„Meðvituð um að það eru veikleikar í stjórnarsamstarfinu“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 11. október 2024 18:18 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/vilhelm „Við erum auðvitað að leggja okkar mat á stöðu flokksins og okkar mat á stöðu stjórnarsamstarfsins sem að margir segja að standi veikt og við erum meðvituð um að það eru veikleikar í stjórnarsamstarfinu. Okkar verkefni er að auðvitað að ná árangri í okkar málaflokkum fyrir þjóðina. Það er eðlilegt að við ræðum það þegar það er spenna í samstarfinu eins og allir sjá að hafi verið og getur oft gerst í aðdraganda kosninga.“ Þetta sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að loknum fundi þingflokksins sem var boðaður með skömmum fyrirvara í dag. Fundurinn hófst klukkan 15:30 en lauk laust eftir hálf sex. Eðlilegt að ræða saman í ljósi mikillar spennu Bjarni sagði í samtali við fréttastofu að ekki hafi verið komist að neinni niðurstöðu á fundinum og tók sérstaklega fram að ekki hafi verið lögð fram tillaga um ríkisstjórnarslit. Formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa sagt stöðu ríkisstjórnarinnar strembna. Þá hafa jafnframt nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins lýst yfir óánægju sinni með ríkisstjórnarsamstarfið. „Eins og ég sagði við ykkur fyrir fundin, þau ykkar sem voru forvitin. Þá þótti okkur eðlilegt í lok nokkuð mikillar spennu yfir stjórnarsamstarfinu að þingflokkurinn kæmi saman. Það var það sem við vorum að gera og við gerum það reglulega innan Sjálfstæðisflokksins og berum saman bækur okkar.“ Spurður hvers vegna boðað hafi verið til fundarins með svo stuttum fyrirvara sagði hann: „Það voru ykkar orð að það hafi verið boðað til hans í skyndi. Við köllum bara saman fund þegar ástæða þykir til.“ Megum ekki láta verk úr hendi falla Hann sagði að á fundinum hafi verið lagt mat á stöðu flokksins og á stöðu stjórnarsamstarfsins. Hann viðurkenndi veikleika í stjórnarsamstarfinu og að spenna væri eðlilega í aðdraganda kosninga. „Útlendingamál er stór málaflokkur, hælisleitendamálin er ein skúffan í þeirri kommóðu. Við lögðum gífurlega áherslu á það þegar við endurnýjuðum stjónarsamstarfið að nú þyrftum við að fara ljúka við lagabreytingar sem kláruðust sumar sem betur fer á vorþinginu,“ sagði Bjarni spurður hvort það mætti vænta þess að flokkarnir í ríkisstjórn myndu ná saman varðandi útlendingamálin. Bjarni tók ekki undir það að það væri mikil óánægja innan flokksins með ríkisstjórnarsamstarfið og ítrekaði að miklum árangri hafi verið náð á vorþingi. „Það hafa verið jákvæðar breytingar. Efnahagsmálin brenna mjög á landsmönnum vegna vaxtastigsins.Þar eru horfurnar orðnar miklu betri. Það er margt sem er að þróast vel en við megum bara aldrei láta verk úr hendi falla. Við verðum að halda áfram og það er það sem við erum að ræða hér.“ Hefur einskorðað umboð þingflokksins Berghildur Erla fréttamaður var stödd fyrir utan Valhöll í dag og ræddi við Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokks, að loknum fundi sem sagði að margir kostir við þungri stöðu hefðu verið viðraðir á fundinum og það verði „að taka af yfirvegun samtal um hvernig er best haldið áfram.“ Hvernig er hægt að halda áfram? „Forysta flokksins hefur einskorðað umboð þingflokksins til að leiða flokkinn áfram í hvað sem verða vill,“ sagði Hildur Sverrisdóttir. Samantekt Berghildar Erlu á deginum má sjá hér að neðan: Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Þetta sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að loknum fundi þingflokksins sem var boðaður með skömmum fyrirvara í dag. Fundurinn hófst klukkan 15:30 en lauk laust eftir hálf sex. Eðlilegt að ræða saman í ljósi mikillar spennu Bjarni sagði í samtali við fréttastofu að ekki hafi verið komist að neinni niðurstöðu á fundinum og tók sérstaklega fram að ekki hafi verið lögð fram tillaga um ríkisstjórnarslit. Formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa sagt stöðu ríkisstjórnarinnar strembna. Þá hafa jafnframt nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins lýst yfir óánægju sinni með ríkisstjórnarsamstarfið. „Eins og ég sagði við ykkur fyrir fundin, þau ykkar sem voru forvitin. Þá þótti okkur eðlilegt í lok nokkuð mikillar spennu yfir stjórnarsamstarfinu að þingflokkurinn kæmi saman. Það var það sem við vorum að gera og við gerum það reglulega innan Sjálfstæðisflokksins og berum saman bækur okkar.“ Spurður hvers vegna boðað hafi verið til fundarins með svo stuttum fyrirvara sagði hann: „Það voru ykkar orð að það hafi verið boðað til hans í skyndi. Við köllum bara saman fund þegar ástæða þykir til.“ Megum ekki láta verk úr hendi falla Hann sagði að á fundinum hafi verið lagt mat á stöðu flokksins og á stöðu stjórnarsamstarfsins. Hann viðurkenndi veikleika í stjórnarsamstarfinu og að spenna væri eðlilega í aðdraganda kosninga. „Útlendingamál er stór málaflokkur, hælisleitendamálin er ein skúffan í þeirri kommóðu. Við lögðum gífurlega áherslu á það þegar við endurnýjuðum stjónarsamstarfið að nú þyrftum við að fara ljúka við lagabreytingar sem kláruðust sumar sem betur fer á vorþinginu,“ sagði Bjarni spurður hvort það mætti vænta þess að flokkarnir í ríkisstjórn myndu ná saman varðandi útlendingamálin. Bjarni tók ekki undir það að það væri mikil óánægja innan flokksins með ríkisstjórnarsamstarfið og ítrekaði að miklum árangri hafi verið náð á vorþingi. „Það hafa verið jákvæðar breytingar. Efnahagsmálin brenna mjög á landsmönnum vegna vaxtastigsins.Þar eru horfurnar orðnar miklu betri. Það er margt sem er að þróast vel en við megum bara aldrei láta verk úr hendi falla. Við verðum að halda áfram og það er það sem við erum að ræða hér.“ Hefur einskorðað umboð þingflokksins Berghildur Erla fréttamaður var stödd fyrir utan Valhöll í dag og ræddi við Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokks, að loknum fundi sem sagði að margir kostir við þungri stöðu hefðu verið viðraðir á fundinum og það verði „að taka af yfirvegun samtal um hvernig er best haldið áfram.“ Hvernig er hægt að halda áfram? „Forysta flokksins hefur einskorðað umboð þingflokksins til að leiða flokkinn áfram í hvað sem verða vill,“ sagði Hildur Sverrisdóttir. Samantekt Berghildar Erlu á deginum má sjá hér að neðan:
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira