Er ást nóg fyrir ástarsamband ? Katrín Þrastardóttir skrifar 15. október 2024 10:01 Ást er yndisleg, ást er að þekkja ástartungumál hvors annars, ást er virðing, aðdáun, skilningur og skot. Ástin leiðir af sér ástarsambönd og jafnvel hjónaband. En hvað svo? Dugar ástin ein til að viðhalda heilbrigðu og hamingjuríku sambandi? Að vera í hjónabandi eða ástarsambandi getur verið yndisleg viðbót við lífið. Það er þó ekki sjálfgefið að það sé hamingjuríkt og gefi okkur orku. Hvernig höldum við í hamingjuna í ástarsambandinu? Ástin er skemmtileg og gefur okkur mikið en hún ein og sér dugar ekki til þess að halda parsambandi gangandi. Til þess þurfum við vinnulag frá báðum aðilum, gagnkvæma virðingu og tilfinningalega skuldbindingu. Þá eru ýmsir þættir sem hafa áhrif á gæði hjónabands, svo sem tilfinningagreind okkar og samskiptafærni, utanaðkomandi álagsþættir og hvernig okkur gengur að mæta áskorunum lífsins saman. Oft er mikill hraði í lífinu og fjölbreyttar kröfur gerðar til einstaklinga. Í þeirri hringiðu vill parsambandið oft lenda aftarlega í forgangsröðuninni. Sé það aftarlega í röðinni um langt skeið getur farið að hrikta í stoðum þess. Þó er óþarfi að örvænta því margt er hægt að gera til þess að kynda eld í gömlum glæðum. Opin og skýr samskipti eru lykilatriði Flest teljum við okkur vera náttúrulega góð í samskiptum. Rannsóknir hafa þó sýnt að svo er ekki, flest þurfa að leggja sig fram við að vanda samskipti svo gæði þeirra verði mikil og kostar það meðvitund og æfingu. Þessi skortur á samskiptafærni skapar ekki einungis vanda á vinnustöðum heldur einnig í fjölskyldum og parsamböndum. Það er því lykilatriði í öllum samböndum að iðka opin og skýr samskipti og vera meðvituð um þau. Með því er átt við að tjá tilfinningar, þarfir okkar, vonir, væntingar og áhyggjur en á sama tíma að bera virðingu fyrir viðhorfi maka okkar. Í þessu felst að sýna virka hlustun en það tryggir að báðir aðilar upplifi að þeirra sjónarmið séu heyrð og virt. Í umhverfi þar sem góð samskipti viðgangast eru minni líkur á misskilningi og gremju. Við erum mis meðvituð um samskiptamáta okkar og áhrif hans – það er verulega áhugavert að staldra við og velta fyrir sér í hreinskilni hvernig samskipti maður iðkar í ástarsambandinu og hver áhrif þeirra eru. Rannsóknir hafa sýnt okkur fjölskyldufræðingum að gæði samskipta eru í takt við gæði sambandins og leggjum við því ríka áherslu á að styðja pör við að temja sér jákvæð og árangursrík samskipti. Höfundur er fjölskyldufræðingur hjá Auðnast Klíník Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástin og lífið Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ást er yndisleg, ást er að þekkja ástartungumál hvors annars, ást er virðing, aðdáun, skilningur og skot. Ástin leiðir af sér ástarsambönd og jafnvel hjónaband. En hvað svo? Dugar ástin ein til að viðhalda heilbrigðu og hamingjuríku sambandi? Að vera í hjónabandi eða ástarsambandi getur verið yndisleg viðbót við lífið. Það er þó ekki sjálfgefið að það sé hamingjuríkt og gefi okkur orku. Hvernig höldum við í hamingjuna í ástarsambandinu? Ástin er skemmtileg og gefur okkur mikið en hún ein og sér dugar ekki til þess að halda parsambandi gangandi. Til þess þurfum við vinnulag frá báðum aðilum, gagnkvæma virðingu og tilfinningalega skuldbindingu. Þá eru ýmsir þættir sem hafa áhrif á gæði hjónabands, svo sem tilfinningagreind okkar og samskiptafærni, utanaðkomandi álagsþættir og hvernig okkur gengur að mæta áskorunum lífsins saman. Oft er mikill hraði í lífinu og fjölbreyttar kröfur gerðar til einstaklinga. Í þeirri hringiðu vill parsambandið oft lenda aftarlega í forgangsröðuninni. Sé það aftarlega í röðinni um langt skeið getur farið að hrikta í stoðum þess. Þó er óþarfi að örvænta því margt er hægt að gera til þess að kynda eld í gömlum glæðum. Opin og skýr samskipti eru lykilatriði Flest teljum við okkur vera náttúrulega góð í samskiptum. Rannsóknir hafa þó sýnt að svo er ekki, flest þurfa að leggja sig fram við að vanda samskipti svo gæði þeirra verði mikil og kostar það meðvitund og æfingu. Þessi skortur á samskiptafærni skapar ekki einungis vanda á vinnustöðum heldur einnig í fjölskyldum og parsamböndum. Það er því lykilatriði í öllum samböndum að iðka opin og skýr samskipti og vera meðvituð um þau. Með því er átt við að tjá tilfinningar, þarfir okkar, vonir, væntingar og áhyggjur en á sama tíma að bera virðingu fyrir viðhorfi maka okkar. Í þessu felst að sýna virka hlustun en það tryggir að báðir aðilar upplifi að þeirra sjónarmið séu heyrð og virt. Í umhverfi þar sem góð samskipti viðgangast eru minni líkur á misskilningi og gremju. Við erum mis meðvituð um samskiptamáta okkar og áhrif hans – það er verulega áhugavert að staldra við og velta fyrir sér í hreinskilni hvernig samskipti maður iðkar í ástarsambandinu og hver áhrif þeirra eru. Rannsóknir hafa sýnt okkur fjölskyldufræðingum að gæði samskipta eru í takt við gæði sambandins og leggjum við því ríka áherslu á að styðja pör við að temja sér jákvæð og árangursrík samskipti. Höfundur er fjölskyldufræðingur hjá Auðnast Klíník
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun