Heilbrigðisráðherra tekur stórt skref í krabbameinsforvörnum Halla Þorvaldsdóttir skrifar 10. október 2024 13:33 Stór áfangi er í höfn - heilbrigðisráðherra hefur tekið ákvörðun um að skimun fyrir krabbameinum í brjóstum verði gjaldfrjáls eða því sem næst. Gjaldið fer úr rúmum 6.000 krónum í 500 krónur. Ein af hverjum níu konum á Íslandi getur reiknað með að fá brjóstakrabbamein á lífsleiðinni og nýgengið fer því miður vaxandi. Ástæðurnar eru að hluta til tengdar lífsstíl. Að meðaltali fá 266 konur á Íslandi brjóstakrabbamein á hverju ári. Í árslok 2023 voru 3.943 konur á lífi sem fengið höfðu krabbamein í brjóst en því miður deyja að meðaltali 50 konur á hverju ári úr brjóstakrabbameinum. Almennt eru krabbamein sjúkdómar eldra fólks en meðalaldur kvenna sem fá brjóstakrabbamein er einungis 61 ár. Í skimun er hægt að greina krabbamein í brjóstum áður en það fer að valda einkennum. Því miður er skimun er ekki óbrigðul og þrátt fyrir reglubundna þátttöku í skimunum er ekki tryggt að meinin finnist. Skimunin er hins vegar besta leiðin til að greina meinin snemma. Íslensk gögn sýna að krabbamein sem greinast í skimum eru ólíklegri til að hafa komið aftur fimm árum síðar en ef þau koma aftur eru þau almennt á vægara stigi og því viðráðanlegri. Af því má í stuttu máli draga þá ályktun að bæði lífshorfur og lífsgæði kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein í skimun geti verið betri en þegar meinin greinast út frá einkennum. Með nánast gjaldfrjálsri skimun er stórri hindrun hrint út vegi. Út frá könnunum Krabbameinsfélagsins og tilraunaverkefni félagsins á árunum 2019 og 2020 vitum við að gjaldfrjáls skimun mun gera ákveðnum hluta kvenna kleift að nýta boð í skimun og vera veruleg hvatning til annarra að mæta. Konur á Íslandi standa nú jafnfætis þegar kemur að þátttöku í skimunum óháð efnahag. Þetta er risastórt fagnaðarskref. Í kjölfar þessarar breytingar má búast við að bókanir í skimanir aukist verulega og mikilvægt er að Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri geti brugðist við eftirspurninni með nægu framboði af tímum, hvort sem er á Akureyri, í Reykjavík eða á skoðunarstöðum um allt land. Krabbameinstilvikum mun fjölga mjög mikið á næstu árum og öllu skiptir að beita forvörnum til að draga úr fjölguninni eða grípa meinin snemma þannig að meðferð verði árangursríkari og mögulega minna íþyngjandi. Heilbrigðisráðherra hefur með þessari ákvörðun sýnt að hann setur málin í forgang. Stórt baráttumál sem Krabbameinsfélagið og aðildarfélög þess hafa lengi beitt sér fyrir er í höfn. Í dag segjum við húrra fyrir heilbrigðisráðherra og hvetjum konur til að sýna í verki að ákvörðunin skiptir máli! Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stór áfangi er í höfn - heilbrigðisráðherra hefur tekið ákvörðun um að skimun fyrir krabbameinum í brjóstum verði gjaldfrjáls eða því sem næst. Gjaldið fer úr rúmum 6.000 krónum í 500 krónur. Ein af hverjum níu konum á Íslandi getur reiknað með að fá brjóstakrabbamein á lífsleiðinni og nýgengið fer því miður vaxandi. Ástæðurnar eru að hluta til tengdar lífsstíl. Að meðaltali fá 266 konur á Íslandi brjóstakrabbamein á hverju ári. Í árslok 2023 voru 3.943 konur á lífi sem fengið höfðu krabbamein í brjóst en því miður deyja að meðaltali 50 konur á hverju ári úr brjóstakrabbameinum. Almennt eru krabbamein sjúkdómar eldra fólks en meðalaldur kvenna sem fá brjóstakrabbamein er einungis 61 ár. Í skimun er hægt að greina krabbamein í brjóstum áður en það fer að valda einkennum. Því miður er skimun er ekki óbrigðul og þrátt fyrir reglubundna þátttöku í skimunum er ekki tryggt að meinin finnist. Skimunin er hins vegar besta leiðin til að greina meinin snemma. Íslensk gögn sýna að krabbamein sem greinast í skimum eru ólíklegri til að hafa komið aftur fimm árum síðar en ef þau koma aftur eru þau almennt á vægara stigi og því viðráðanlegri. Af því má í stuttu máli draga þá ályktun að bæði lífshorfur og lífsgæði kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein í skimun geti verið betri en þegar meinin greinast út frá einkennum. Með nánast gjaldfrjálsri skimun er stórri hindrun hrint út vegi. Út frá könnunum Krabbameinsfélagsins og tilraunaverkefni félagsins á árunum 2019 og 2020 vitum við að gjaldfrjáls skimun mun gera ákveðnum hluta kvenna kleift að nýta boð í skimun og vera veruleg hvatning til annarra að mæta. Konur á Íslandi standa nú jafnfætis þegar kemur að þátttöku í skimunum óháð efnahag. Þetta er risastórt fagnaðarskref. Í kjölfar þessarar breytingar má búast við að bókanir í skimanir aukist verulega og mikilvægt er að Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri geti brugðist við eftirspurninni með nægu framboði af tímum, hvort sem er á Akureyri, í Reykjavík eða á skoðunarstöðum um allt land. Krabbameinstilvikum mun fjölga mjög mikið á næstu árum og öllu skiptir að beita forvörnum til að draga úr fjölguninni eða grípa meinin snemma þannig að meðferð verði árangursríkari og mögulega minna íþyngjandi. Heilbrigðisráðherra hefur með þessari ákvörðun sýnt að hann setur málin í forgang. Stórt baráttumál sem Krabbameinsfélagið og aðildarfélög þess hafa lengi beitt sér fyrir er í höfn. Í dag segjum við húrra fyrir heilbrigðisráðherra og hvetjum konur til að sýna í verki að ákvörðunin skiptir máli! Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun