Fáránlegar hugmyndir Haraldur F. Gíslason skrifar 10. október 2024 07:01 Að öskra sig hásan er góð skemmtun eða þannig. Að segja sama hlutinn tíu milljón sinnum í áratugi er það líka eða þannig. Við höfum verið að hvetja samfélagið til að hugsa með okkur hvernig við getum fjárfest í kennurum, börnum til hagsbóta. Hér koma nokkrar fáránlegar hugmyndir sem við höfum í alvörunni fengið sendar: „Við þurfum ekkert háskólamenntað starfsfólk í leikskólum.“ Þessi hugmynd er lífseig og byggir í grunninn á forpokuðum fordómum um menntun barna. Að til þess þurfi bara góðhjartaðan einstakling, helst konu því í leikskólum er bara verið að passa börn. Menntunarfræði ungra barna er langt því frá ný fræðigrein og byggir á margra áratuga grunni rannsókna. Það þarf ekki minni menntun til að kenna minna fólki. Það er líka læknaskortur en okkur myndi aldrei detta í hug að segja að við þyrftum ekkert háskólamenntaða lækna. Að það væri bara nóg að hafa góðhjartaða einstaklinga og að það þyrftu helst konur því þær eru svo góðhjartaðar og úrræðagóðar. Þarna birtast rótgrónar staðalmyndir á því hvað samfélaginu finnst vera merkileg fræði og hvað ekki. Samkvæmt lögum er heimilt, ef kennari fæst ekki til starfa, að ráða leiðbeinendur. Samt gengur illa að fullmanna leikskóla á hverju hausti og í raun á mörgum stöðum allt árið í kring. Eins er það staðreynd að kennarar eru þrisvar sinnum líklegri til að halda áfram í kennslu en annað starfsfólk leikskólanna. Háskólamenntun er því ekki vandamálið, heldur lausnin. „Við þurfum að taka út úr lögum að 2/3 hlutar þeirra sem sinna menntun og uppeldi í leikskólum eigi að hafa leyfisbréf kennara. Það er bara til trafala.“ Þetta er blautur draumur margra. Ég hef margoft á eigin skinni fengið að kynnast því að sveitarfélög hafa markvisst unnið að því að fá umrætt ákvæði úr lögum. Þeim finnst raunverulega óþægilegt að hafa þá kröfu á sér að í leikskólum eigi samkvæmt lögum að starfa vel menntað fólk sem hefur leyfisbréf til kennslu. Þó það sé bara krafa um að um 67% starfsfólks hafi leyfisbréf en ekki 100% sem væri eðlilegt og er raunin á öðrum skólastigum. Myndum við sætta okkur við að 67% lækna hefðu tilskylda menntun? „Markaðurinn á bara að sjá um þetta. Þá lagast allt“ Það eru fjölmargir sjálfstætt starfandi leikskólar í landinu og margir þeirra mjög góðir líkt og margir skólar reknir af sveitarfélögunum. Þeir að sjálfsögðu starfa eftir sömu lögum og reglugerðum og sveitarfélagsskólarnir. Laun eru ekki hærri í sjálfstætt starfandi skólum. Hlutfall kennara með leyfisbréf í leikskólum reknum af sveitarfélögunum er 26%. Hlutfall kennara með leyfisbréf í sjálfstætt starfandi leikskólum er 18%. Að meðaltali gengur sjálfstætt starfandi skólum ekki betur að laða til sín kennara en skólum sem sveitarfélögin reka. Að kenna í leikskóla er ekki fáránleg hugmynd. Að kenna í leikskóla er fáránlega skemmtilegt. Það geta allir þeir sem kennt hafa á skólastiginu staðfest. Starfið er gefandi, skapandi, krefjandi og skilur mikið eftir sig á hverjum degi. Enginn dagur er eins og frelsið, til að hæfileikar hvers og eins kennara fái að njóta sín, mikið. Ef samfélagið vill gæða menntun fyrir öll börn og ná að brúa hið margumtalaða bil á milli fæðingarorlofs og leikskóla verður það að vera reiðubúið að fjárfesta ríkulega í kennurum. Annars fetum við áfram einstig biðlista og manneklu í leikskólum landsins. Ég ætla vera með í fáránlega hugmyndapartíinu. Hér kemur fáránleg hugmynd. Hækkum laun kennara á morgun í 3 milljónir á mánuði, sköpum þeim starfsaðstæður sem þeir vilja starfa við og fyllum þannig alla háskóla af kennaranemum sem leiðir til þess að kennaraskortur verður enginn eftir 10 ár. Við fáum fleiri vel menntaða kennara, gæði náms eykst börnum til hagsbóta og hinn alræmdi biðlisti í leikskóla hverfur. Þetta er náttúrulega fáránlegasta hugmyndin af þeim öllum. Eða bíddu… gæti þetta kannski virkað? Höfundur er formaður Félags leikskólakennara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur F. Gíslason Leikskólar Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Að öskra sig hásan er góð skemmtun eða þannig. Að segja sama hlutinn tíu milljón sinnum í áratugi er það líka eða þannig. Við höfum verið að hvetja samfélagið til að hugsa með okkur hvernig við getum fjárfest í kennurum, börnum til hagsbóta. Hér koma nokkrar fáránlegar hugmyndir sem við höfum í alvörunni fengið sendar: „Við þurfum ekkert háskólamenntað starfsfólk í leikskólum.“ Þessi hugmynd er lífseig og byggir í grunninn á forpokuðum fordómum um menntun barna. Að til þess þurfi bara góðhjartaðan einstakling, helst konu því í leikskólum er bara verið að passa börn. Menntunarfræði ungra barna er langt því frá ný fræðigrein og byggir á margra áratuga grunni rannsókna. Það þarf ekki minni menntun til að kenna minna fólki. Það er líka læknaskortur en okkur myndi aldrei detta í hug að segja að við þyrftum ekkert háskólamenntaða lækna. Að það væri bara nóg að hafa góðhjartaða einstaklinga og að það þyrftu helst konur því þær eru svo góðhjartaðar og úrræðagóðar. Þarna birtast rótgrónar staðalmyndir á því hvað samfélaginu finnst vera merkileg fræði og hvað ekki. Samkvæmt lögum er heimilt, ef kennari fæst ekki til starfa, að ráða leiðbeinendur. Samt gengur illa að fullmanna leikskóla á hverju hausti og í raun á mörgum stöðum allt árið í kring. Eins er það staðreynd að kennarar eru þrisvar sinnum líklegri til að halda áfram í kennslu en annað starfsfólk leikskólanna. Háskólamenntun er því ekki vandamálið, heldur lausnin. „Við þurfum að taka út úr lögum að 2/3 hlutar þeirra sem sinna menntun og uppeldi í leikskólum eigi að hafa leyfisbréf kennara. Það er bara til trafala.“ Þetta er blautur draumur margra. Ég hef margoft á eigin skinni fengið að kynnast því að sveitarfélög hafa markvisst unnið að því að fá umrætt ákvæði úr lögum. Þeim finnst raunverulega óþægilegt að hafa þá kröfu á sér að í leikskólum eigi samkvæmt lögum að starfa vel menntað fólk sem hefur leyfisbréf til kennslu. Þó það sé bara krafa um að um 67% starfsfólks hafi leyfisbréf en ekki 100% sem væri eðlilegt og er raunin á öðrum skólastigum. Myndum við sætta okkur við að 67% lækna hefðu tilskylda menntun? „Markaðurinn á bara að sjá um þetta. Þá lagast allt“ Það eru fjölmargir sjálfstætt starfandi leikskólar í landinu og margir þeirra mjög góðir líkt og margir skólar reknir af sveitarfélögunum. Þeir að sjálfsögðu starfa eftir sömu lögum og reglugerðum og sveitarfélagsskólarnir. Laun eru ekki hærri í sjálfstætt starfandi skólum. Hlutfall kennara með leyfisbréf í leikskólum reknum af sveitarfélögunum er 26%. Hlutfall kennara með leyfisbréf í sjálfstætt starfandi leikskólum er 18%. Að meðaltali gengur sjálfstætt starfandi skólum ekki betur að laða til sín kennara en skólum sem sveitarfélögin reka. Að kenna í leikskóla er ekki fáránleg hugmynd. Að kenna í leikskóla er fáránlega skemmtilegt. Það geta allir þeir sem kennt hafa á skólastiginu staðfest. Starfið er gefandi, skapandi, krefjandi og skilur mikið eftir sig á hverjum degi. Enginn dagur er eins og frelsið, til að hæfileikar hvers og eins kennara fái að njóta sín, mikið. Ef samfélagið vill gæða menntun fyrir öll börn og ná að brúa hið margumtalaða bil á milli fæðingarorlofs og leikskóla verður það að vera reiðubúið að fjárfesta ríkulega í kennurum. Annars fetum við áfram einstig biðlista og manneklu í leikskólum landsins. Ég ætla vera með í fáránlega hugmyndapartíinu. Hér kemur fáránleg hugmynd. Hækkum laun kennara á morgun í 3 milljónir á mánuði, sköpum þeim starfsaðstæður sem þeir vilja starfa við og fyllum þannig alla háskóla af kennaranemum sem leiðir til þess að kennaraskortur verður enginn eftir 10 ár. Við fáum fleiri vel menntaða kennara, gæði náms eykst börnum til hagsbóta og hinn alræmdi biðlisti í leikskóla hverfur. Þetta er náttúrulega fáránlegasta hugmyndin af þeim öllum. Eða bíddu… gæti þetta kannski virkað? Höfundur er formaður Félags leikskólakennara
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun