Dagbjört stendur við færsluna sem hún eyddi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. október 2024 18:52 Dagbjört segist standa við færsluna. Vísir/Vilhelm Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist standa við það sem hún sagði í færslu sem hún eyddi af samfélagsmiðlum um helgina. Hún segir þau hörðu viðbrögð sem færslan fékk einkennast af misskilningi og fréttaflutning af henni misvísandi. Dagbjört Hákonardóttir birti færslu á laugardaginn síðasta þar sem hún gerði athugasemd við ummæli Svandísar Svavarsdóttur, innviðaráðherra og formann Vinstri grænna. Ummæli ráðherrans voru á þann veg að það væri mennska fólgin í þeirri ákvörðun Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, að hringja í Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra í því skyni að stöðva tilvonandi brottvísun Yazans Tamimi sem nú hefur hlotið alþjóðlega vernd á Íslandi. Færslan hafi eingöngu snúið að ummælum Svandísar Í færslunni segir Dagbjört það varhugavert að Svandís skuli setja það í jákvætt samhengi að ráðherra stígi inn í einstök mál út frá pólitískum þrýstingi. Hún líkir afskiptum Guðmundar Inga við Lekamálið, Ásmundarsalsmálið og söluna á hluta ríkisins í Íslandsbanka og segir málin eiga það öll sameiginlegt að ráðherrar hafi haft óeðlileg afskipti af stjórnsýslunni. Í samtali við fréttastofu áréttar Dagbjört að færslan hafi aðeins og einungis snúið að ummælum Svandísar og afskiptum félags- og vinnumarkaðsráðherra og engan veginn að máli Yazans Tamimi. „Ég er umfram allt mjög glöð yfir því að Yazan búi hér og hafi fengið fyrirsjáanleika í sitt líf. Ummælin snerust alls ekki að því,“ segir Dagbjört. Stendur við færsluna Hún segist standa við ummæli sín en segir að hún hafi fundið sig knúna til að eyða færslunni. „Það er ágætt að horfa til þess að ummælin sem voru látin þarna falla voru í fullkomnu ósamræmi við innihald og í staðinn fyrir að fara að svara hverjum og einum ákvað ég að best væri að láta kyrrt liggja. Ég tók mér dagskrárvald þarna,“ segir Dagbjört. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mál Yazans Samfylkingin Hælisleitendur Vinstri græn Lögreglan Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Dagbjört Hákonardóttir birti færslu á laugardaginn síðasta þar sem hún gerði athugasemd við ummæli Svandísar Svavarsdóttur, innviðaráðherra og formann Vinstri grænna. Ummæli ráðherrans voru á þann veg að það væri mennska fólgin í þeirri ákvörðun Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, að hringja í Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra í því skyni að stöðva tilvonandi brottvísun Yazans Tamimi sem nú hefur hlotið alþjóðlega vernd á Íslandi. Færslan hafi eingöngu snúið að ummælum Svandísar Í færslunni segir Dagbjört það varhugavert að Svandís skuli setja það í jákvætt samhengi að ráðherra stígi inn í einstök mál út frá pólitískum þrýstingi. Hún líkir afskiptum Guðmundar Inga við Lekamálið, Ásmundarsalsmálið og söluna á hluta ríkisins í Íslandsbanka og segir málin eiga það öll sameiginlegt að ráðherrar hafi haft óeðlileg afskipti af stjórnsýslunni. Í samtali við fréttastofu áréttar Dagbjört að færslan hafi aðeins og einungis snúið að ummælum Svandísar og afskiptum félags- og vinnumarkaðsráðherra og engan veginn að máli Yazans Tamimi. „Ég er umfram allt mjög glöð yfir því að Yazan búi hér og hafi fengið fyrirsjáanleika í sitt líf. Ummælin snerust alls ekki að því,“ segir Dagbjört. Stendur við færsluna Hún segist standa við ummæli sín en segir að hún hafi fundið sig knúna til að eyða færslunni. „Það er ágætt að horfa til þess að ummælin sem voru látin þarna falla voru í fullkomnu ósamræmi við innihald og í staðinn fyrir að fara að svara hverjum og einum ákvað ég að best væri að láta kyrrt liggja. Ég tók mér dagskrárvald þarna,“ segir Dagbjört.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mál Yazans Samfylkingin Hælisleitendur Vinstri græn Lögreglan Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira