Sektum rignir á NFL-leikmenn vegna byssufagna Smári Jökull Jónsson skrifar 13. október 2024 11:00 Patrick Mahomes má ekki fagna hvernig sem er í NFL-deildinni. Vísir/Getty NFL-deildin í Bandaríkjunum tekur hart á hvers kyns fagnaðarlátum leikmanna deildarinnar sem tengjast skotvopnum. Fjölmargir leikmenn hafa verið sektaðir vegna þessa síðustu vikurnar. Fögn NFL-leikmanna vekja oft á tíðum töluverða athygli enda margir þeirra frumlegir í fagnaðarlátunum eftir að snertimark er skorað eða þegar vörnin sýnir góðan leik. Nú gætu einhverjir leikmenn hins vegar þurft að fara að endurskoða fögnin sín, annars gæti buddan farið að léttast. Forráðamenn NFL-deildarinnar hafa síðustu vikurnar verið duglegir að refsa leikmönnum fyrir hvers konar fagnaðarlæti sem tengist skotvopnum og skyldi engan undra. Fagnaðarlæti þar sem höndin er sett fram og vísifingur látinn líkja eftir byssu er ekki óalgeng sjón í deildinni en nú ætlar deildin sér að útrýma slíkum fagnaðarlátum. Milljónir í sektir Byssueign Bandaríkjamanna og ofbeldi því tengt er sífellt í umræðunni í Bandaríkjunum og víðar. NFL-deildin vill senda skýr skilaboð til leikmanna sinna og á fyrstu fjórum vikum tímabilsins hefur átta leikmönnum verið refsað fyrir fagnaðarlæti þar sem líkt er eftir skotvopni. Útherji Atlanta Falcons, Drake London, fékk til dæmis dæmt á sig víti og sekt í kjölfarið fyrir slíkt fagn í 2. umferð og Malik Nabers tvær sektir eftir leik New York Giants í 3. umferð. Báðir þurftu að punga út tæpum tveimur milljónum íslenskra króna til deildarinnar. DRAKE LONDON GETS CALLED A UNSPORTSMANLIKE CONDUCT PENALTY FOR HIS MACHINE GUN TD CELEBRATION😭 pic.twitter.com/qMqn55Mk9h— MLFootball (@_MLFootball) September 17, 2024 London sagðist sjá eftir fagninu þar sem hann líkti eftir því að skjóta með vélbyssu út í loftið. Þremur dögum fyrr hafði framhaldsskólalið Apalachee skólans í Georgíu verið í heimsókn hjá liði Falcons en tveir kennarar og tveir nemendur skólans féllu í skotárás þann 4. september. „Erum því miður að sjá meira og meira af slíku“ NFL-deildin er með skýrar reglur um að hvers konar látbragð tengt ofbeldi er ekki liðið og ekkert nýtt að deildin sekti leikmenn fyrir slíkt. Allar sektir fara í sjóð PFA [Professional Athletes Foundation] sem nýttur er í góð málefni. Ofbeldisfullt látbragð er sömuleiðis vandamál í háskólaboltanum sem nýtur gífurlegra vinsælda vestanhafs. „Við erum, því miður, farnir að sjá meira og meira af slíku,“ sagði Steve Shaw sem er fulltrúi NCAA-háskóladeildanna. „Við erum að reyna að útskýra að þetta verði ekki liðið. Ofbeldi tengt skotvopnum er ekki ásættanlegt í okkar íþrótt.“ NFL Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Fögn NFL-leikmanna vekja oft á tíðum töluverða athygli enda margir þeirra frumlegir í fagnaðarlátunum eftir að snertimark er skorað eða þegar vörnin sýnir góðan leik. Nú gætu einhverjir leikmenn hins vegar þurft að fara að endurskoða fögnin sín, annars gæti buddan farið að léttast. Forráðamenn NFL-deildarinnar hafa síðustu vikurnar verið duglegir að refsa leikmönnum fyrir hvers konar fagnaðarlæti sem tengist skotvopnum og skyldi engan undra. Fagnaðarlæti þar sem höndin er sett fram og vísifingur látinn líkja eftir byssu er ekki óalgeng sjón í deildinni en nú ætlar deildin sér að útrýma slíkum fagnaðarlátum. Milljónir í sektir Byssueign Bandaríkjamanna og ofbeldi því tengt er sífellt í umræðunni í Bandaríkjunum og víðar. NFL-deildin vill senda skýr skilaboð til leikmanna sinna og á fyrstu fjórum vikum tímabilsins hefur átta leikmönnum verið refsað fyrir fagnaðarlæti þar sem líkt er eftir skotvopni. Útherji Atlanta Falcons, Drake London, fékk til dæmis dæmt á sig víti og sekt í kjölfarið fyrir slíkt fagn í 2. umferð og Malik Nabers tvær sektir eftir leik New York Giants í 3. umferð. Báðir þurftu að punga út tæpum tveimur milljónum íslenskra króna til deildarinnar. DRAKE LONDON GETS CALLED A UNSPORTSMANLIKE CONDUCT PENALTY FOR HIS MACHINE GUN TD CELEBRATION😭 pic.twitter.com/qMqn55Mk9h— MLFootball (@_MLFootball) September 17, 2024 London sagðist sjá eftir fagninu þar sem hann líkti eftir því að skjóta með vélbyssu út í loftið. Þremur dögum fyrr hafði framhaldsskólalið Apalachee skólans í Georgíu verið í heimsókn hjá liði Falcons en tveir kennarar og tveir nemendur skólans féllu í skotárás þann 4. september. „Erum því miður að sjá meira og meira af slíku“ NFL-deildin er með skýrar reglur um að hvers konar látbragð tengt ofbeldi er ekki liðið og ekkert nýtt að deildin sekti leikmenn fyrir slíkt. Allar sektir fara í sjóð PFA [Professional Athletes Foundation] sem nýttur er í góð málefni. Ofbeldisfullt látbragð er sömuleiðis vandamál í háskólaboltanum sem nýtur gífurlegra vinsælda vestanhafs. „Við erum, því miður, farnir að sjá meira og meira af slíku,“ sagði Steve Shaw sem er fulltrúi NCAA-háskóladeildanna. „Við erum að reyna að útskýra að þetta verði ekki liðið. Ofbeldi tengt skotvopnum er ekki ásættanlegt í okkar íþrótt.“
NFL Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti