Tímamót fyrir kvenheilsu Willum Þór Þórsson skrifar 10. október 2024 17:01 Októbermánuður er tileinkaður vitundarvakningu um brjóstakrabbamein en það er algengasta krabbameinið meðal íslenskra kvennaog um 200 ný tilfelli greinast á hverju ári. Brjóstaskimun gegnir lykilhlutverki í forvörnum og baráttunni gegn sjúkdómnum, þar sem hún eykur verulega líkurnar á árangursríkari meðferð og bata. Til að ná sem bestum árangri er nauðsynlegt að þátttaka í skimun sé góð. Því er mikilvægt að fræða konur um mikilvægi skimunar og tryggja jafnt aðgengi fyrir allar konur, óháð búsetu eða efnahag. Lægra komugjald Til að auka þátttöku í lýðgrunduðum brjóstaskimunum og stuðla að jafnræði, hefur komugjald fyrir brjóstaskimun nú verið lækkað úr 6.000 krónum í 500 krónur, sama gjald og fyrir leghálsskimun. Lýðgrunduð brjóstaskimun felst í því að skima heilbrigt og einkennalaust fólk með það að markmiði að greina krabbamein snemma, áður en einkenni koma fram. Fyrr á þessu ári fól ég samráðshóp að vinna drög að aðgerðaáætlun til næstu fimm ára í krabbameinsmálum, sú vinna er grunnur að þingsályktunartillögu sem lögð verður fram á Alþingi nú í haust. Í tillögum samráðshópsins kom skýrt fram að vinna þyrfti að bættri þátttöku í krabbameinsskimunum, ákvörðun um að lækka gjaldið er liður í að ná þeim markmiðum. Hvetjum til þátttöku í skimunum Embætti landlæknis heldur úti mælaborði um þátttöku í krabbameinsskimun á landsvísu, og þessi gögn gefa mikilvægar upplýsingar um nýtingu skimunarþjónustunnar meðal kvenna. Þar kemur fram að mæting sé mismunandi eftir landshlutum og samfélögum. Þar kemur jafnframt fram að yngri konur og konur af erlendum uppruna skila sér síður í skimun. Það er brýnt að hvetja þær og aðrar konur til þátttöku í skimunum. Hér getur samfélagið allt lagt sitt af mörkum og vinnuveitendur gegna lykilhlutverki, eins og Samhæfingarstöð skimana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur verið að kynna síðustu daga. Sérstaklega hefur verið bent á að vinnuveitendur kvenna af erlendum uppruna þurfi að upplýsa þær um rétt til að mæta í skimun á vinnutíma og hvetja til þátttöku. Setjum heilsuna í fyrsta sæti Unnið hefur verið markvisst að því að auka þátttöku kvenna í skimun m.a. með auknu aðgengi og minni hindrunum. Verkefni okkar er að stuðla að betri þátttöku með því að skapa umhverfi þar sem fólk er vel upplýst, fær stuðning og hvatningu til að fara í skimun. Með því að lækka komugjaldið, samhliða góðri fræðslu og hvatningu í atvinnulífinu, tryggjum við betur að allar konur geti forgangsraðað heilsu sinni með því að mæta í brjóstaskimun. Með því að fara í skimun getur hver kona tekið skref til að vernda eigin heilsu og aukið lífsgæði sín. Til mikils er að vinna bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild! Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvenheilsa Willum Þór Þórsson Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Framsóknarflokkurinn Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Októbermánuður er tileinkaður vitundarvakningu um brjóstakrabbamein en það er algengasta krabbameinið meðal íslenskra kvennaog um 200 ný tilfelli greinast á hverju ári. Brjóstaskimun gegnir lykilhlutverki í forvörnum og baráttunni gegn sjúkdómnum, þar sem hún eykur verulega líkurnar á árangursríkari meðferð og bata. Til að ná sem bestum árangri er nauðsynlegt að þátttaka í skimun sé góð. Því er mikilvægt að fræða konur um mikilvægi skimunar og tryggja jafnt aðgengi fyrir allar konur, óháð búsetu eða efnahag. Lægra komugjald Til að auka þátttöku í lýðgrunduðum brjóstaskimunum og stuðla að jafnræði, hefur komugjald fyrir brjóstaskimun nú verið lækkað úr 6.000 krónum í 500 krónur, sama gjald og fyrir leghálsskimun. Lýðgrunduð brjóstaskimun felst í því að skima heilbrigt og einkennalaust fólk með það að markmiði að greina krabbamein snemma, áður en einkenni koma fram. Fyrr á þessu ári fól ég samráðshóp að vinna drög að aðgerðaáætlun til næstu fimm ára í krabbameinsmálum, sú vinna er grunnur að þingsályktunartillögu sem lögð verður fram á Alþingi nú í haust. Í tillögum samráðshópsins kom skýrt fram að vinna þyrfti að bættri þátttöku í krabbameinsskimunum, ákvörðun um að lækka gjaldið er liður í að ná þeim markmiðum. Hvetjum til þátttöku í skimunum Embætti landlæknis heldur úti mælaborði um þátttöku í krabbameinsskimun á landsvísu, og þessi gögn gefa mikilvægar upplýsingar um nýtingu skimunarþjónustunnar meðal kvenna. Þar kemur fram að mæting sé mismunandi eftir landshlutum og samfélögum. Þar kemur jafnframt fram að yngri konur og konur af erlendum uppruna skila sér síður í skimun. Það er brýnt að hvetja þær og aðrar konur til þátttöku í skimunum. Hér getur samfélagið allt lagt sitt af mörkum og vinnuveitendur gegna lykilhlutverki, eins og Samhæfingarstöð skimana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur verið að kynna síðustu daga. Sérstaklega hefur verið bent á að vinnuveitendur kvenna af erlendum uppruna þurfi að upplýsa þær um rétt til að mæta í skimun á vinnutíma og hvetja til þátttöku. Setjum heilsuna í fyrsta sæti Unnið hefur verið markvisst að því að auka þátttöku kvenna í skimun m.a. með auknu aðgengi og minni hindrunum. Verkefni okkar er að stuðla að betri þátttöku með því að skapa umhverfi þar sem fólk er vel upplýst, fær stuðning og hvatningu til að fara í skimun. Með því að lækka komugjaldið, samhliða góðri fræðslu og hvatningu í atvinnulífinu, tryggjum við betur að allar konur geti forgangsraðað heilsu sinni með því að mæta í brjóstaskimun. Með því að fara í skimun getur hver kona tekið skref til að vernda eigin heilsu og aukið lífsgæði sín. Til mikils er að vinna bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild! Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun