Vonast til að ná árangri áður en aðgerðir hefjast Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. október 2024 18:50 Magnús Þór er formaður Kennarasambandsins og útilokar ekki verkföll í fleiri skólum. Vísir/Bjarni „Auðvitað verðum við vör við umræðu um það að fólk sé uggandi út af aðgerðum en við vissum það nú fyrir fram. Það vill enginn fara í aðgerðir og alla síst þeir sem hafa hagsmuni af því að mæta í skólann sinn.“ Þetta segir Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands (KÍ), í samtali við Vísi um yfirvofandi verkföll kennara í níu skólum á landinu sem munu hefjast að öllu óbreyttu þann 29. október. Verkföll eru áformuð í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum, einum framhaldsskóla og einum tónlistarskóla á Ísafirði, hafi samningar ekki náðst. Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar á þriðjudag þar sem viðræðunefnd KÍ og samninganefndir sveitarfélaga og ríkisins munu ræða saman. Klár fyrir mikilvægan fund á þriðjudag Magnús tekur fram að fátt sé búið að breytast síðan að Tónlistarskóli Ísafjarðar bættist við verkfallsaðgerðirnar í gær. Það muni koma í ljós á næstu dögum hvort að fleiri skólar bætist við verkfallið. Hann segir viðræðunefnd KÍ nú leggja allt kapp á að undirbúa sig fyrir fundin á þriðjudaginn. „Við vorum á vinnufundi og erum búin að vera undirbúa okkur fyrir þetta og komum vel undirbúin á fundin á þriðjudaginn. Það er ágætis vinna sem er unnin í heimavinnunni. Við erum klár fyrir vonandi góðan fund á þriðjudaginn.“ Magnús segir að þau séu vongóð um að þeim mæti betra viðmót á fundinum eftir að verkfallið var samþykkt. „Það er ákveðið skref í svona viðræðum þegar það er búið að boða til aðgerða, þá eykst pressan á fólki. Þá verður oft skilvirkari vinna. Við væntum þess. Ég held að allir aðilar við borðið horfi til þess að ná árangri áður en það kemur til aðgerða.“ Mikill samhugur hjá kennurum KÍ finni fyrir miklum samhug hjá kennurum og Magnús segir það ekki hafa komið á óvart að kennarar hafi samþykkt verkfallsaðgerðir. „Þetta er það sem við höfum orðið vör við síðustu átján mánuði. Fólk leggur mikið upp úr því að við náum okkar markmiðum. Kennarar eru einhuga um það að þarna sé verkefni sem þurfi að leysa.“ Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Sjá meira
Þetta segir Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands (KÍ), í samtali við Vísi um yfirvofandi verkföll kennara í níu skólum á landinu sem munu hefjast að öllu óbreyttu þann 29. október. Verkföll eru áformuð í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum, einum framhaldsskóla og einum tónlistarskóla á Ísafirði, hafi samningar ekki náðst. Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar á þriðjudag þar sem viðræðunefnd KÍ og samninganefndir sveitarfélaga og ríkisins munu ræða saman. Klár fyrir mikilvægan fund á þriðjudag Magnús tekur fram að fátt sé búið að breytast síðan að Tónlistarskóli Ísafjarðar bættist við verkfallsaðgerðirnar í gær. Það muni koma í ljós á næstu dögum hvort að fleiri skólar bætist við verkfallið. Hann segir viðræðunefnd KÍ nú leggja allt kapp á að undirbúa sig fyrir fundin á þriðjudaginn. „Við vorum á vinnufundi og erum búin að vera undirbúa okkur fyrir þetta og komum vel undirbúin á fundin á þriðjudaginn. Það er ágætis vinna sem er unnin í heimavinnunni. Við erum klár fyrir vonandi góðan fund á þriðjudaginn.“ Magnús segir að þau séu vongóð um að þeim mæti betra viðmót á fundinum eftir að verkfallið var samþykkt. „Það er ákveðið skref í svona viðræðum þegar það er búið að boða til aðgerða, þá eykst pressan á fólki. Þá verður oft skilvirkari vinna. Við væntum þess. Ég held að allir aðilar við borðið horfi til þess að ná árangri áður en það kemur til aðgerða.“ Mikill samhugur hjá kennurum KÍ finni fyrir miklum samhug hjá kennurum og Magnús segir það ekki hafa komið á óvart að kennarar hafi samþykkt verkfallsaðgerðir. „Þetta er það sem við höfum orðið vör við síðustu átján mánuði. Fólk leggur mikið upp úr því að við náum okkar markmiðum. Kennarar eru einhuga um það að þarna sé verkefni sem þurfi að leysa.“
Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Sjá meira