Lífeyrisþeginn hefði átt að láta reyna á skerðinguna fyrr Árni Sæberg skrifar 15. október 2024 11:53 Hæstiréttur kvað upp dóm í málinu í gær. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur sýknað Tryggingastofnun ríkisins af kröfum lífeyrisþega og Öryrkjabandalags Íslands um afturvirka leiðréttingu á bótum, sem höfðu verið ólöglega skertar. Hæstiréttur taldi lífeyrisþegann og bandalagið hafa búið yfir nægum upplýsingum um kröfur sínar til að láta á þær reyna fyrir dómstólum fyrr. Málið varðaði uppgjör á bótum Tryggingastofnunar til handa lífeyrisþega, sem felldi stofnunina fyrir Hæstarétti árið 2022. Málið þá snerist um hvort TR hefði verið heimilt, á árunum 2011 til 2015, að reikna greiðslur til viðkomandi einstaklings, á sérstakri uppbót á lífeyri vegna framfærslu, í samræmi við lög um félagslega aðstoð, í samræmi við búsetu hér á landi. Lífeyrisþeginn hafði unnið málin bæði í héraði og Landsrétti áður en fullnaðarsigur vannst í Hæstarétti. Í dómi Hæstaréttar nú segir að TR hafi leiðrétt greiðslur sérstakrar uppbótar á lífeyri fjögur ár aftur í tímann eða frá 1. maí 2018 og talið eldri kröfur fyrndar. Vildu leiðréttingu fyrir sex ár til Í málinu hafi lífeyrisþeginn krafist greiðslu uppbótar fyrir tímabilið 1. maí 2012 til 1. maí 2018 og Öryrkjabandalagið krafist greiðslna vegna félagsmanna sinna fyrir tímabilið 1. janúar 2012 til 1. maí 2018. Lífeyrisþeginn og bandalagið hafi talið viðbótarfrest samkvæmt ákvæði laga um fyrningu kröfuréttinda eiga við um kröfur sem svöruðu til skerðingar bótanna á fyrrgreindu tímabili þar sem þau hefði skort nauðsynlega vitneskju um kröfur sínar fram að uppkvaðningu dóms Hæstaréttar. Í ákvæðinu segir að hafi kröfuhafi ekki haft uppi kröfu sökum þess að hann skorti nauðsynlega vitneskju um kröfuna eða skuldarann fyrnist þá krafa hans aldrei fyrr en einu ári eftir þann dag þegar kröfuhafi fékk eða bar að afla sér slíkrar vitneskju. Réttaróvissan dugði ekki til Í dóminum segir að Öryrkjabandalagið hefði haft nægar upplýsingar um ætlaðar kröfur sínar til að láta reyna á þær með höfðun dómsmáls sem hefði rofið fyrningu þeirra. Í ljósi aðdraganda málsins hafi Hæstiréttur talið að sú réttaróvissa sem var fyrir hendi gæti ekki haft þau áhrif að skort hafi nauðsynlega vitneskju um ætlaðar kröfur þannig að fyrning þeirra tæki ekki að líða eftir ákvæðinu sem vísað var til. Þá hafi Hæstiréttur talið að bandalaginu hefði mátt vera þetta ljóst vegna undanfarandi hagsmunagæslu fyrir lífeyrisþega og jafnframt að sömu upplýsingar hefðu verið nægjanlega aðgengilegar öðrum lífeyrisþegum, þar á meðal lífeyrisþegann sem höfðaði málið, svo þeim hefði verið kleift að grípa til ráðstafana til að slíta fyrningu krafna sinna. Af þeirri ástæðu hafi Tryggingastofnun verið sýknuð af kröfum lífeyrisþegans og Öryrkjabandalagsins. Dómsmál Tryggingar Eldri borgarar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Málið varðaði uppgjör á bótum Tryggingastofnunar til handa lífeyrisþega, sem felldi stofnunina fyrir Hæstarétti árið 2022. Málið þá snerist um hvort TR hefði verið heimilt, á árunum 2011 til 2015, að reikna greiðslur til viðkomandi einstaklings, á sérstakri uppbót á lífeyri vegna framfærslu, í samræmi við lög um félagslega aðstoð, í samræmi við búsetu hér á landi. Lífeyrisþeginn hafði unnið málin bæði í héraði og Landsrétti áður en fullnaðarsigur vannst í Hæstarétti. Í dómi Hæstaréttar nú segir að TR hafi leiðrétt greiðslur sérstakrar uppbótar á lífeyri fjögur ár aftur í tímann eða frá 1. maí 2018 og talið eldri kröfur fyrndar. Vildu leiðréttingu fyrir sex ár til Í málinu hafi lífeyrisþeginn krafist greiðslu uppbótar fyrir tímabilið 1. maí 2012 til 1. maí 2018 og Öryrkjabandalagið krafist greiðslna vegna félagsmanna sinna fyrir tímabilið 1. janúar 2012 til 1. maí 2018. Lífeyrisþeginn og bandalagið hafi talið viðbótarfrest samkvæmt ákvæði laga um fyrningu kröfuréttinda eiga við um kröfur sem svöruðu til skerðingar bótanna á fyrrgreindu tímabili þar sem þau hefði skort nauðsynlega vitneskju um kröfur sínar fram að uppkvaðningu dóms Hæstaréttar. Í ákvæðinu segir að hafi kröfuhafi ekki haft uppi kröfu sökum þess að hann skorti nauðsynlega vitneskju um kröfuna eða skuldarann fyrnist þá krafa hans aldrei fyrr en einu ári eftir þann dag þegar kröfuhafi fékk eða bar að afla sér slíkrar vitneskju. Réttaróvissan dugði ekki til Í dóminum segir að Öryrkjabandalagið hefði haft nægar upplýsingar um ætlaðar kröfur sínar til að láta reyna á þær með höfðun dómsmáls sem hefði rofið fyrningu þeirra. Í ljósi aðdraganda málsins hafi Hæstiréttur talið að sú réttaróvissa sem var fyrir hendi gæti ekki haft þau áhrif að skort hafi nauðsynlega vitneskju um ætlaðar kröfur þannig að fyrning þeirra tæki ekki að líða eftir ákvæðinu sem vísað var til. Þá hafi Hæstiréttur talið að bandalaginu hefði mátt vera þetta ljóst vegna undanfarandi hagsmunagæslu fyrir lífeyrisþega og jafnframt að sömu upplýsingar hefðu verið nægjanlega aðgengilegar öðrum lífeyrisþegum, þar á meðal lífeyrisþegann sem höfðaði málið, svo þeim hefði verið kleift að grípa til ráðstafana til að slíta fyrningu krafna sinna. Af þeirri ástæðu hafi Tryggingastofnun verið sýknuð af kröfum lífeyrisþegans og Öryrkjabandalagsins.
Dómsmál Tryggingar Eldri borgarar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira