Nágrannar óskast! Embla Vigfúsdóttir skrifar 7. október 2024 11:02 Hversu vel þekkir þú nágranna þína? Bankar þú á næstu dyr og færð lánað lyftiduft þegar þú fattar í miðri köku að það er búið? Myndir þú biðja fólkið á efri hæðinni að vökva blómin þín meðan þú færir til Tene? Í mörg þúsund kynslóðir bjuggum við mannfólkið í þéttu samfélagi hvert við annað. Við bjuggum saman í hópum, deildum mat, skjóli og ábyrgð hvert með öðru. Við pössuðum upp á hvert annað. Við vorum heild. En fyrir um 20 kynslóðum síðan byrjaði þetta fyrirkomulag að breytast. Við fórum að búa í smærri og smærri einingum og núorðið búum við oftast í litlum kjarnafjölskyldum. Veggir, vegir, garðar og girðingar hafa hólfað okkur af, svo að í hversdeginum vitum við oft lítið um þá sem búa okkur næst. Það er því ekki furða að einmanaleiki sé að aukast, við mannverur erum jú hópdýr. Á Íslandi segjast 36% fólks vera stundum, oft eða alltaf einmana. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur lýst yfir að einmanaleiki sé alþjóðlegt áhyggjuefni og hafi jafnmikil – og oft verri – heilsufarsáhrif en reykingar, ofþyngd og mikil áfengisneysla. Þessar áhyggjur eiga ekki eingöngu við um eldra fólk heldur sýna rannsóknir að einmanaleiki er ört vaxandi vandamál hjá yngra fólki. Á sama tíma er gríðarlegt álag á barnafjölskyldum sem hafa ekki næga klukkutíma í sólarhringnum. Barnauppeldi er krefjandi og oft talað um að það þurfi heilt þorp til að ala barn. Þorp segirðu? Hvað ef við hefðum þorp inni í borg? Væri það hægt? Ójá, það er hægt. Til eru fjölmörg dæmi víðsvegar um heiminn sem sýna að það er vel hægt. Það er byggðarlag sem kallað er co-housing eða kjarnasamfélag og hefur verið til í rúmlega 50 ár undir því nafni. Kjarnasamfélög eru skipulagt samfélag, byggt upp af íbúðum eða húsaþyrpingu með sameiginlegri miðju. Híbýlin eru alltaf í eign íbúanna sjálfra og saman velja þeir að sameinast um suma hlut, rými og ábyrgð. Íbúar eiga þá sína eigin íbúð/hús með öllu sem því fylgir en hafa einnig aðgang að sameiginlegum rýmum, eins og stóru eldhúsi, borðsal og t.d. leikfimisal, gróðurhús eða verkstæði. Þá borða íbúar sameiginlegar máltíðir reglulega sem styrkir félagsleg tengsl þeirra á milli. Oft verða til klúbbar um sameiginleg áhugamál og sjálfsprottnir viðburðir og hittingar. Þannig myndast oft hversdagslegur samgangur milli nágranna, börnin fá þorpsbúana sína og fullorðnir fá langþráð félagslíf. Eins og í litlu þorpi. Ef þú ert núna með fullt af praktískum eða skeptískum og praktískum spurningum um hvernig þetta útópíska samlíf geti gengið upp þá er heppnin með þér, því þann 10. október verður nefnilega fyrirlestrakvöld um kjarnasamfélög í Iðnó, kl 19:30 sem heitir Living Closer. Þar verða sérfræðingar að utan sem hafa stofnað, búa í, og aðstoðað aðra við stofnun kjarnasamfélaga sem koma og fræða okkur um þennan híbýlakost sem ekki hefur staðið til boða hér á landi og svara öllum þínum spurningum. Okkur í Kjarnasamfélagi Reykjavíkur langar nefnilega að taka frumkvæðið að því að stofna fyrsta kjarnasamfélagið hérlendis, sem síðan gæti rutt brautina fyrir fleiri. Byggja þorp inn í borginni. Samfélag, ekki bara íverustað. Því það getur borgað sig að þekkja þá sem búa manni næst, eins og þegar lyftiduftið klárast. Höfundur er hönnuður og meðlimur í Kjarnasamfélagi Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Hversu