Nýja skipið mun betra Bjarki Sigurðsson skrifar 13. október 2024 09:43 Nýja björgunarskipið Björg á siglingu. Landsbjörg Landsbjörg fékk nýtt björgunarskip afhent á föstudag. Gestir og gangandi geta skoðað skipið í Reykjavíkurhöfn í dag. Skipið, sem ber nafnið Björg, var afhent formlega við hátíðlega athöfn í Hörpu á föstudag, á sama tíma og alþjóðleg ráðstefna Landsbjargar, Björgun, var sett. Viðstaddir athöfnina voru meðal annars Guðmundur í Brim, Kristján Loftsson í Hval og Hermann Björnsson í Sjóvá en félög þeirra lögðu tugi milljóna til verkefnisins hvort um sig. Þá var fyrirtækjum á landsbyggðinni, til að mynda Ísfélagið í Vestmannaeyjum og Rammi á Siglufirði, þakkað fyrir að hafa stutt við endurnýjun skipa í þeirra heimabyggð. Þá var tilkynnt að fjármögnun liggi fyrir sem tryggi smíði á næsta björgunarskipi Landsbjargar sem verður gert út frá Vopnafirði. „Við erum að láta frá okkur skip sem er komið vel á aldur. Við erum að færast til nútímans. Þetta skip fer miklu betur með mannskapinn. Við förum miklu hraðar yfir, komumst lengra, getum meira. Þannig að þetta er mikið framfaraskref,“ segir Halldór Kristinsson, skipstjóri á Björgu. Svæðið sem Björg kemur til með að aðstoða á er ansi stórt. Því er mikilvægt að hafa gott skip. „Þar af leiðandi er allur Breiðafjörðurinn og við erum með allt Snæfellsnesið undir. Alveg inn í Stykkishólm, yfir á Brjánslæk og svo Breiðafjörð þannig það er bara mikil tilhlökkun í öllu samfélaginu, öllum sveitunum og hjá sjómönnum og öðrum sem við hjálpum,“ segir Halldór. Björgin er splunkuný.Vísir/Rúnar Ráðstefnan klárast í dag. Gestir og gangandi geta skoðað nýja skipið í Reykjavíkurhöfn en þegar ráðstefnunni lýkur siglir Björg til heimahafnar á Rifi þar sem heimamenn blása til hátíðar af því tilefni. Halldór Kristinsson er skipstjóri á Björgu.Vísir/Rúnar Björgunarsveitir Reykjavík Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Sjá meira
Skipið, sem ber nafnið Björg, var afhent formlega við hátíðlega athöfn í Hörpu á föstudag, á sama tíma og alþjóðleg ráðstefna Landsbjargar, Björgun, var sett. Viðstaddir athöfnina voru meðal annars Guðmundur í Brim, Kristján Loftsson í Hval og Hermann Björnsson í Sjóvá en félög þeirra lögðu tugi milljóna til verkefnisins hvort um sig. Þá var fyrirtækjum á landsbyggðinni, til að mynda Ísfélagið í Vestmannaeyjum og Rammi á Siglufirði, þakkað fyrir að hafa stutt við endurnýjun skipa í þeirra heimabyggð. Þá var tilkynnt að fjármögnun liggi fyrir sem tryggi smíði á næsta björgunarskipi Landsbjargar sem verður gert út frá Vopnafirði. „Við erum að láta frá okkur skip sem er komið vel á aldur. Við erum að færast til nútímans. Þetta skip fer miklu betur með mannskapinn. Við förum miklu hraðar yfir, komumst lengra, getum meira. Þannig að þetta er mikið framfaraskref,“ segir Halldór Kristinsson, skipstjóri á Björgu. Svæðið sem Björg kemur til með að aðstoða á er ansi stórt. Því er mikilvægt að hafa gott skip. „Þar af leiðandi er allur Breiðafjörðurinn og við erum með allt Snæfellsnesið undir. Alveg inn í Stykkishólm, yfir á Brjánslæk og svo Breiðafjörð þannig það er bara mikil tilhlökkun í öllu samfélaginu, öllum sveitunum og hjá sjómönnum og öðrum sem við hjálpum,“ segir Halldór. Björgin er splunkuný.Vísir/Rúnar Ráðstefnan klárast í dag. Gestir og gangandi geta skoðað nýja skipið í Reykjavíkurhöfn en þegar ráðstefnunni lýkur siglir Björg til heimahafnar á Rifi þar sem heimamenn blása til hátíðar af því tilefni. Halldór Kristinsson er skipstjóri á Björgu.Vísir/Rúnar
Björgunarsveitir Reykjavík Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Sjá meira