Konaté mætti með nýstárlega grímu til æfinga Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2024 09:30 Ibrahima Konaté mætti svona klæddur á æfingasvæði franska landsliðsins. Twitter/@Football_Tweet Ibrahima Konaté, miðvörður Liverpool, er greinilega óhræddur við að fara óhefðbundnar leiðir í fatavali eins og hann sýndi þegar hann mætti til æfinga með franska landsliðinu í gær. Frakkar eiga fyrir höndum leiki við Ísrael (leikið í Búdapest) og Belgíu í Þjóðadeildinni í fótbolta, og hófu æfingar í herbúðum sínum í Clairefontaine í gær. Þangað mætti Konaté með einhvers konar grímu eða hettu yfir öllu andlitinu. Þekkt er að leikmenn franska landsliðsins leggja sig fram við að fara óhefðbundnar leiðir í fatavali en yfirleitt þekkjast þeir þó. „Vitið þið ekki hver ég er?“ spurði Konaté frönsku blaðamennina sem biðu eftir því að sjá leikmenn mæta á æfingasvæðið. Hann renndi svo niður rennilásnum og sýndi á sér andlitið, og brosti í myndavélarnar. Ibrahima Konaté's new look at Clairefontaine 🎭 pic.twitter.com/xmPSoRmMWo— B/R Football (@brfootball) October 7, 2024 Franska knattspyrnusambandið er með styrktarsamning við Nike en það er ekki ljóst á hvaða tímapunkti leikmönnum ber skylda til að láta aðeins sjá sig í Nike-fatnaði. Vanalega mæta þeir í það minnsta í borgaralegum klæðum, ef svo má segja, til fyrstu æfingar. Frakkar verða án Antoine Griezmann og Kylian Mbappé í leikjunum. Griezmann tilkynnti nýverið að hann væri hættur í landsliðinu en Mbappé fékk frí til að jafna sig af meiðslum. Eftir landsleikina fer Konaté aftur heim til Liverpool en þar eru menn vongóðir um að þessi sterki varnarmaður skrifi undir nýjan samning von bráðar, samkvæmt ítalska blaðamanninum Fabrizio Romano. 🚨 Liverpool are confident to complete agreement on new deal with Ibrahima Konaté soon as talks are now progressing well.He's expected to sign new contract after Quansah, as crucial part of club's project and really appreciated by Arne Slot. pic.twitter.com/e7I60nwDX3— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 8, 2024 Romano segir að Arne Slot, sem tók við Liverpool í sumar, sé afar hrifinn af Konaté sem kom inn á í seinni hálfleik í fyrsta leik undir stjórn Slots og hefur haldið sæti sínu í liðinu síðan þá. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Frakkar eiga fyrir höndum leiki við Ísrael (leikið í Búdapest) og Belgíu í Þjóðadeildinni í fótbolta, og hófu æfingar í herbúðum sínum í Clairefontaine í gær. Þangað mætti Konaté með einhvers konar grímu eða hettu yfir öllu andlitinu. Þekkt er að leikmenn franska landsliðsins leggja sig fram við að fara óhefðbundnar leiðir í fatavali en yfirleitt þekkjast þeir þó. „Vitið þið ekki hver ég er?“ spurði Konaté frönsku blaðamennina sem biðu eftir því að sjá leikmenn mæta á æfingasvæðið. Hann renndi svo niður rennilásnum og sýndi á sér andlitið, og brosti í myndavélarnar. Ibrahima Konaté's new look at Clairefontaine 🎭 pic.twitter.com/xmPSoRmMWo— B/R Football (@brfootball) October 7, 2024 Franska knattspyrnusambandið er með styrktarsamning við Nike en það er ekki ljóst á hvaða tímapunkti leikmönnum ber skylda til að láta aðeins sjá sig í Nike-fatnaði. Vanalega mæta þeir í það minnsta í borgaralegum klæðum, ef svo má segja, til fyrstu æfingar. Frakkar verða án Antoine Griezmann og Kylian Mbappé í leikjunum. Griezmann tilkynnti nýverið að hann væri hættur í landsliðinu en Mbappé fékk frí til að jafna sig af meiðslum. Eftir landsleikina fer Konaté aftur heim til Liverpool en þar eru menn vongóðir um að þessi sterki varnarmaður skrifi undir nýjan samning von bráðar, samkvæmt ítalska blaðamanninum Fabrizio Romano. 🚨 Liverpool are confident to complete agreement on new deal with Ibrahima Konaté soon as talks are now progressing well.He's expected to sign new contract after Quansah, as crucial part of club's project and really appreciated by Arne Slot. pic.twitter.com/e7I60nwDX3— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 8, 2024 Romano segir að Arne Slot, sem tók við Liverpool í sumar, sé afar hrifinn af Konaté sem kom inn á í seinni hálfleik í fyrsta leik undir stjórn Slots og hefur haldið sæti sínu í liðinu síðan þá.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira