Þrír fá Nóbelsverðlaun fyrir að afhjúpa uppbyggingu prótína Kjartan Kjartansson skrifar 9. október 2024 09:55 David Baker, Demis Hassabis og John. M Jumper eru Nóbelsverðlaunahafar í efnafræði árið 2024. Sænska vísindaakademían Þrír vísindamenn hlutu Nóbelsverðlaun í efnafræði fyrir rannsóknir sínar á prótínum og samsetningu þeirra. Uppgötvanir þeirra geta meðal annars haft miklar framfarir í för með sér fyrir mannkynið. Sænska vísindaakademían kynnti vinningshafana á blaðamannafundi í Stokkhólmi nú klukkan 9:45. Verðlaunin í ár hlaut David Baker frá Háskólanum í Washington-ríki í Bandaríkjunum, fyrir hönnun á prótíni og félagarnir Demis Hassabis og John M. Jumper frá hugbúnaðarfyrirtækinu Google Deepmind fyrir forspár um uppbyggingu prótína. Prótín, sem eru sett saman úr amínósýrum, stjórna öllum efnahvörfum sem lífið eins og við þekkjum það byggist á. Þau virka einnig sem hormónar, boðberar, mótefni og byggingareinning lífrænna vefja. Í rökstuðningi akademíunnar kom fram að Hassabis og Jumper hefðu notað gervigreind til þess að spá fyrir um margslungna samsetningu allra þekktra prótína í náttúrunni árið 2020. Vísindamenn höfðu glímt við það vandamál um áratuga skeið að spá fyrir um uppbyggingu prótína áður en tvímenningarnir kynntu gervigreindaforrit sitt fyrir fjórum árum. Demis Hassabis, forstjóri Google Deepmind. Fyrirtækið er dótturfélag Google sem fæst við gervigreind.AP/Jeff Chiu Afrek Hassabis og Jumper hjálpar vísindamönnum meðal annars að skilja betur sýklalyfjaónæmi og mynda ensím sem geta brotið niður plast. Baker hlaut sín verðlaun fyrir að nota reiknirit til þess að hanna ný prótín með nýja virkni sem eru sögð geta haft miklar framfarir í för með sér fyrir mannkynið. Prótín sem hafa verið framleidd þökk sé rannsóknum Baker nýtast meðal annars í framleiðslu á lyfjum, bóluefnum, nanóefnum og agnarsmáum skynjurum. Fréttin hefur verið uppfærð. Nóbelsverðlaun Vísindi Svíþjóð Bandaríkin Tengdar fréttir Hlutu Nóbelinn fyrir framlag til vélræns náms Tveir norðuramerískir vísindamenn deila Nóbelsverðlaununum í eðlisfræði í ár fyrir uppgötvanir og uppfinningar sem gerðu vélrænt nám með gervitauganeti mögulegt. Rannsóknir þeirra hafa meðal annars lagt grunninn að framförum í gervigreind. 8. október 2024 09:55 Deila Nóbelnum fyrir uppgötvun á miRNA Bandaríkjamennirnir Victor Ambros og Gary Ruvkun deila Nóbelsverðlaununum í læknisfræði í ár fyrir uppgötvunina á svonefndu miRNA og hlutverki þeirra í genastjórnun eftir umritun. Þeir störfuðu báðir hjá Harvard-háskóla í Bandaríkjunum þegar þeir stunduðu rannsóknir sínar. 7. október 2024 09:40 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira
Sænska vísindaakademían kynnti vinningshafana á blaðamannafundi í Stokkhólmi nú klukkan 9:45. Verðlaunin í ár hlaut David Baker frá Háskólanum í Washington-ríki í Bandaríkjunum, fyrir hönnun á prótíni og félagarnir Demis Hassabis og John M. Jumper frá hugbúnaðarfyrirtækinu Google Deepmind fyrir forspár um uppbyggingu prótína. Prótín, sem eru sett saman úr amínósýrum, stjórna öllum efnahvörfum sem lífið eins og við þekkjum það byggist á. Þau virka einnig sem hormónar, boðberar, mótefni og byggingareinning lífrænna vefja. Í rökstuðningi akademíunnar kom fram að Hassabis og Jumper hefðu notað gervigreind til þess að spá fyrir um margslungna samsetningu allra þekktra prótína í náttúrunni árið 2020. Vísindamenn höfðu glímt við það vandamál um áratuga skeið að spá fyrir um uppbyggingu prótína áður en tvímenningarnir kynntu gervigreindaforrit sitt fyrir fjórum árum. Demis Hassabis, forstjóri Google Deepmind. Fyrirtækið er dótturfélag Google sem fæst við gervigreind.AP/Jeff Chiu Afrek Hassabis og Jumper hjálpar vísindamönnum meðal annars að skilja betur sýklalyfjaónæmi og mynda ensím sem geta brotið niður plast. Baker hlaut sín verðlaun fyrir að nota reiknirit til þess að hanna ný prótín með nýja virkni sem eru sögð geta haft miklar framfarir í för með sér fyrir mannkynið. Prótín sem hafa verið framleidd þökk sé rannsóknum Baker nýtast meðal annars í framleiðslu á lyfjum, bóluefnum, nanóefnum og agnarsmáum skynjurum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Nóbelsverðlaun Vísindi Svíþjóð Bandaríkin Tengdar fréttir Hlutu Nóbelinn fyrir framlag til vélræns náms Tveir norðuramerískir vísindamenn deila Nóbelsverðlaununum í eðlisfræði í ár fyrir uppgötvanir og uppfinningar sem gerðu vélrænt nám með gervitauganeti mögulegt. Rannsóknir þeirra hafa meðal annars lagt grunninn að framförum í gervigreind. 8. október 2024 09:55 Deila Nóbelnum fyrir uppgötvun á miRNA Bandaríkjamennirnir Victor Ambros og Gary Ruvkun deila Nóbelsverðlaununum í læknisfræði í ár fyrir uppgötvunina á svonefndu miRNA og hlutverki þeirra í genastjórnun eftir umritun. Þeir störfuðu báðir hjá Harvard-háskóla í Bandaríkjunum þegar þeir stunduðu rannsóknir sínar. 7. október 2024 09:40 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira
Hlutu Nóbelinn fyrir framlag til vélræns náms Tveir norðuramerískir vísindamenn deila Nóbelsverðlaununum í eðlisfræði í ár fyrir uppgötvanir og uppfinningar sem gerðu vélrænt nám með gervitauganeti mögulegt. Rannsóknir þeirra hafa meðal annars lagt grunninn að framförum í gervigreind. 8. október 2024 09:55
Deila Nóbelnum fyrir uppgötvun á miRNA Bandaríkjamennirnir Victor Ambros og Gary Ruvkun deila Nóbelsverðlaununum í læknisfræði í ár fyrir uppgötvunina á svonefndu miRNA og hlutverki þeirra í genastjórnun eftir umritun. Þeir störfuðu báðir hjá Harvard-háskóla í Bandaríkjunum þegar þeir stunduðu rannsóknir sínar. 7. október 2024 09:40