Körfubolti

Njarð­vík semur við eina unga og efni­lega

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Halldór Rúnar Karlsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, og nýjasti leikmaður liðsins.
Halldór Rúnar Karlsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, og nýjasti leikmaður liðsins. UMFN

Bo Guttormsdóttir-Frost mun leika með Njarðvík í Bestu deild kvenna í körfubolta á komandi leiktíð. Frá þessu var greint á vef Njarðvíkur.

Þar segir að hin 16 ára Bo sé uppalin í Madríd á Spáni en síðan hún flutti hingað til lands hefur hún spilað fyrir Stjörnuna.

„Bo er ungur og spennandi leikmaður sem kemur til að með að styrkja sterkan hóp enn frekar í baráttunni. Hún bætir auðvitað upp á sentímetrana hjá okkur þar sem hún er hávaxin og einnig fjölhæf á boltann,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur.

„Ég tel þetta vera rétt skref fyrir minn feril núna. Liðið er sterkt, aðstaðan er stórglæsileg og ég hef trú á að Njarðvík geti barist um titla í vetur,“ sagði Bo við skiptin.

Njarðvík hóf tímabilið í Bónus-deild kvenna með sigri á Grindavík og mætir svo nágrönnum sínum í Keflavík í stórleik 2. umferðar á þriðjudaginn kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×