Réðst á fyrrverandi kærustur og aðstoðarslökkviliðsstjóra Jón Þór Stefánsson skrifar 9. október 2024 11:17 Dómurinn féll í Héraðsdómi Austurlands. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri hefur hlotið tíu mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til þriggja ára, í Héraðsdómi Austurlands fyrir brot gegn tveimur fyrrverandi kærustum sínum og gegn slökkviliðsmanni. Þó að hann hafi hlotið skilorðsbundna refsingu er dómurinn bundinn því skilyrði að hann sæti á skilorðstímanum sérstakri umsjón Fangelsismálastofnunar. Ákæran á hendur manninum varðaði fimm atvik. Eitt þeirra átti sér stað árið 2022, en öll hin í fyrra, árið 2023. Hann var sakfelldur í fjórum af fimm ákæruliðum. Dró hana aftur inn í íbúðina Karlmanninum var gefið að sök að hafa á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð einnar fyrrverandi kærustu sinnar með líkamlegu ofbeldi og ólögmætri nauðung þann 9. júlí 2022 á heimili hennar. Í ákæru segir að hann hafi slegið hana í andlitið, rifið í hár hennar, hent henni í gólfið, haldið höndum hennar, og meinað henni útgöngu úr íbúðinni. Hann hafi króað hana af um tíma og staðið fyrir útidyrahurðinni. Fram kemur að konan hafi komist úr íbúðinni en hann dregið hana aftur inn í hana. Fyrir vikið hlaut konan áverka víðs vegar á líkama. Reif í hár og þrengdi að öndunarvegi Manninum var líka gefið að sök að slá aðra fyrrverandi kærustu sína í andlitið og rífa í hár hennar þann 17. mars 2023 þannig að hárflygsur losnuðu af höfði hennar. Einnig var hann ákærður fyrir að sparka í þá konu, kýla hana í höfuðið og rífa í hár hennar þann 12. september 2023. Í beinu framhaldi hafi hann haldið konunni niðri með taki annarrar handar á heldi hennar og taki hinnar handar á andliti hennar. Síðan hafi hann fært báðar hendur að hálsi og þrengt að öndunarvegi hennar. Ákæruliðurinn sem maðurinn var sýknaður af varðaði einnig meint brot gegn þeirri konu. Þar var honum gefið að sök að skella útidyrahurð á heimili konunar á hana þann 6. september 2023 þannig að hún klemmdist milli hurðar og veggjar. Skömmu síðar var hann sagður hafa ruðst inn á heimili hennar með því að sparka upp hurðinni, farið inn í eldhús tekið upp stór og kastað í konuna, en hann hafi endað í öxl hennar. Réðst á slökkviliðsmann og hótaði Karlmaðurinn var líka ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að sparka í fótlegg manns, sem þá var aðstoðarslökkviliðsstjóri ótilgreinds slökkviliðs. Maðurinn hafi síðan slegið slökkviliðsmanninn í bringuna og hótað honum og fjölskyldu hans líkamsmeiðingum. Það brot átti sér líka stað þann 6. september, en þá var slökkviliðsmaðurinn í hlutverki sjúkraflutningamanns að bregðast við tilkynningu um heimilisofbeldi, vegna atviksins sem maðurinn var sýknaður fyrir. Vitni hafði eftirfarandi orð eftir manninum í garð slökkviliðsmannsins: „Ég læt senda einhvern heim til þín, ég hóta þeim sem að mér sýnistog ég lætfara í fjölskyldunaþína.“ Maðurinn játaði sök varðandi brotið gegn fyrrnefndu fyrrverandi kærustu sinni, en neitaði annars vegar sök. Líferni snúist til betri vegar Líkt og áður segir hlaut maðurinn tíu mánaða skilorðsbundinn dóm. Í dómnum segir að brot hans hafi verið alvarlegs eðlis, þau væru framin í skjóli trúnaðartrausts. Og þá bæri háttsemin merki um einbeittan brotavilja. Þrátt fyrir það yrði að líta til viðhorfsbreytingar mannsins sem hafi orðið undanfarin misseri, en fram kemur að líferni hans hafi snúist til betri vegar. Hann hafi þegið sálgæslu og sé í fastri vinnu. Honum er gert að greiða konunum 850 þúsund krónur hvorri um sig. Þá þarf hann að greiða þrjá fjórðu sakarkostnaðar málsins sem hleypur á tæpum 3,5 milljónum króna. Dómsmál Slökkvilið Heimilisofbeldi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Sjá meira
Þó að hann hafi hlotið skilorðsbundna refsingu er dómurinn bundinn því skilyrði að hann sæti á skilorðstímanum sérstakri umsjón Fangelsismálastofnunar. Ákæran á hendur manninum varðaði fimm atvik. Eitt þeirra átti sér stað árið 2022, en öll hin í fyrra, árið 2023. Hann var sakfelldur í fjórum af fimm ákæruliðum. Dró hana aftur inn í íbúðina Karlmanninum var gefið að sök að hafa á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð einnar fyrrverandi kærustu sinnar með líkamlegu ofbeldi og ólögmætri nauðung þann 9. júlí 2022 á heimili hennar. Í ákæru segir að hann hafi slegið hana í andlitið, rifið í hár hennar, hent henni í gólfið, haldið höndum hennar, og meinað henni útgöngu úr íbúðinni. Hann hafi króað hana af um tíma og staðið fyrir útidyrahurðinni. Fram kemur að konan hafi komist úr íbúðinni en hann dregið hana aftur inn í hana. Fyrir vikið hlaut konan áverka víðs vegar á líkama. Reif í hár og þrengdi að öndunarvegi Manninum var líka gefið að sök að slá aðra fyrrverandi kærustu sína í andlitið og rífa í hár hennar þann 17. mars 2023 þannig að hárflygsur losnuðu af höfði hennar. Einnig var hann ákærður fyrir að sparka í þá konu, kýla hana í höfuðið og rífa í hár hennar þann 12. september 2023. Í beinu framhaldi hafi hann haldið konunni niðri með taki annarrar handar á heldi hennar og taki hinnar handar á andliti hennar. Síðan hafi hann fært báðar hendur að hálsi og þrengt að öndunarvegi hennar. Ákæruliðurinn sem maðurinn var sýknaður af varðaði einnig meint brot gegn þeirri konu. Þar var honum gefið að sök að skella útidyrahurð á heimili konunar á hana þann 6. september 2023 þannig að hún klemmdist milli hurðar og veggjar. Skömmu síðar var hann sagður hafa ruðst inn á heimili hennar með því að sparka upp hurðinni, farið inn í eldhús tekið upp stór og kastað í konuna, en hann hafi endað í öxl hennar. Réðst á slökkviliðsmann og hótaði Karlmaðurinn var líka ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að sparka í fótlegg manns, sem þá var aðstoðarslökkviliðsstjóri ótilgreinds slökkviliðs. Maðurinn hafi síðan slegið slökkviliðsmanninn í bringuna og hótað honum og fjölskyldu hans líkamsmeiðingum. Það brot átti sér líka stað þann 6. september, en þá var slökkviliðsmaðurinn í hlutverki sjúkraflutningamanns að bregðast við tilkynningu um heimilisofbeldi, vegna atviksins sem maðurinn var sýknaður fyrir. Vitni hafði eftirfarandi orð eftir manninum í garð slökkviliðsmannsins: „Ég læt senda einhvern heim til þín, ég hóta þeim sem að mér sýnistog ég lætfara í fjölskyldunaþína.“ Maðurinn játaði sök varðandi brotið gegn fyrrnefndu fyrrverandi kærustu sinni, en neitaði annars vegar sök. Líferni snúist til betri vegar Líkt og áður segir hlaut maðurinn tíu mánaða skilorðsbundinn dóm. Í dómnum segir að brot hans hafi verið alvarlegs eðlis, þau væru framin í skjóli trúnaðartrausts. Og þá bæri háttsemin merki um einbeittan brotavilja. Þrátt fyrir það yrði að líta til viðhorfsbreytingar mannsins sem hafi orðið undanfarin misseri, en fram kemur að líferni hans hafi snúist til betri vegar. Hann hafi þegið sálgæslu og sé í fastri vinnu. Honum er gert að greiða konunum 850 þúsund krónur hvorri um sig. Þá þarf hann að greiða þrjá fjórðu sakarkostnaðar málsins sem hleypur á tæpum 3,5 milljónum króna.
Dómsmál Slökkvilið Heimilisofbeldi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“