Mikið tjón eftir að herbergið fylltist af vatni Lovísa Arnardóttir skrifar 10. október 2024 09:01 Hurðin er skemmd eftir vatnið sem fyllti hálft herbergið. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Vísir/vilhelm Umtalsvert tjón varð í kjallara fjölbýlishúss í Maríubakka í Breiðholti í síðustu viku þegar vatn flæddi upp að hurðarhún í lagnarými hússins. Lekinn varð þegar starfsmenn Veitna skiptu um inntaksloku í kaldavatnslögin í Maríubakkanum. Lögnin er frá árinu 1968 og er samkvæmt upplýsingum frá Veitum „ekki komin á tíma“. Fyrir tæpri viku síðan var greint frá því í fréttum að umfangsmikill leki hefði orðið í húsi í Maríubakka. Herbergi í húsinu fylltist af vatni upp að hurðarhúni. Nokkrum dögum síðar birti Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu mynd af lekanum. Eins og má sjá að ofan var umfangsmikill líklega rétta orðið til að lýsa honum. Herbergið fylltist af vatni upp að hurðarhúni hurðarinnar.Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins Lekinn átti sér stað í lagnarými hússins en vatnið lak svo út og í geymslur við hlið lagnarýmisins. Í samtali við íbúa í húsinu kom fram að lekinn hafi orðið snemma um morguninn. „Ég var í samskiptum við verktakana og hafði hleypt þeim inn um morguninn. Kem niður um tíuleytið og mæti þá öðrum þeirra að moka vatni út úr kjallaranum og þá var búið að ræsa út slökkviliðið til að dæla út. Slökkviliðið lauk sér svo af um hádegið,“ segir íbúinn sem vildi ekki láta nafns síns getið. Sjá einnig: Herbergi fylltist af vatni upp að hurðarhúni Hún segir að enn sé verið að meta hversu mikið tjón varð við lekann en hana gruni að tjónið verði töluvert. Töluverðar skemmdir eru á dóti í geymslunum.Vísir/Vilhelm „Í fljótu bragði eru allar hurðar í þessum hluta hússins ónýtar, veggir og gólf eru illa farin. Það flæddi inn á stigaganginn og ég er bara að bíða og sjá hvernig að teppið þar kemur undan þurrkun. Ég er í samskiptum við tryggingafélög, bæði húsfélagsins og Veitna að sjá hvort og hversu mikið af þessu tjóni verður bætt,“ segir hún. Það hafi flætt inn í flestar geymslur í kjallaranum og orðið talsvert tjón þar. Annar lekinn á árinu Hún segir þetta í annað sinn á sex mánuðum sem flæðir inn í kjallarann þegar lögn gefur sig. „Þann 11. maí síðastliðinn fór heitavatnsinntakið inn í húsið í kjölfar þess að stór leki varð við Breiðholtsskóla. Þegar að þrýstingi var hleypt aftur á kerfið gaf lögnin sig við húsvegginn og flæddi inn.“ Vatnið lak úr herberginu og inn á ganginn í kjallaranum.Vísir/Vilhelm Hún segir Veitur ekki hafa bætt það tjón og húsfélagstrygging bæti bara fyrir tjón af vegum vatns innanhúss. Þá hafi teppið á stigaganginum orðið verst úti. Samkvæmt upplýsingum frá Veitum geta þau ekki svarað því hvort þau beri ábyrgð á tjóninu. Þá segir enn fremur að atvikin tvö séu algjörlega óskyld. „Almennt þegar tjón verða á lögnum Veitna er best er að tilkynna það beint til VÍS sem sér alfarið um tryggingar fyrir okkur og þar eru málin unnin eins hratt og mögulegt er. Að öðru leyti getum við ekki veitt upplýsingar um einstaka viðskiptavini.“ Hurðin í herberginu sem lak inn er skemmd.Vísir/Vilhelm Vatn Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Fyrir tæpri viku síðan var greint frá því í fréttum að umfangsmikill leki hefði orðið í húsi í Maríubakka. Herbergi í húsinu fylltist af vatni upp að hurðarhúni. Nokkrum dögum síðar birti Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu mynd af lekanum. Eins og má sjá að ofan var umfangsmikill líklega rétta orðið til að lýsa honum. Herbergið fylltist af vatni upp að hurðarhúni hurðarinnar.Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins Lekinn átti sér stað í lagnarými hússins en vatnið lak svo út og í geymslur við hlið lagnarýmisins. Í samtali við íbúa í húsinu kom fram að lekinn hafi orðið snemma um morguninn. „Ég var í samskiptum við verktakana og hafði hleypt þeim inn um morguninn. Kem niður um tíuleytið og mæti þá öðrum þeirra að moka vatni út úr kjallaranum og þá var búið að ræsa út slökkviliðið til að dæla út. Slökkviliðið lauk sér svo af um hádegið,“ segir íbúinn sem vildi ekki láta nafns síns getið. Sjá einnig: Herbergi fylltist af vatni upp að hurðarhúni Hún segir að enn sé verið að meta hversu mikið tjón varð við lekann en hana gruni að tjónið verði töluvert. Töluverðar skemmdir eru á dóti í geymslunum.Vísir/Vilhelm „Í fljótu bragði eru allar hurðar í þessum hluta hússins ónýtar, veggir og gólf eru illa farin. Það flæddi inn á stigaganginn og ég er bara að bíða og sjá hvernig að teppið þar kemur undan þurrkun. Ég er í samskiptum við tryggingafélög, bæði húsfélagsins og Veitna að sjá hvort og hversu mikið af þessu tjóni verður bætt,“ segir hún. Það hafi flætt inn í flestar geymslur í kjallaranum og orðið talsvert tjón þar. Annar lekinn á árinu Hún segir þetta í annað sinn á sex mánuðum sem flæðir inn í kjallarann þegar lögn gefur sig. „Þann 11. maí síðastliðinn fór heitavatnsinntakið inn í húsið í kjölfar þess að stór leki varð við Breiðholtsskóla. Þegar að þrýstingi var hleypt aftur á kerfið gaf lögnin sig við húsvegginn og flæddi inn.“ Vatnið lak úr herberginu og inn á ganginn í kjallaranum.Vísir/Vilhelm Hún segir Veitur ekki hafa bætt það tjón og húsfélagstrygging bæti bara fyrir tjón af vegum vatns innanhúss. Þá hafi teppið á stigaganginum orðið verst úti. Samkvæmt upplýsingum frá Veitum geta þau ekki svarað því hvort þau beri ábyrgð á tjóninu. Þá segir enn fremur að atvikin tvö séu algjörlega óskyld. „Almennt þegar tjón verða á lögnum Veitna er best er að tilkynna það beint til VÍS sem sér alfarið um tryggingar fyrir okkur og þar eru málin unnin eins hratt og mögulegt er. Að öðru leyti getum við ekki veitt upplýsingar um einstaka viðskiptavini.“ Hurðin í herberginu sem lak inn er skemmd.Vísir/Vilhelm
Vatn Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira