Berum brjóstin Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 11. október 2024 19:31 Brjóstakrabbamein er ein algengasta tegund krabbameins sem herjar á konur. Milljónir kvenna um allan heim greinast með brjóstakrabbamein ár hvert, en samkvæmt heimildum frá World Health Organization voru 2.3 milljón einstaklinga greindir með brjóstakrabbamein árið 2022 og um 670 þúsund dauðsföll eru rakin til krabbameinsins. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið meðal íslenskra kvenna og um 200 konur greinast með krabbameinið hér á landi ár hvert. Þó svo að brjóstakrabbamein greinist í undantekningartilvikum í körlum þá eru það aðallega konur sem verða að vera á varðbergi gagnvart því. Engir sérstakir áhættuþættir eru þekktir fyrir krabbamein af þessu tagi, og því er mikilvægt að allar konur fylgist með og fari reglulega í skimun. Brjóstaskimun gegnir lykilhlutverki í forvörnum og baráttunni gegn sjúkdómnum. Með skimun eru brjóstakrabbamein greint snemma, áður en einkenni koma fram, og eykur því verulega líkurnar á árangursríkari meðferð og bata. Krabbameinsskimun bjargar mannslífum og lækkar líkur á andláti sökum krabbameinsins umtalsvert. Peningur á ekki að vera vandamál Þrátt fyrir mikilvægi skimunar hefur dregið úr þátttöku kvenna í skimunum á krabbameini, m.a. brjóstakrabbameini. Þetta á við konur á öllum aldri, þó sérstaklega yngri konur. Það er áhyggjuefni innan heilbrigðisstéttarinnar, enda hafa flestar konur vitund á því hversu mikilvægt það er að fara í skimun þó svo að dregist hefur úr þátttöku. Miðað við athugasemdir þá virðist dvínandi þátttaka aðallega stafa af tveimur ástæðum. Þær eru hár komukostnaður, þ.e. 6.000 kr., og að konur þurfa að finna tíma úr vinnu til að mæta. Skiljanlega dregur hár komukostnaður úr áhuga fólks við að mæta í skimun, þó mikilvægt sé að allar konur mæti reglulega. Enginn á að þurfa að fresta eða hætta við að tryggja heilbrigði sitt sökum kostnaðar. Heilbrigðisþjónusta skal vera öllum aðgengileg óháð efnahag. Í þessu samhengi er einnig vert að minnast á rétt kvenna til að taka frí frá vinnu til að mæta í skimun. Heilbrigðisráðherra lækkar gjaldið umtalsvert Í gær boðaði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, breytingar á gjaldtöku vegna skimunar fyrir brjóstakrabbameini. Frá og með 14. október lækkar komugjald fyrir brjóstaskimun í 500 krónur og önnur gjöld verða felld niður. Það sem áður kostaði 6.000 kr. kostar nú minna en einn americano og croissant á kaffihúsi. Þarna er heilbrigðisráðherra að mæta áhyggjum beint og lækka kostnaðinn umtalsvert, um rúmlega 90%, m.a. í þeim tilgangi að tryggja jafnt aðgengi fyrir allar konur, óháð búsetu eða efnahag, og stuðla að virkri skimun fyrir brjóstakrabbameini í öllum konum. Höldum áfram Þessi aðgerð hefur mikla þýðingu fyrir kvenheilsu til framtíðar á Íslandi, en þó svo um stórt skref sé að ræða þá verðum við að vinna saman að forvörnum og fyrirbyggjandi aðgerðum sem samfélag. Við þurfum að halda áfram að hvetja allar konur til að mæta reglulega í skimun, stuðla að fræðslu fyrir konur um brjóstakrabbamein og einkenni þess og upplýsa þær um rétt sinn til að taka frí úr vinnu til að forgangsraða heilsu sinni og lífsgæðum með því að mæta í brjóstaskimun. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Framsóknarflokkurinn Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Kvenheilsa Mest lesið Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Brjóstakrabbamein er ein algengasta tegund krabbameins sem herjar á konur. Milljónir kvenna um allan heim greinast með brjóstakrabbamein ár hvert, en samkvæmt heimildum frá World Health Organization voru 2.3 milljón einstaklinga greindir með brjóstakrabbamein árið 2022 og um 670 þúsund dauðsföll eru rakin til krabbameinsins. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið meðal íslenskra kvenna og um 200 konur greinast með krabbameinið hér á landi ár hvert. Þó svo að brjóstakrabbamein greinist í undantekningartilvikum í körlum þá eru það aðallega konur sem verða að vera á varðbergi gagnvart því. Engir sérstakir áhættuþættir eru þekktir fyrir krabbamein af þessu tagi, og því er mikilvægt að allar konur fylgist með og fari reglulega í skimun. Brjóstaskimun gegnir lykilhlutverki í forvörnum og baráttunni gegn sjúkdómnum. Með skimun eru brjóstakrabbamein greint snemma, áður en einkenni koma fram, og eykur því verulega líkurnar á árangursríkari meðferð og bata. Krabbameinsskimun bjargar mannslífum og lækkar líkur á andláti sökum krabbameinsins umtalsvert. Peningur á ekki að vera vandamál Þrátt fyrir mikilvægi skimunar hefur dregið úr þátttöku kvenna í skimunum á krabbameini, m.a. brjóstakrabbameini. Þetta á við konur á öllum aldri, þó sérstaklega yngri konur. Það er áhyggjuefni innan heilbrigðisstéttarinnar, enda hafa flestar konur vitund á því hversu mikilvægt það er að fara í skimun þó svo að dregist hefur úr þátttöku. Miðað við athugasemdir þá virðist dvínandi þátttaka aðallega stafa af tveimur ástæðum. Þær eru hár komukostnaður, þ.e. 6.000 kr., og að konur þurfa að finna tíma úr vinnu til að mæta. Skiljanlega dregur hár komukostnaður úr áhuga fólks við að mæta í skimun, þó mikilvægt sé að allar konur mæti reglulega. Enginn á að þurfa að fresta eða hætta við að tryggja heilbrigði sitt sökum kostnaðar. Heilbrigðisþjónusta skal vera öllum aðgengileg óháð efnahag. Í þessu samhengi er einnig vert að minnast á rétt kvenna til að taka frí frá vinnu til að mæta í skimun. Heilbrigðisráðherra lækkar gjaldið umtalsvert Í gær boðaði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, breytingar á gjaldtöku vegna skimunar fyrir brjóstakrabbameini. Frá og með 14. október lækkar komugjald fyrir brjóstaskimun í 500 krónur og önnur gjöld verða felld niður. Það sem áður kostaði 6.000 kr. kostar nú minna en einn americano og croissant á kaffihúsi. Þarna er heilbrigðisráðherra að mæta áhyggjum beint og lækka kostnaðinn umtalsvert, um rúmlega 90%, m.a. í þeim tilgangi að tryggja jafnt aðgengi fyrir allar konur, óháð búsetu eða efnahag, og stuðla að virkri skimun fyrir brjóstakrabbameini í öllum konum. Höldum áfram Þessi aðgerð hefur mikla þýðingu fyrir kvenheilsu til framtíðar á Íslandi, en þó svo um stórt skref sé að ræða þá verðum við að vinna saman að forvörnum og fyrirbyggjandi aðgerðum sem samfélag. Við þurfum að halda áfram að hvetja allar konur til að mæta reglulega í skimun, stuðla að fræðslu fyrir konur um brjóstakrabbamein og einkenni þess og upplýsa þær um rétt sinn til að taka frí úr vinnu til að forgangsraða heilsu sinni og lífsgæðum með því að mæta í brjóstaskimun. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun