Dætur, systur, frænkur, vinkonur Jódís Skúladóttir skrifar 11. október 2024 08:02 Í dag er alþjóðlegur dagur stúlkubarnsins, dagur sem Sameinuðu þjóðirnar tileinka konum og stúlkum. Þennan dag ár hvert er staða stúlkna og kvenna í heiminum metin og vakin athygli á málefnum sem snúa að öryggi þeirra og velsæld. Meðal málefna sem athygli hefur verið vakin á undanfarin ár er að 130 milljónir stúlkna fá ekki að sækja sér menntun og tvær milljónir stúlkna verða mæður fyrir 15 ára aldur. Í ár er sjónum beint að þeirri staðreynd að 650 milljón konur og stúlkur í heiminum hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Það þýðir ein af hverjum fimm. Og þessi tala er vanáætluð því ekki er nálægt því allt kynferðisofbeldi tilkynnt til yfirvalda. Kynferðislegt og kynbundið ofbeldi er ógn við líf, heilsu, velsæld, líðan og framtíðarhorfur stúlkna um allan heim. Það er því ekki skrýtið að stúlkur í framhaldsskóla á Íslandi biðjist undan því að þurfa að lesa bækur í skólanum með grófum lýsingum á kynferðisofbeldi eins og mátti lesa um í fjölmiðlum á dögunum og að 78% stúlkna í tíunda bekk grunnskóla séu kvíðnar og daprar eins og fram kom í íslensku æskulýðsrannsókninni í fyrra. Stjórnvöld um allan heim bera ábyrgð á að gæta öryggis kvenna og stúlkna, gera hag þeirra, líf og framtíðarhorfur betri. Við á Íslandi höfum gert vel í mörgum málum er snúa að konum og stúlkum en betur má ef duga skal og sem betur fer er stöðugt unnið að framförum í jafnréttis- og kynjamálum. Á dögunum lagði félags- og vinnumarkaðsráðherra fyrir framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025–2028. Þar kennir ýmissa grasa sem öll snúa að því að bæta líf kvenna og stúlkna. Til að mynda er þar lagt til að gert verði mat á hugrænni vinnu kynjanna, öðru nafni þriðju vaktinni, sem konur inna af hendi að langmestu leyti ofan á aðra vinnu og ábyrgð. Í áætluninni er lögð áhersla á að greina og bæta stöðu kvenna í nýsköpunarumhverfinu og uppræta staðalímyndir kvenna af erlendum uppruna. Gervigreind leikur gríðarstórt hlutverk í lífi okkar, mun meira en við flest gerum okkur grein fyrir. Henni er til dæmis beitt til að skanna atvinnuumsóknir og greina sjúkdóma í læknisfræðilegum tilgangi og ekki má gleyma því að gervigreind er nýtt í síauknum mæli til að beita stafrænu kynferðisofbeldi. Og tæknin er ekki hlutlaus. Algrímin eru því miður oft hönnuð með karllæg gildi og karllæg gögn lögð til grundvallar. Það er lykilatriði að rannsaka og vera meðvituð um þessar skekkjur sem eru innbyggðar í gervigreindina en til þess er tekið í áætluninni. Meðal annarra mála sem tekið er á er greining á ójöfnu mati á virði karla- og kvennastarfa sem er með stærstu kynjuðu málunum á vinnumarkaði, staða kvenna í fangelsum landsins, áfallamiðuð nálgun í réttarvörslukerfinu, nýtt verklag um móttöku þolenda heimilisofbeldis hjá heilbrigðisstofnunum og forvarna- og viðbragðsáætlanir til að tryggja öryggi fatlaðra kvenna gegn ofbeldi. Eitt af því allra mikilvægasta í áætluninni snýr þó að markvissri kynja og jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum sem er eitt sterkasta vopnið í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Á alþjóðlegum degi stúlkubarnsins er er mikilvægt að við stoppum öll og hugsum, hvar standa okkar stúlkubörn? Dætur, systur, barnabörn, frænkur, vinkonur? Hvernig getum við með aðgerðum okkar og orðum hjálpað stúlkum að eiga betra og öruggara líf í okkar samfélagi? Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Réttindi barna Vinstri græn Jódís Skúladóttir Gervigreind Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur dagur stúlkubarnsins, dagur sem Sameinuðu þjóðirnar tileinka konum og stúlkum. Þennan dag ár hvert er staða stúlkna og kvenna í heiminum metin og vakin athygli á málefnum sem snúa að öryggi þeirra og velsæld. Meðal málefna sem athygli hefur verið vakin á undanfarin ár er að 130 milljónir stúlkna fá ekki að sækja sér menntun og tvær milljónir stúlkna verða mæður fyrir 15 ára aldur. Í ár er sjónum beint að þeirri staðreynd að 650 milljón konur og stúlkur í heiminum hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Það þýðir ein af hverjum fimm. Og þessi tala er vanáætluð því ekki er nálægt því allt kynferðisofbeldi tilkynnt til yfirvalda. Kynferðislegt og kynbundið ofbeldi er ógn við líf, heilsu, velsæld, líðan og framtíðarhorfur stúlkna um allan heim. Það er því ekki skrýtið að stúlkur í framhaldsskóla á Íslandi biðjist undan því að þurfa að lesa bækur í skólanum með grófum lýsingum á kynferðisofbeldi eins og mátti lesa um í fjölmiðlum á dögunum og að 78% stúlkna í tíunda bekk grunnskóla séu kvíðnar og daprar eins og fram kom í íslensku æskulýðsrannsókninni í fyrra. Stjórnvöld um allan heim bera ábyrgð á að gæta öryggis kvenna og stúlkna, gera hag þeirra, líf og framtíðarhorfur betri. Við á Íslandi höfum gert vel í mörgum málum er snúa að konum og stúlkum en betur má ef duga skal og sem betur fer er stöðugt unnið að framförum í jafnréttis- og kynjamálum. Á dögunum lagði félags- og vinnumarkaðsráðherra fyrir framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025–2028. Þar kennir ýmissa grasa sem öll snúa að því að bæta líf kvenna og stúlkna. Til að mynda er þar lagt til að gert verði mat á hugrænni vinnu kynjanna, öðru nafni þriðju vaktinni, sem konur inna af hendi að langmestu leyti ofan á aðra vinnu og ábyrgð. Í áætluninni er lögð áhersla á að greina og bæta stöðu kvenna í nýsköpunarumhverfinu og uppræta staðalímyndir kvenna af erlendum uppruna. Gervigreind leikur gríðarstórt hlutverk í lífi okkar, mun meira en við flest gerum okkur grein fyrir. Henni er til dæmis beitt til að skanna atvinnuumsóknir og greina sjúkdóma í læknisfræðilegum tilgangi og ekki má gleyma því að gervigreind er nýtt í síauknum mæli til að beita stafrænu kynferðisofbeldi. Og tæknin er ekki hlutlaus. Algrímin eru því miður oft hönnuð með karllæg gildi og karllæg gögn lögð til grundvallar. Það er lykilatriði að rannsaka og vera meðvituð um þessar skekkjur sem eru innbyggðar í gervigreindina en til þess er tekið í áætluninni. Meðal annarra mála sem tekið er á er greining á ójöfnu mati á virði karla- og kvennastarfa sem er með stærstu kynjuðu málunum á vinnumarkaði, staða kvenna í fangelsum landsins, áfallamiðuð nálgun í réttarvörslukerfinu, nýtt verklag um móttöku þolenda heimilisofbeldis hjá heilbrigðisstofnunum og forvarna- og viðbragðsáætlanir til að tryggja öryggi fatlaðra kvenna gegn ofbeldi. Eitt af því allra mikilvægasta í áætluninni snýr þó að markvissri kynja og jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum sem er eitt sterkasta vopnið í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Á alþjóðlegum degi stúlkubarnsins er er mikilvægt að við stoppum öll og hugsum, hvar standa okkar stúlkubörn? Dætur, systur, barnabörn, frænkur, vinkonur? Hvernig getum við með aðgerðum okkar og orðum hjálpað stúlkum að eiga betra og öruggara líf í okkar samfélagi? Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun