Leggur fram tillögu um þingrof og kosningar í nóvember Vésteinn Örn Pétursson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 13. október 2024 15:40 Bjarni á blaðamannafundinum í Stjórnarráðinu í dag. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur upplýst formenn Framsóknar og Vinstri grænna um að hann muni leggja fyrir forseta Íslands tillögu um þingrof og alþingiskosningar í nóvember. Bjarni mun funda með forseta Íslands klukkan níu í fyrramálið. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Bjarni boðaði til með skömmum fyrirvara í Stjórnarráðinu nú síðdegis. Bjarni segir að þegar hann líti yfir sviðið og horfi til ýmissa mála sjái hann ekki niðurstöðu sem teldist ásættanleg þvert á stjórnarflokkana. „Ég kemst þess vegna að þessari niðurstöðu,“ segir Bjarni. Hann sagði vaxandi ágreinings hafa gætt innan samstarfsins í haust, og nefnir þar útlendingamál og í orkumálum. „Hælisleitendamálin, að tryggja landamæri og auka skilvirkni, er dæmi um mál sem var minna rætt um í síðustu kosningum en þarf að ræða núna.“ Bjarni segist hafa tekið ákvörðunina eftir vandlega ígrundun, og segir um að ræða stórmál. Hann vildi þó ekki greina frá því hvenær hann hefði byrjað að leiða hugann að stjórnarslitum. Leiðir flokkinn inn í kosningar Bjarni var spurður hvort hann myndi leiða flokkinn inn í næstu kosningar, en að undanförnu hafa verið uppi miklar vangaveltur um framtíð hans í formannsstóli, og hann sjálfur ekki gefið neitt upp, fram að þessu. „Ég er formaður flokksins með sterkt umboð, og axla þá ábyrgð að vera formaður Sjálfstæðisflokksins með því að fara inn í kosningar til þess að sigra þær, eins og ég hef gert síðustu fjögur skipti,“ sagði Bjarni. Ekki korn sem fyllti mælinn Bjarni var spurður hvað hefði verið kornið sem fyllti mælinn, en hann segist ekki vilja nálgast málin með þeim hætti. „Það var fyrirséð að það myndi vaxa spenna í stjórnarsamstarfinu þegar nálgaðist kosningar. Flokkarnir hafa, í þessu stjórnarsamstarfi, eins og allir sjá, ekki verið að ná sér nægilega vel á strik. Ég tel í tilfelli Sjálfstæðisflokksins að margir þeirra sem hafa lýst stuðningi við flokkinn minn, séu að lýsa óánægju með stjórnarsamstarfið þegar þeir gefa sig ekki lengur upp á Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Bjarni. Hann sagði bersýnilegt að mikill ágreiningur væri um ákveðin grundvallarmál. Það hafi birst í málum allt frá utanríkisstefnu yfir hælisleitendamál og orkumál. „Vonandi þarf ég ekki að eyða löngum tíma í að útskýra, til dæmis eftir landsfund Vinstri grænna, hversu ólíka framtíðarsýn sá flokkur hefur, borið saman við það sem ég vil standa fyrir.“ Spurður um ríkisstjórnarsamstarfið hvað snýr að Framsókn segir Bjarni að Framsóknarflokkurinn hafi lagt mikið af mörkum og gegnt lykilhlutverki í ríkisstjórninni. „Það hefur ekki verið mikill ágreiningur við Framsóknarflokkinn um þessi stóru mál,“ sagði Bjarni. Þá vill hann ekki meina að boðað sé til kosninga of seint í ljósi þess hve lengi hafi verið ágreiningur á milli stjórnarflokkanna, einkum milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks. Fylgjast má með fundinum í fréttinni að neðan: Fréttin verður uppfærð. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Maðurinn fundinn Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Bjarni boðaði til með skömmum fyrirvara í Stjórnarráðinu nú síðdegis. Bjarni segir að þegar hann líti yfir sviðið og horfi til ýmissa mála sjái hann ekki niðurstöðu sem teldist ásættanleg þvert á stjórnarflokkana. „Ég kemst þess vegna að þessari niðurstöðu,“ segir Bjarni. Hann sagði vaxandi ágreinings hafa gætt innan samstarfsins í haust, og nefnir þar útlendingamál og í orkumálum. „Hælisleitendamálin, að tryggja landamæri og auka skilvirkni, er dæmi um mál sem var minna rætt um í síðustu kosningum en þarf að ræða núna.“ Bjarni segist hafa tekið ákvörðunina eftir vandlega ígrundun, og segir um að ræða stórmál. Hann vildi þó ekki greina frá því hvenær hann hefði byrjað að leiða hugann að stjórnarslitum. Leiðir flokkinn inn í kosningar Bjarni var spurður hvort hann myndi leiða flokkinn inn í næstu kosningar, en að undanförnu hafa verið uppi miklar vangaveltur um framtíð hans í formannsstóli, og hann sjálfur ekki gefið neitt upp, fram að þessu. „Ég er formaður flokksins með sterkt umboð, og axla þá ábyrgð að vera formaður Sjálfstæðisflokksins með því að fara inn í kosningar til þess að sigra þær, eins og ég hef gert síðustu fjögur skipti,“ sagði Bjarni. Ekki korn sem fyllti mælinn Bjarni var spurður hvað hefði verið kornið sem fyllti mælinn, en hann segist ekki vilja nálgast málin með þeim hætti. „Það var fyrirséð að það myndi vaxa spenna í stjórnarsamstarfinu þegar nálgaðist kosningar. Flokkarnir hafa, í þessu stjórnarsamstarfi, eins og allir sjá, ekki verið að ná sér nægilega vel á strik. Ég tel í tilfelli Sjálfstæðisflokksins að margir þeirra sem hafa lýst stuðningi við flokkinn minn, séu að lýsa óánægju með stjórnarsamstarfið þegar þeir gefa sig ekki lengur upp á Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Bjarni. Hann sagði bersýnilegt að mikill ágreiningur væri um ákveðin grundvallarmál. Það hafi birst í málum allt frá utanríkisstefnu yfir hælisleitendamál og orkumál. „Vonandi þarf ég ekki að eyða löngum tíma í að útskýra, til dæmis eftir landsfund Vinstri grænna, hversu ólíka framtíðarsýn sá flokkur hefur, borið saman við það sem ég vil standa fyrir.“ Spurður um ríkisstjórnarsamstarfið hvað snýr að Framsókn segir Bjarni að Framsóknarflokkurinn hafi lagt mikið af mörkum og gegnt lykilhlutverki í ríkisstjórninni. „Það hefur ekki verið mikill ágreiningur við Framsóknarflokkinn um þessi stóru mál,“ sagði Bjarni. Þá vill hann ekki meina að boðað sé til kosninga of seint í ljósi þess hve lengi hafi verið ágreiningur á milli stjórnarflokkanna, einkum milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks. Fylgjast má með fundinum í fréttinni að neðan: Fréttin verður uppfærð.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Maðurinn fundinn Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira