Hugum að framtíð barnanna okkar, fjárfestum í kennurum Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir skrifar 14. október 2024 10:01 Í vikunni hafa níu skólar, leikskólar, grunnskólar, tónlistaskóli og framhaldsskóli samþykkt verkfallsboðun sem hefst þann 20. október næstkomandi nema að samið hafi verið um jöfnun launa á markaði. Það er ekki léttvæg ákvörðun að boða til verkfalls, sama á hvaða hátt slíkt er gert. Að þessu sinni standa öll aðildarfélög Kennarasambands Íslands saman að þessu baráttumáli. Ég hef verið í þessum kennarabransa í nokkur ár og mér líkar starfið vel. Það er gríðarlega gefandi að vinna með krökkum og kennarastarfið alveg örugglega það lang skemmtilegasta sem ég hef unnið við. En starfið er líka erfitt og það þarfnast mikillar endurmenntunar, ígrundunar og mikillar hæfni í samskiptum. Það krefst þess að maður geti haldið mörgum boltum á lofti í einu og hafi góða yfirsýn í breytilegum aðstæðum. Kennari þarf að vera faglegur, hafa mikla samkennd, halda aga innan veggja skólastofunar og vera skemmtilegur og skapandi til þess að gera námið áhugavert og lifandi. Kennari þarf líka að sýna hlýju og skilning, vera tilbúin til að bregðast við ef eitthvað kemur upp hjá barni og vera til staðar. Kennarinn er í framlínusveit samfélagsins, einn af uppalendum barnanna og stoð þeirra og stytta. Ég tek það fram að öll þessi upptalning er ekki sett fram í hálfkæringi heldur er það mín skoðun að lang flestir kennarar sem ég þekki hafi þessa þætti til grundvallar, alla daga í sinni vinnu. Það sem er þó súrealískt að segja frá að þá var ég með hærri grunn laun sem viðskiptafræðimenntuð kona á skrifstofu (ekki skilgreind stjórnunarstaða) fyrir 10 árum en ég er núna með í grunnlaun sem umsjónarkennari. Það er biluð staðreynd að mínu mati. Það er ljóst að „sérfræðingar“ sem ráðnir eru inn hjá sama sveitarfélagi og ég vinn hjá í dag geta verið á töluvert hærri launum, jafnvel einstaklingar með minni menntun og minni reynslu. Það er reiknað með því að við kennarar séum sérfræðingar í okkar fagi. Við tökum mikla ábyrgð alla daga og við hlaupum hratt. Töluvert er rætt um svokölluð „frí“ kennara þegar litið er til launa þeirra. Ég hef reiknað það gróflega út að ég er að vinna að meðaltali a.m.k 9 tíma á dag þessa dagana. Stundum eru tímarnir fleiri og stundum bara 8 klst. Hádegishléin fara stundum í reddingar, og enn meira er um það að kaffihléin séu tekin fyrir fram tölvuna í undirbúningi eða samskiptum við foreldra. Á mánuði má því reikna með ca. 15 til 20 yfirvinnutímum yfir skólaárið. Ef við reiknum með því að börnin séu um 7 mánuði í skólanum (búin að taka öll frí frá) að þá erum við að tala um 140 yfirvinnutíma á skólaárinu. Ég á því inni ca 2 mánaða „frí“. Auðvitað er vinnutíminn misjafn eftir fólki en... það er líka þannig út á hinum almenn vinnumarkaði. Fólk heldur sér mis vel að verki. Það sem er þó alveg ljóst er að skólaskylda í landinu kallar á þá staðreynd að erfitt reynist fyrir grunnskóla kennara að geyma „verkefnin“ sín á milli daga. Því hefur meðal annars reynst afar erfitt að setja „styttingu vinnuvikunar“ í framkvæmd hjá þeirri stétt þar sem það þarf alltaf einhver kennari að vera í vinnunni til að taka á móti börnunum.. Ég held í vonina um að starf kennara verið metið í samræmi við ábyrgð starfsins og kröfur sem þar eru gerðar. Það verði horft til þess að menntaðir kennarar hafi að minnsta kosti sömu laun og þeir sem hafa sambærilega ábyrgð og þurfa uppfylla sömu kröfur og aðrir starfsmenn á almennum og opinberum vinnumarkaði. Fjárfestum í kennurum, hugum að framtíð barnanna okkar. Höfundur er formaður Kennarasambands Austurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Í vikunni hafa níu skólar, leikskólar, grunnskólar, tónlistaskóli og framhaldsskóli samþykkt verkfallsboðun sem hefst þann 20. október næstkomandi nema að samið hafi verið um jöfnun launa á markaði. Það er ekki léttvæg ákvörðun að boða til verkfalls, sama á hvaða hátt slíkt er gert. Að þessu sinni standa öll aðildarfélög Kennarasambands Íslands saman að þessu baráttumáli. Ég hef verið í þessum kennarabransa í nokkur ár og mér líkar starfið vel. Það er gríðarlega gefandi að vinna með krökkum og kennarastarfið alveg örugglega það lang skemmtilegasta sem ég hef unnið við. En starfið er líka erfitt og það þarfnast mikillar endurmenntunar, ígrundunar og mikillar hæfni í samskiptum. Það krefst þess að maður geti haldið mörgum boltum á lofti í einu og hafi góða yfirsýn í breytilegum aðstæðum. Kennari þarf að vera faglegur, hafa mikla samkennd, halda aga innan veggja skólastofunar og vera skemmtilegur og skapandi til þess að gera námið áhugavert og lifandi. Kennari þarf líka að sýna hlýju og skilning, vera tilbúin til að bregðast við ef eitthvað kemur upp hjá barni og vera til staðar. Kennarinn er í framlínusveit samfélagsins, einn af uppalendum barnanna og stoð þeirra og stytta. Ég tek það fram að öll þessi upptalning er ekki sett fram í hálfkæringi heldur er það mín skoðun að lang flestir kennarar sem ég þekki hafi þessa þætti til grundvallar, alla daga í sinni vinnu. Það sem er þó súrealískt að segja frá að þá var ég með hærri grunn laun sem viðskiptafræðimenntuð kona á skrifstofu (ekki skilgreind stjórnunarstaða) fyrir 10 árum en ég er núna með í grunnlaun sem umsjónarkennari. Það er biluð staðreynd að mínu mati. Það er ljóst að „sérfræðingar“ sem ráðnir eru inn hjá sama sveitarfélagi og ég vinn hjá í dag geta verið á töluvert hærri launum, jafnvel einstaklingar með minni menntun og minni reynslu. Það er reiknað með því að við kennarar séum sérfræðingar í okkar fagi. Við tökum mikla ábyrgð alla daga og við hlaupum hratt. Töluvert er rætt um svokölluð „frí“ kennara þegar litið er til launa þeirra. Ég hef reiknað það gróflega út að ég er að vinna að meðaltali a.m.k 9 tíma á dag þessa dagana. Stundum eru tímarnir fleiri og stundum bara 8 klst. Hádegishléin fara stundum í reddingar, og enn meira er um það að kaffihléin séu tekin fyrir fram tölvuna í undirbúningi eða samskiptum við foreldra. Á mánuði má því reikna með ca. 15 til 20 yfirvinnutímum yfir skólaárið. Ef við reiknum með því að börnin séu um 7 mánuði í skólanum (búin að taka öll frí frá) að þá erum við að tala um 140 yfirvinnutíma á skólaárinu. Ég á því inni ca 2 mánaða „frí“. Auðvitað er vinnutíminn misjafn eftir fólki en... það er líka þannig út á hinum almenn vinnumarkaði. Fólk heldur sér mis vel að verki. Það sem er þó alveg ljóst er að skólaskylda í landinu kallar á þá staðreynd að erfitt reynist fyrir grunnskóla kennara að geyma „verkefnin“ sín á milli daga. Því hefur meðal annars reynst afar erfitt að setja „styttingu vinnuvikunar“ í framkvæmd hjá þeirri stétt þar sem það þarf alltaf einhver kennari að vera í vinnunni til að taka á móti börnunum.. Ég held í vonina um að starf kennara verið metið í samræmi við ábyrgð starfsins og kröfur sem þar eru gerðar. Það verði horft til þess að menntaðir kennarar hafi að minnsta kosti sömu laun og þeir sem hafa sambærilega ábyrgð og þurfa uppfylla sömu kröfur og aðrir starfsmenn á almennum og opinberum vinnumarkaði. Fjárfestum í kennurum, hugum að framtíð barnanna okkar. Höfundur er formaður Kennarasambands Austurlands.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun