Hugum að framtíð barnanna okkar, fjárfestum í kennurum Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir skrifar 14. október 2024 10:01 Í vikunni hafa níu skólar, leikskólar, grunnskólar, tónlistaskóli og framhaldsskóli samþykkt verkfallsboðun sem hefst þann 20. október næstkomandi nema að samið hafi verið um jöfnun launa á markaði. Það er ekki léttvæg ákvörðun að boða til verkfalls, sama á hvaða hátt slíkt er gert. Að þessu sinni standa öll aðildarfélög Kennarasambands Íslands saman að þessu baráttumáli. Ég hef verið í þessum kennarabransa í nokkur ár og mér líkar starfið vel. Það er gríðarlega gefandi að vinna með krökkum og kennarastarfið alveg örugglega það lang skemmtilegasta sem ég hef unnið við. En starfið er líka erfitt og það þarfnast mikillar endurmenntunar, ígrundunar og mikillar hæfni í samskiptum. Það krefst þess að maður geti haldið mörgum boltum á lofti í einu og hafi góða yfirsýn í breytilegum aðstæðum. Kennari þarf að vera faglegur, hafa mikla samkennd, halda aga innan veggja skólastofunar og vera skemmtilegur og skapandi til þess að gera námið áhugavert og lifandi. Kennari þarf líka að sýna hlýju og skilning, vera tilbúin til að bregðast við ef eitthvað kemur upp hjá barni og vera til staðar. Kennarinn er í framlínusveit samfélagsins, einn af uppalendum barnanna og stoð þeirra og stytta. Ég tek það fram að öll þessi upptalning er ekki sett fram í hálfkæringi heldur er það mín skoðun að lang flestir kennarar sem ég þekki hafi þessa þætti til grundvallar, alla daga í sinni vinnu. Það sem er þó súrealískt að segja frá að þá var ég með hærri grunn laun sem viðskiptafræðimenntuð kona á skrifstofu (ekki skilgreind stjórnunarstaða) fyrir 10 árum en ég er núna með í grunnlaun sem umsjónarkennari. Það er biluð staðreynd að mínu mati. Það er ljóst að „sérfræðingar“ sem ráðnir eru inn hjá sama sveitarfélagi og ég vinn hjá í dag geta verið á töluvert hærri launum, jafnvel einstaklingar með minni menntun og minni reynslu. Það er reiknað með því að við kennarar séum sérfræðingar í okkar fagi. Við tökum mikla ábyrgð alla daga og við hlaupum hratt. Töluvert er rætt um svokölluð „frí“ kennara þegar litið er til launa þeirra. Ég hef reiknað það gróflega út að ég er að vinna að meðaltali a.m.k 9 tíma á dag þessa dagana. Stundum eru tímarnir fleiri og stundum bara 8 klst. Hádegishléin fara stundum í reddingar, og enn meira er um það að kaffihléin séu tekin fyrir fram tölvuna í undirbúningi eða samskiptum við foreldra. Á mánuði má því reikna með ca. 15 til 20 yfirvinnutímum yfir skólaárið. Ef við reiknum með því að börnin séu um 7 mánuði í skólanum (búin að taka öll frí frá) að þá erum við að tala um 140 yfirvinnutíma á skólaárinu. Ég á því inni ca 2 mánaða „frí“. Auðvitað er vinnutíminn misjafn eftir fólki en... það er líka þannig út á hinum almenn vinnumarkaði. Fólk heldur sér mis vel að verki. Það sem er þó alveg ljóst er að skólaskylda í landinu kallar á þá staðreynd að erfitt reynist fyrir grunnskóla kennara að geyma „verkefnin“ sín á milli daga. Því hefur meðal annars reynst afar erfitt að setja „styttingu vinnuvikunar“ í framkvæmd hjá þeirri stétt þar sem það þarf alltaf einhver kennari að vera í vinnunni til að taka á móti börnunum.. Ég held í vonina um að starf kennara verið metið í samræmi við ábyrgð starfsins og kröfur sem þar eru gerðar. Það verði horft til þess að menntaðir kennarar hafi að minnsta kosti sömu laun og þeir sem hafa sambærilega ábyrgð og þurfa uppfylla sömu kröfur og aðrir starfsmenn á almennum og opinberum vinnumarkaði. Fjárfestum í kennurum, hugum að framtíð barnanna okkar. Höfundur er formaður Kennarasambands Austurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Kennaraverkfall 2024 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í vikunni hafa níu skólar, leikskólar, grunnskólar, tónlistaskóli og framhaldsskóli samþykkt verkfallsboðun sem hefst þann 20. október næstkomandi nema að samið hafi verið um jöfnun launa á markaði. Það er ekki léttvæg ákvörðun að boða til verkfalls, sama á hvaða hátt slíkt er gert. Að þessu sinni standa öll aðildarfélög Kennarasambands Íslands saman að þessu baráttumáli. Ég hef verið í þessum kennarabransa í nokkur ár og mér líkar starfið vel. Það er gríðarlega gefandi að vinna með krökkum og kennarastarfið alveg örugglega það lang skemmtilegasta sem ég hef unnið við. En starfið er líka erfitt og það þarfnast mikillar endurmenntunar, ígrundunar og mikillar hæfni í samskiptum. Það krefst þess að maður geti haldið mörgum boltum á lofti í einu og hafi góða yfirsýn í breytilegum aðstæðum. Kennari þarf að vera faglegur, hafa mikla samkennd, halda aga innan veggja skólastofunar og vera skemmtilegur og skapandi til þess að gera námið áhugavert og lifandi. Kennari þarf líka að sýna hlýju og skilning, vera tilbúin til að bregðast við ef eitthvað kemur upp hjá barni og vera til staðar. Kennarinn er í framlínusveit samfélagsins, einn af uppalendum barnanna og stoð þeirra og stytta. Ég tek það fram að öll þessi upptalning er ekki sett fram í hálfkæringi heldur er það mín skoðun að lang flestir kennarar sem ég þekki hafi þessa þætti til grundvallar, alla daga í sinni vinnu. Það sem er þó súrealískt að segja frá að þá var ég með hærri grunn laun sem viðskiptafræðimenntuð kona á skrifstofu (ekki skilgreind stjórnunarstaða) fyrir 10 árum en ég er núna með í grunnlaun sem umsjónarkennari. Það er biluð staðreynd að mínu mati. Það er ljóst að „sérfræðingar“ sem ráðnir eru inn hjá sama sveitarfélagi og ég vinn hjá í dag geta verið á töluvert hærri launum, jafnvel einstaklingar með minni menntun og minni reynslu. Það er reiknað með því að við kennarar séum sérfræðingar í okkar fagi. Við tökum mikla ábyrgð alla daga og við hlaupum hratt. Töluvert er rætt um svokölluð „frí“ kennara þegar litið er til launa þeirra. Ég hef reiknað það gróflega út að ég er að vinna að meðaltali a.m.k 9 tíma á dag þessa dagana. Stundum eru tímarnir fleiri og stundum bara 8 klst. Hádegishléin fara stundum í reddingar, og enn meira er um það að kaffihléin séu tekin fyrir fram tölvuna í undirbúningi eða samskiptum við foreldra. Á mánuði má því reikna með ca. 15 til 20 yfirvinnutímum yfir skólaárið. Ef við reiknum með því að börnin séu um 7 mánuði í skólanum (búin að taka öll frí frá) að þá erum við að tala um 140 yfirvinnutíma á skólaárinu. Ég á því inni ca 2 mánaða „frí“. Auðvitað er vinnutíminn misjafn eftir fólki en... það er líka þannig út á hinum almenn vinnumarkaði. Fólk heldur sér mis vel að verki. Það sem er þó alveg ljóst er að skólaskylda í landinu kallar á þá staðreynd að erfitt reynist fyrir grunnskóla kennara að geyma „verkefnin“ sín á milli daga. Því hefur meðal annars reynst afar erfitt að setja „styttingu vinnuvikunar“ í framkvæmd hjá þeirri stétt þar sem það þarf alltaf einhver kennari að vera í vinnunni til að taka á móti börnunum.. Ég held í vonina um að starf kennara verið metið í samræmi við ábyrgð starfsins og kröfur sem þar eru gerðar. Það verði horft til þess að menntaðir kennarar hafi að minnsta kosti sömu laun og þeir sem hafa sambærilega ábyrgð og þurfa uppfylla sömu kröfur og aðrir starfsmenn á almennum og opinberum vinnumarkaði. Fjárfestum í kennurum, hugum að framtíð barnanna okkar. Höfundur er formaður Kennarasambands Austurlands.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun