„Mér fannst mjög eðlilegt að ég myndi hringja í ríkislögreglustjóra“ Árni Sæberg skrifar 12. október 2024 13:57 Guðmundi Inga finnst eðlilegt að hann hafi hringt í ríkislögreglustjóra. Það finnst Bjarna ekki. Vísir/Vilhelm Félags- og vinnumarkaðsráðherra segist aðeins hafa hringt í ríkislögreglustjóra til þess að afla upplýsinga nóttina sem senda átti Yazan Tamimi og fjölskyldu úr landi. Hann hafi ekki farið fram á að ríkislögreglustjóri stöðvaði brottflutninginn. „Mér fannst mjög eðlilegt að ég myndi hringja í ríkislögreglustjóra,“ segir hann. Talsverður styr hefur staðið um Guðmund Inga Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, síðan Ríkisútvarpið greindi frá því að hann hefði tekið upp tólið eldsnemma morguns þann 16. september og hringt í Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra til þess að ræða mál Yazans. Þá höfðu Yazan og fjölskylda verið flutt á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem flytja átti þau til Spánar. Segir ekkert óeðlilegt við símtalið Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur sagt það óeðlilegt að ráðherra hringi í undirmann annars ráðherra. Í samtali við fréttastofu vísar Guðmundur Ingi þessum ummælum Bjarna á bug. „Mér finnst það bara alls ekki óeðlilegt að leita upplýsinga hjá ríkislögreglustjóra, sem ríkislögreglustjóri alls landsins, allra ráðherra, hvernig sem við viljum orða það. Ég virði auðvitað þá keðju undir og yfirmanna sem um er að ræða í þessu máli, þar sem dómsmálaráðherra er æðsti yfirmaður lögreglunnar. Ég var að leita upplýsinga og mér finnst eðlilegt að ráðherrar geti leitað upplýsinga hjá embættismönnum inni í íslensku stjórnkerfi. Annað væri óeðlilegt.“ Krafðist einskis Þá hafi hann ekki farið fram á neitt í símtali sínu við Sigríði Björk en Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra stöðvaði brottflutninginn að beiðni Guðmundar Inga. Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri.Vísir/Vilhelm „Ég segi ekki ríkislögreglustjóra fyrir verkum. En ég sagði ríkislögreglustjóra skoðun mína eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Ég var að leita upplýsinga um hvort það hafi virkilega verið farið inn á hjúkrunar og endurhæfingardeild Landspítalans, Rjóðrið, til þess að ná í fatlað barn til brottvísunar. Ég lýsti þeirri skoðun minni að það ætti að stöðva þennan brottflutning.“ Ekkert samkomulag milli flokkanna Skömmu eftir að brottflutningi Yazans og fjölskyldu var frestað rann frestur til að vísa þeim úr landi án efnislegrar meðferðar út og svo fór að fjölskyldan hlaut alþjóðlega vernd hér á landi. Því hefur verið velt upp hvort sú niðurstaða hafi verið fyrirframákveðin eftir samkomulagi ríkisstjórnarflokkana. „Við höfðum ekki gert neitt slíkt samkomulag. Ég hafði rætt þetta áður í ríkisstjórn áður og forsætisráðherra varð við þeirri beiðni minni, að þessu yrði frestað, brottflutningnum, og ég er þakklátur fyrir það. Ég tel að það hafi verið mikilvægt, til þess að það væri hægt að fara yfir málið.“ Mál Yazans Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Mönnum finnst að lögin eigi ekki að gilda þegar réttlæti þeirra er annað“ Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það blasa við að kosningar muni fara fram fyrr en í vor. Brynjar telur samskipti innan ríkisstjórnarinnar og við ríkislögreglustjóra í aðdraganda brottvísunar Tamimi fjölskyldunnar óeðlilega. 11. október 2024 08:59 Óeðlilegt að Guðmundur Ingi hafi hringt í ríkislögreglustjóra Forsætisráðherra segir mjög óeðlilegt að ráðherra hringi beint í undirmann annars ráðherra líkt og Guðmundur Ingi Guðbrandsson gerði til þess að fresta mætti brottvísun Yasans Tamini. 10. október 2024 12:07 Yazan og fjölskylda komin með vernd Yazan Tamimi, ellefu ára langveikur drengur frá Palestínu og fjölskylda hans, fengu fyrr í dag samþykkta viðbótarvernd hjá Útlendingastofnun. Fjölskyldan var boðuð í viðtal og tilkynnt um þetta. Lögmaður fjölskyldunnar segir bæði kærunefnd útlendingamála og Útlendingastofnun hafa unnið hratt að umsókn þeirra. 8. október 2024 12:26 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Talsverður styr hefur staðið um Guðmund Inga Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, síðan Ríkisútvarpið greindi frá því að hann hefði tekið upp tólið eldsnemma morguns þann 16. september og hringt í Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra til þess að ræða mál Yazans. Þá höfðu Yazan og fjölskylda verið flutt á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem flytja átti þau til Spánar. Segir ekkert óeðlilegt við símtalið Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur sagt það óeðlilegt að ráðherra hringi í undirmann annars ráðherra. Í samtali við fréttastofu vísar Guðmundur Ingi þessum ummælum Bjarna á bug. „Mér finnst það bara alls ekki óeðlilegt að leita upplýsinga hjá ríkislögreglustjóra, sem ríkislögreglustjóri alls landsins, allra ráðherra, hvernig sem við viljum orða það. Ég virði auðvitað þá keðju undir og yfirmanna sem um er að ræða í þessu máli, þar sem dómsmálaráðherra er æðsti yfirmaður lögreglunnar. Ég var að leita upplýsinga og mér finnst eðlilegt að ráðherrar geti leitað upplýsinga hjá embættismönnum inni í íslensku stjórnkerfi. Annað væri óeðlilegt.“ Krafðist einskis Þá hafi hann ekki farið fram á neitt í símtali sínu við Sigríði Björk en Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra stöðvaði brottflutninginn að beiðni Guðmundar Inga. Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri.Vísir/Vilhelm „Ég segi ekki ríkislögreglustjóra fyrir verkum. En ég sagði ríkislögreglustjóra skoðun mína eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Ég var að leita upplýsinga um hvort það hafi virkilega verið farið inn á hjúkrunar og endurhæfingardeild Landspítalans, Rjóðrið, til þess að ná í fatlað barn til brottvísunar. Ég lýsti þeirri skoðun minni að það ætti að stöðva þennan brottflutning.“ Ekkert samkomulag milli flokkanna Skömmu eftir að brottflutningi Yazans og fjölskyldu var frestað rann frestur til að vísa þeim úr landi án efnislegrar meðferðar út og svo fór að fjölskyldan hlaut alþjóðlega vernd hér á landi. Því hefur verið velt upp hvort sú niðurstaða hafi verið fyrirframákveðin eftir samkomulagi ríkisstjórnarflokkana. „Við höfðum ekki gert neitt slíkt samkomulag. Ég hafði rætt þetta áður í ríkisstjórn áður og forsætisráðherra varð við þeirri beiðni minni, að þessu yrði frestað, brottflutningnum, og ég er þakklátur fyrir það. Ég tel að það hafi verið mikilvægt, til þess að það væri hægt að fara yfir málið.“
Mál Yazans Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Mönnum finnst að lögin eigi ekki að gilda þegar réttlæti þeirra er annað“ Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það blasa við að kosningar muni fara fram fyrr en í vor. Brynjar telur samskipti innan ríkisstjórnarinnar og við ríkislögreglustjóra í aðdraganda brottvísunar Tamimi fjölskyldunnar óeðlilega. 11. október 2024 08:59 Óeðlilegt að Guðmundur Ingi hafi hringt í ríkislögreglustjóra Forsætisráðherra segir mjög óeðlilegt að ráðherra hringi beint í undirmann annars ráðherra líkt og Guðmundur Ingi Guðbrandsson gerði til þess að fresta mætti brottvísun Yasans Tamini. 10. október 2024 12:07 Yazan og fjölskylda komin með vernd Yazan Tamimi, ellefu ára langveikur drengur frá Palestínu og fjölskylda hans, fengu fyrr í dag samþykkta viðbótarvernd hjá Útlendingastofnun. Fjölskyldan var boðuð í viðtal og tilkynnt um þetta. Lögmaður fjölskyldunnar segir bæði kærunefnd útlendingamála og Útlendingastofnun hafa unnið hratt að umsókn þeirra. 8. október 2024 12:26 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
„Mönnum finnst að lögin eigi ekki að gilda þegar réttlæti þeirra er annað“ Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það blasa við að kosningar muni fara fram fyrr en í vor. Brynjar telur samskipti innan ríkisstjórnarinnar og við ríkislögreglustjóra í aðdraganda brottvísunar Tamimi fjölskyldunnar óeðlilega. 11. október 2024 08:59
Óeðlilegt að Guðmundur Ingi hafi hringt í ríkislögreglustjóra Forsætisráðherra segir mjög óeðlilegt að ráðherra hringi beint í undirmann annars ráðherra líkt og Guðmundur Ingi Guðbrandsson gerði til þess að fresta mætti brottvísun Yasans Tamini. 10. október 2024 12:07
Yazan og fjölskylda komin með vernd Yazan Tamimi, ellefu ára langveikur drengur frá Palestínu og fjölskylda hans, fengu fyrr í dag samþykkta viðbótarvernd hjá Útlendingastofnun. Fjölskyldan var boðuð í viðtal og tilkynnt um þetta. Lögmaður fjölskyldunnar segir bæði kærunefnd útlendingamála og Útlendingastofnun hafa unnið hratt að umsókn þeirra. 8. október 2024 12:26