Óvenjulegt ef forseti féllist ekki á ósk um þingrof Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2024 09:22 Bjarni Benediktsson ræði við fréttamenn fyrir utan Bessastaði áður en hann fór inn á fund Höllu Tómasdóttur forseta. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, gerir ráð fyrir að Halla Tómasdóttir, forseti, verði við bón hans um þingrof og að það væri afar óvenjulegt ef hún gerði það ekki. Það hversu fljótt þing verði rofið hafi áhrif á kjördag. Þegar Bjarni ræddi við blaðamenn fyrir utan Bessastaði á leið sinni á fund með forseta sagðist hann ætla að biðja um leyfi til þessa að rjúfa þing. Hann hefði átt samtal við forseta um það. Halla hefði sagt honum að hún vildi fá að meta stöðuna og hann gerði ekki athugasemd við það. Það hvort að því formsatriði að fá heimild til að rjúfa þing lyki á morgun eða á miðvikudaginn hefði áhrif á hvort kosið yrði 23. nóvember eða 30. nóvember. Sagðist Bjarni telja margt mæla með því að heldur yrði stefnt að kosningum 30. nóvember til þess að skapa svigrúm til þess að ljúka fjárlögum og fjárlagatengdum málum á þinginu. Spurður að því hvort að hann teldi að hann fengi leyfið til þingrofs sagði Bjarni að hann teldi öll rök hníga að því. „Það væri afar óvenjulegt ef það gengi ekki eftir.“ Eðlilegt að stjórnin sitji fram að kosningum Bjarni sagðist ekki hafa fundað með hinum stjórnarflokkunum eftir að hann tilkynnti í gær að hann ætlaði að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Hann gerði ráð fyrir að ræða við fulltrúa þeirra. „Mér finnst það eðlilegt að þar sem við erum í raun og veru að stytta kjörtímabilið mjög hressilega og ganga til kosninga fyrr en áður var áætlað, að ríkisstjórnin starfi fram að kosningum finnst mér bara sjálfsagt og eðlilegt. Við bara aðlögum okkur að þeim aðstæðum,“ sagði Bjarni. Ef samstarfsflokkarnir kysu að gera það ekki bæðist Bjarni lausnar og þá tæki væntanlega starfsstjórn við fram að kosningum. „Ég sé ekkert sérstakt unnið með því í neinu samhengi, hvorki fyrir þingið né stjórnarflokkana,“ sagði Bjarni um mögulega starfsstjórn. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Þegar Bjarni ræddi við blaðamenn fyrir utan Bessastaði á leið sinni á fund með forseta sagðist hann ætla að biðja um leyfi til þessa að rjúfa þing. Hann hefði átt samtal við forseta um það. Halla hefði sagt honum að hún vildi fá að meta stöðuna og hann gerði ekki athugasemd við það. Það hvort að því formsatriði að fá heimild til að rjúfa þing lyki á morgun eða á miðvikudaginn hefði áhrif á hvort kosið yrði 23. nóvember eða 30. nóvember. Sagðist Bjarni telja margt mæla með því að heldur yrði stefnt að kosningum 30. nóvember til þess að skapa svigrúm til þess að ljúka fjárlögum og fjárlagatengdum málum á þinginu. Spurður að því hvort að hann teldi að hann fengi leyfið til þingrofs sagði Bjarni að hann teldi öll rök hníga að því. „Það væri afar óvenjulegt ef það gengi ekki eftir.“ Eðlilegt að stjórnin sitji fram að kosningum Bjarni sagðist ekki hafa fundað með hinum stjórnarflokkunum eftir að hann tilkynnti í gær að hann ætlaði að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Hann gerði ráð fyrir að ræða við fulltrúa þeirra. „Mér finnst það eðlilegt að þar sem við erum í raun og veru að stytta kjörtímabilið mjög hressilega og ganga til kosninga fyrr en áður var áætlað, að ríkisstjórnin starfi fram að kosningum finnst mér bara sjálfsagt og eðlilegt. Við bara aðlögum okkur að þeim aðstæðum,“ sagði Bjarni. Ef samstarfsflokkarnir kysu að gera það ekki bæðist Bjarni lausnar og þá tæki væntanlega starfsstjórn við fram að kosningum. „Ég sé ekkert sérstakt unnið með því í neinu samhengi, hvorki fyrir þingið né stjórnarflokkana,“ sagði Bjarni um mögulega starfsstjórn.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira