins og ég sagði eftir síðasta leik þá vil ég aldrei tala um neitt nema leikinn sjálfann. Við komum í dag í leik á móti Breiðablik á Kópavogsvelli, á móti liði sem var búið að vinna níu af síðustu tíu minnir mig án átta leikmanna. Það sýnir hvernig lið við erum og hvaða andi er í hópnum. Menn eru að henda sér fyrir bolta og hlaupa úr sér lungun og skilja allt eftir á vellinum.“ Þá segir Túfa að landsleikjahléið komi á góðum tíma og að hann búist við að fá nokkra leikmenn til baka fyrir síðustu tvo leiki tímabilsins. „Það er jákvætt að fá lendsleikjapásu núna. Þetta eru tvær vikur þar sem ég vona að við munum endurheimta einhverja leikmenn. Þannig er þetta búið að vera svolítið mikið síðan ég kem hérna inn. Það er alltaf eitthvað sem reynir á. Þetta er reynsla fyrir mig líka, og hópinn, að vera í þessari baráttu í gegnum mikið mótlæti.“ „Þetta er mikið skref fram á við og mjög jákvætt fyrir framhaldið. Við ætlum að klára þetta mót með stæl og tryggja okkur þriðja sætið. Það er okkar markmið.“ Að lokum nýtti Túfa tækifærið og hrósaði Frederik Schram, markverði liðsins, sem átti í það minnsta þrjár frábærar vörslur í leik kvöldsins. „Frederik, Ögmundur og Stefán líka. Ég held að við séum með bestu markmenn deildarinnar. Það er alltaf hausverkur hver á að vera í marki. Frederik kemur inn í síðasta leik þegar Ögmundur meiðist í upphitun og það er ekkert auðvelt að hoppa bara allt í einu inn. Hann var líka stórkostlegur þar og í dag sýndi hann bara hvað býr í Frederik Schram,“ sagði Túfa að lokum. Besta deild karla Valur Breiðablik Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Sjá meira
„Ég er mjög sáttur. Að sjálfsögðu hefði ég viljað vinna leikinn, en mér finnst þetta gott stig fyrir okkur og næsta skref í því hvar Valur verður. Okkur vantar fullt af mönnum í dag, en það er mikil samstaða, mikið stolt og mikil vinnusemi í liðinu.“ „Þannig er það búið að vera undanfarnar vikur, jafnvel þó úrslitin hafi ekki alltaf verið að detta með okkur. Grunnurinn sem við erum að byggja núna er grunnurinn sem við ætlum að byggja á og þannig verður Valsliðið.“ Hann segir andann í liðinu ótrúlega góðan og að menn séu tilbúnir að fórna sér fyrir málstaðinn. „Eins og ég sagði eftir síðasta leik þá vil ég aldrei tala um neitt nema leikinn sjálfann. Við komum í dag í leik á móti Breiðablik á Kópavogsvelli, á móti liði sem var búið að vinna níu af síðustu tíu minnir mig án átta leikmanna. Það sýnir hvernig lið við erum og hvaða andi er í hópnum. Menn eru að henda sér fyrir bolta og hlaupa úr sér lungun og skilja allt eftir á vellinum.“ Þá segir Túfa að landsleikjahléið komi á góðum tíma og að hann búist við að fá nokkra leikmenn til baka fyrir síðustu tvo leiki tímabilsins. „Það er jákvætt að fá lendsleikjapásu núna. Þetta eru tvær vikur þar sem ég vona að við munum endurheimta einhverja leikmenn. Þannig er þetta búið að vera svolítið mikið síðan ég kem hérna inn. Það er alltaf eitthvað sem reynir á. Þetta er reynsla fyrir mig líka, og hópinn, að vera í þessari baráttu í gegnum mikið mótlæti.“ „Þetta er mikið skref fram á við og mjög jákvætt fyrir framhaldið. Við ætlum að klára þetta mót með stæl og tryggja okkur þriðja sætið. Það er okkar markmið.“ Að lokum nýtti Túfa tækifærið og hrósaði Frederik Schram, markverði liðsins, sem átti í það minnsta þrjár frábærar vörslur í leik kvöldsins. „Frederik, Ögmundur og Stefán líka. Ég held að við séum með bestu markmenn deildarinnar. Það er alltaf hausverkur hver á að vera í marki. Frederik kemur inn í síðasta leik þegar Ögmundur meiðist í upphitun og það er ekkert auðvelt að hoppa bara allt í einu inn. Hann var líka stórkostlegur þar og í dag sýndi hann bara hvað býr í Frederik Schram,“ sagði Túfa að lokum.
Besta deild karla Valur Breiðablik Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Sjá meira