vel þekkir þú nágranna þína? Bankar þú á næstu dyr og færð lánað lyftiduft þegar þú fattar í miðri köku að það er búið? Myndir þú biðja fólkið á efri hæðinni að vökva blómin þín meðan þú færir til Tene? Í mörg þúsund kynslóðir bjuggum við mannfólkið í þéttu samfélagi hvert við annað. Við bjuggum saman í hópum, deildum mat, skjóli og ábyrgð hvert með öðru. Við pössuðum upp á hvert annað. Við vorum heild. En fyrir um 20 kynslóðum síðan byrjaði þetta fyrirkomulag að breytast. Við fórum að búa í smærri og smærri einingum og núorðið búum við oftast í litlum kjarnafjölskyldum. Veggir, vegir, garðar og girðingar hafa hólfað okkur af, svo að í hversdeginum vitum við oft lítið um þá sem búa okkur næst. Það er því ekki furða að einmanaleiki sé að aukast, við mannverur erum jú hópdýr. Á Íslandi segjast 36% fólks vera stundum, oft eða alltaf einmana. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur lýst yfir að einmanaleiki sé alþjóðlegt áhyggjuefni og hafi jafnmikil – og oft verri – heilsufarsáhrif en reykingar, ofþyngd og mikil áfengisneysla. Þessar áhyggjur eiga ekki eingöngu við um eldra fólk heldur sýna rannsóknir að einmanaleiki er ört vaxandi vandamál hjá yngra fólki. Á sama tíma er gríðarlegt álag á barnafjölskyldum sem hafa ekki næga klukkutíma í sólarhringnum. Barnauppeldi er krefjandi og oft talað um að það þurfi heilt þorp til að ala barn. Þorp segirðu? Hvað ef við hefðum þorp inni í borg? Væri það hægt? Ójá, það er hægt. Til eru fjölmörg dæmi víðsvegar um heiminn sem sýna að það er vel hægt. Það er byggðarlag sem kallað er co-housing eða kjarnasamfélag og hefur verið til í rúmlega 50 ár undir því nafni. Kjarnasamfélög eru skipulagt samfélag, byggt upp af íbúðum eða húsaþyrpingu með sameiginlegri miðju. Híbýlin eru alltaf í eign íbúanna sjálfra og saman velja þeir að sameinast um suma hlut, rými og ábyrgð. Íbúar eiga þá sína eigin íbúð/hús með öllu sem því fylgir en hafa einnig aðgang að sameiginlegum rýmum, eins og stóru eldhúsi, borðsal og t.d. leikfimisal, gróðurhús eða verkstæði. Þá borða íbúar sameiginlegar máltíðir reglulega sem styrkir félagsleg tengsl þeirra á milli. Oft verða til klúbbar um sameiginleg áhugamál og sjálfsprottnir viðburðir og hittingar. Þannig myndast oft hversdagslegur samgangur milli nágranna, börnin fá þorpsbúana sína og fullorðnir fá langþráð félagslíf. Eins og í litlu þorpi. Ef þú ert núna með fullt af praktískum eða skeptískum og praktískum spurningum um hvernig þetta útópíska samlíf geti gengið upp þá er heppnin með þér, því þann 10. október verður nefnilega fyrirlestrakvöld um kjarnasamfélög í Iðnó, kl 19:30 sem heitir Living Closer. Þar verða sérfræðingar að utan sem hafa stofnað, búa í, og aðstoðað aðra við stofnun kjarnasamfélaga sem koma og fræða okkur um þennan híbýlakost sem ekki hefur staðið til boða hér á landi og svara öllum þínum spurningum. Okkur í Kjarnasamfélagi Reykjavíkur langar nefnilega að taka frumkvæðið að því að stofna fyrsta kjarnasamfélagið hérlendis, sem síðan gæti rutt brautina fyrir fleiri. Byggja þorp inn í borginni. Samfélag, ekki bara íverustað. Því það getur borgað sig að þekkja þá sem búa manni næst, eins og þegar lyftiduftið klárast. Höfundur er hönnuður og meðlimur í Kjarnasamfélagi Reykjavíkur.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun