Klopp ráðinn til Red Bull en skýr klásúla í samningnum Sindri Sverrisson skrifar 9. október 2024 06:48 Jürgen Klopp naut gríðarlegra vinsælda hjá Liverpool enda batt hann meðal annars endi á þrjátíu ára bið félagsins eftir Englandsmeistaratitli. Getty/James Baylis Jürgen Klopp, fyrrverandi knattspyrnustjóri Liverpool, er búinn að finna sér nýtt starf og það er hjá orkudrykkjaframleiðandanum Red Bull, sem á knattspyrnufélög í nokkrum löndum. Frá þessu greindu meðal annars Sky og Bild í Þýskalandi og Red Bull hefur nú staðfest ráðninguna. Klopp mun taka við sem „alþjóða yfirmaður fótboltamála“ hjá Red Bull, og taka til starfa þann 1. janúar næstkomandi. Um langtímasamning er að ræða. Florian Plettenberg, fréttamaður Sky í Þýskalandi, segir að í samningnum sé hins vegar skýr klásúla um það að Klopp megi hætta hvenær sem er bjóðist honum að taka við þýska landsliðinu, þegar Julian Nagelsmann hættir. 🚨🧨 Excl | Jürgen #Klopp will become the new „Global Head of Soccer“ at Red Bull ✔️.. starting on January 1, 2025. Klopp has already signed a long-term contract. ⚠️ Additionally, Klopp has secured an exit option allowing him to become the head coach of the Germany national… pic.twitter.com/eBzXKSQ85V— Florian Plettenberg (@Plettigoal) October 9, 2024 Red Bull á félögin RB Leipzig í Þýskalandi, Red Bull Salzburg og FC Liefering í Austurríki, Red Bull Bragantino í Brasilíu og New York Red Bulls í Bandaríkjunum. Hlutverk Klopps verður meðal annars að ráðleggja öllum þessum félögum varðandi þjálfun, leikhugmyndafræði, og þróun og kaup á ungum leikmönnum og þjálfurum. Klopp hefur verið án starfs síðan í maí þegar hann kvaddi Liverpool eftir níu ár sem knattspyrnustjóri félagsins. Þar naut hann gríðarlegra vinsælda, rétt eins og þegar hann stýrði Dortmund árin 2008-2015 og Mainz þar áður. Þegar hann hætti hjá Liverpool kvaðst hann ekki ætla að þjálfa aftur á næstunni: „Ekkert félagslið eða landslið næsta árið. Ég get lofað því. Auðvitað geri ég samt eitthvað annað á einhverjum tímapunkti. Ég er of ungur til að fara bara í padel og leika við barnabörnin. Kannski finn ég eitthvað annað,“ sagði Klopp sem nú hefur fundið eitthvað annað. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Frá þessu greindu meðal annars Sky og Bild í Þýskalandi og Red Bull hefur nú staðfest ráðninguna. Klopp mun taka við sem „alþjóða yfirmaður fótboltamála“ hjá Red Bull, og taka til starfa þann 1. janúar næstkomandi. Um langtímasamning er að ræða. Florian Plettenberg, fréttamaður Sky í Þýskalandi, segir að í samningnum sé hins vegar skýr klásúla um það að Klopp megi hætta hvenær sem er bjóðist honum að taka við þýska landsliðinu, þegar Julian Nagelsmann hættir. 🚨🧨 Excl | Jürgen #Klopp will become the new „Global Head of Soccer“ at Red Bull ✔️.. starting on January 1, 2025. Klopp has already signed a long-term contract. ⚠️ Additionally, Klopp has secured an exit option allowing him to become the head coach of the Germany national… pic.twitter.com/eBzXKSQ85V— Florian Plettenberg (@Plettigoal) October 9, 2024 Red Bull á félögin RB Leipzig í Þýskalandi, Red Bull Salzburg og FC Liefering í Austurríki, Red Bull Bragantino í Brasilíu og New York Red Bulls í Bandaríkjunum. Hlutverk Klopps verður meðal annars að ráðleggja öllum þessum félögum varðandi þjálfun, leikhugmyndafræði, og þróun og kaup á ungum leikmönnum og þjálfurum. Klopp hefur verið án starfs síðan í maí þegar hann kvaddi Liverpool eftir níu ár sem knattspyrnustjóri félagsins. Þar naut hann gríðarlegra vinsælda, rétt eins og þegar hann stýrði Dortmund árin 2008-2015 og Mainz þar áður. Þegar hann hætti hjá Liverpool kvaðst hann ekki ætla að þjálfa aftur á næstunni: „Ekkert félagslið eða landslið næsta árið. Ég get lofað því. Auðvitað geri ég samt eitthvað annað á einhverjum tímapunkti. Ég er of ungur til að fara bara í padel og leika við barnabörnin. Kannski finn ég eitthvað annað,“ sagði Klopp sem nú hefur fundið eitthvað annað.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira