Augljóst að ríkisstjórnarsamstarfið sé að nálgast leiðarlok Lovísa Arnardóttir skrifar 7. október 2024 09:01 Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir Framsóknarflokkinn stefna að því að ljúka kjörtímabilinu. Aðsend Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir ekkert óvænt við samþykkt ályktunar á landsfundi Vinstri grænna um að ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sé að nálgast leiðarlok var. Í ályktuninni segir meðal annars að ganga verði til kosninga næsta vor. Hún telur ekki ástæðu til að ræða ályktunina á fundi þingflokks Framsóknar. Í ályktuninni segir einnig að ríkisstjórnin hafi verið upphaflega mynduð árið 2017 í kjölfar óvæntra kosninga og þannig hafi komist á festa í stjórnmálum undir forystu Vinstri grænna. Síðan þá hafi hreyfingin náð fram mörgum mikilvægum málum en að brýn verkefni séu fram undan. Landsfundurinn telji að takast verði á við þau á félagslegum grunni. „Ég get svarað þessu eins og ég svaraði því þegar ég var spurð fyrst þegar Svandís setti þetta fram. Þetta er eitthvað sem þau leggja fram og allir hafa rétt á, en samtalið er á milli formannanna þriggja.“ Hún segir ályktunina í takt við það sem Svandís hefur áður sagt og því komi ekki á óvart að hún hafi verið samþykkt svona. Það hefði komið meira á óvart ef upprunaleg tillaga um að slíta samstarfinu núna hefði verið samþykkt. Það væri ekki í takt við orðræðu nýs formanns. „Það er eðlilegt að flokkurinn fylgi nýjum formanni. En að því sögðu þá er ábyrgðarhluti að vera í ríkisstjórn og það er formannanna þriggja að taka þetta samtal.“ Augljóst að samstarfið sé komið að leiðarlokum Hvað varðar orðalag í ályktuninni um að samstarfið sé komið að leiðarlokum segir Ingibjörg það augljóst. „Þetta er eitthvað sem liggur í augum uppi. Það er ár eftir að kjörtímabilinu. Þetta er kosningavetur og fyrir mér eru þetta ekki nýjar fréttir. Það er að koma að leiðarlokum,“ segir Ingibjörg. Sjá einnig: Erfitt að setja tölu á hve margir vilji stjórnarslit Hún segir Framsóknarflokkinn stefna að því að ljúka kjörtímabilinu. Það séu verkefni fram undan sem séu mikilvæg fyrir samfélagið allt. „Það er það sem við horfum á og vinnum eftir.“ Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir „Kveður við nýjan tón í samstarfinu sem er efnislega lokið“ Prófessor í stjórnmálafræði segir fyrstu ræðu Svandísar Svavarsdóttur sem formaður Vinstri grænna geta bent til þess að kosningar séu nær en marga gruni. VG hafi tekið efnislega ákvörðun um að halda stjórnarsamstarfinu ekki áfram, þrátt fyrir að óvíst sé hvenær kosið yrði. 6. október 2024 12:05 Sigmundur og hvolpurinn gleðjast yfir fylgi Miðflokksins „Ég skal viðurkenna að eftir allt sem á undan er gengið var á vissan hátt ánægjulegt að sjá könnun þar sem Miðflokkurinn mældist með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn til samans og nánast jafnmikið og stjórnarflokkarnir allir samanlagt.“ 5. október 2024 23:08 Ríkisstjórnarflokkarnir mælast með tuttugu prósenta fylgi Ríkisstjórnarflokkarnir mælast sameiginlega með tuttugu prósenta fylgi í nýjustu könnun Prósents. 5. október 2024 08:54 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Maðurinn fundinn Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Í ályktuninni segir einnig að ríkisstjórnin hafi verið upphaflega mynduð árið 2017 í kjölfar óvæntra kosninga og þannig hafi komist á festa í stjórnmálum undir forystu Vinstri grænna. Síðan þá hafi hreyfingin náð fram mörgum mikilvægum málum en að brýn verkefni séu fram undan. Landsfundurinn telji að takast verði á við þau á félagslegum grunni. „Ég get svarað þessu eins og ég svaraði því þegar ég var spurð fyrst þegar Svandís setti þetta fram. Þetta er eitthvað sem þau leggja fram og allir hafa rétt á, en samtalið er á milli formannanna þriggja.“ Hún segir ályktunina í takt við það sem Svandís hefur áður sagt og því komi ekki á óvart að hún hafi verið samþykkt svona. Það hefði komið meira á óvart ef upprunaleg tillaga um að slíta samstarfinu núna hefði verið samþykkt. Það væri ekki í takt við orðræðu nýs formanns. „Það er eðlilegt að flokkurinn fylgi nýjum formanni. En að því sögðu þá er ábyrgðarhluti að vera í ríkisstjórn og það er formannanna þriggja að taka þetta samtal.“ Augljóst að samstarfið sé komið að leiðarlokum Hvað varðar orðalag í ályktuninni um að samstarfið sé komið að leiðarlokum segir Ingibjörg það augljóst. „Þetta er eitthvað sem liggur í augum uppi. Það er ár eftir að kjörtímabilinu. Þetta er kosningavetur og fyrir mér eru þetta ekki nýjar fréttir. Það er að koma að leiðarlokum,“ segir Ingibjörg. Sjá einnig: Erfitt að setja tölu á hve margir vilji stjórnarslit Hún segir Framsóknarflokkinn stefna að því að ljúka kjörtímabilinu. Það séu verkefni fram undan sem séu mikilvæg fyrir samfélagið allt. „Það er það sem við horfum á og vinnum eftir.“
Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir „Kveður við nýjan tón í samstarfinu sem er efnislega lokið“ Prófessor í stjórnmálafræði segir fyrstu ræðu Svandísar Svavarsdóttur sem formaður Vinstri grænna geta bent til þess að kosningar séu nær en marga gruni. VG hafi tekið efnislega ákvörðun um að halda stjórnarsamstarfinu ekki áfram, þrátt fyrir að óvíst sé hvenær kosið yrði. 6. október 2024 12:05 Sigmundur og hvolpurinn gleðjast yfir fylgi Miðflokksins „Ég skal viðurkenna að eftir allt sem á undan er gengið var á vissan hátt ánægjulegt að sjá könnun þar sem Miðflokkurinn mældist með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn til samans og nánast jafnmikið og stjórnarflokkarnir allir samanlagt.“ 5. október 2024 23:08 Ríkisstjórnarflokkarnir mælast með tuttugu prósenta fylgi Ríkisstjórnarflokkarnir mælast sameiginlega með tuttugu prósenta fylgi í nýjustu könnun Prósents. 5. október 2024 08:54 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Maðurinn fundinn Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Kveður við nýjan tón í samstarfinu sem er efnislega lokið“ Prófessor í stjórnmálafræði segir fyrstu ræðu Svandísar Svavarsdóttur sem formaður Vinstri grænna geta bent til þess að kosningar séu nær en marga gruni. VG hafi tekið efnislega ákvörðun um að halda stjórnarsamstarfinu ekki áfram, þrátt fyrir að óvíst sé hvenær kosið yrði. 6. október 2024 12:05
Sigmundur og hvolpurinn gleðjast yfir fylgi Miðflokksins „Ég skal viðurkenna að eftir allt sem á undan er gengið var á vissan hátt ánægjulegt að sjá könnun þar sem Miðflokkurinn mældist með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn til samans og nánast jafnmikið og stjórnarflokkarnir allir samanlagt.“ 5. október 2024 23:08
Ríkisstjórnarflokkarnir mælast með tuttugu prósenta fylgi Ríkisstjórnarflokkarnir mælast sameiginlega með tuttugu prósenta fylgi í nýjustu könnun Prósents. 5. október 2024 08:54