Ástarvika Vigdís Häsler skrifar 15. október 2024 14:31 Settu mig sem innsigli á hjarta þitt, eins og innsigli á arm þinn, því að ástin er sterk eins og dauðinn og ástríðan vægðarlaus sem hel; skíðlogandi eldur.[1] Svo hljóðaði forleikurinn að Ástarvikunni í Bolungarvík, kærleiksríkri menningarhátíð, sem haldin hefur verið a.m.k. liðinn áratug, skemmtilegu framtaki, með það að markmiði að fjölga bæjarbúum eða með öðrum orðum að nokkur ástarvikubörn líti dagsins ljós að níu mánuðum liðnum. Það var nefnilega sumarið 2018 sem bætt var við ákvæðum við sveitarstjórnarlög um gerð stefnumótandi áætlunar ríkisins í málefnum sveitarfélaga. Þannig lagði Sigurður Ingi Jóhannesson, þáverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, nú fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, fram þingsályktunartillögu um að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði 1000 árið 2026. Rökstuðningurinn sem birtist í aðsendri grein ráðherrans í Fréttablaðinu það sumar, var svo hljóðandi: „Meira en helmingur [sveitarfélaganna] hefur færri en 1000 íbúa sem hægt er að halda fram að séu vart sjálfbærar einingar.“ Að mínu viti er það með öllu fráleitt að horfa einungis til íbúatölu þegar fjallað er um stærð og getu sveitarfélaga til að vera sjálfbær. Horfa þarf til margra annarra þátta eins og landfræðilegra aðstæðna og fjárhagslegrar getu til að veita íbúum lögbundna þjónustu. Þannig verði sameining að byggja á fjárhagslegum, félagslegum og landfræðilegum forsendum, en ekki einungis á íbúatölu, svo vitnað sé í orð sveitarstjóra Grýtubakkahrepps. Nú er ljóst að við göngum brátt til kosninga og kjósum okkur nýja forystu í landsmálin. Það er því áhugavert að líta til þess hverju flokkarnir munu tala fyrir. Flokkur fólksins hefur það sem eitt af meginmarkmiðum sínum að útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi, svo allir fái lifað mannsæmandi lífi. Ef flokkurinn heldur sig við það málefni mun hann vafalítið njóta aukins fylgis, enda á formaðurinn rætur að rekja til samfélags sem muna má fífil sinn fegurri, þá tíma þegar fjölbreytt mannlífið og drifkrafturinn einkenndi sjávarplássið Ólafsfjörð. Miðflokkurinn er líklega eina stjórnmálaaflið sem talar fyrir aukinni tekjuöflun á landsbyggðinni, eitthvað sem menn hafa í langan tíma ekki tengt við þar sem hugtakið virðist kaffærast fyrir plássfrekari skilgreiningum eins og „köld svæði“ og brothættar byggðir“. Í stað þess að kjósa að jaðarsetja íbúa hinna dreifðari byggða og sjávarplássa landið um kring, með fullyrðingum sem einkennast af lýsingarorðum í veikri beygingu, kýs flokkurinn að tala fyrir nauðsyn þess að landsbyggðin komist í arðbæra sókn. Það er, komist úr þeirri langvarandi og kostnaðarsömu vörn sem hún hefur verið í. Orð í tíma töluð. Síðan höfum við Samfylkinguna, sem virðist loksins skilja, með nýrri forystu, að velsæld verður til fyrir tilstuðlan fjölgunar fjölbreyttra atvinnutækifæra víða um land sem hafa það að markmiði að bæta lífskjör og hæfa framboði vinnuafls á íslenskum vinnumarkaði. Því þó rannsóknir sýni að leskunnáttu íslenskra barna fari aftur, þá kunna Íslendingar að vinna. Aukin fjölbreytni í atvinnulífi skýtur jafnframt fleiri og sterkari stoðum undir íslenskt hagkerfi og útflutning og það er það sem við þurfum hér á landi, þegar loðnubrestir verða og kvikar hreyfingar einkenna umhverfi ferðaþjónustunnar. Við þurfum fólk til starfans sem þorir að taka ákvarðanir, en ekki fólk sem kitlar sinn eigin hégóma á samfélagsmiðlum. Við þurfum fólk sem býr svo um hnútana að landssvæðin keppist um íbúa, að atvinnuuppbygging geti hafist en tefjist ekki fyrir tilstuðlan ákvarðanatökufælni þeirra sem stýra. Af hverju hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki staðið betri vörð um atvinnuvegina? Matvælaráðuneytið sem hýsir grunnatvinnuvegina, landbúnað og sjávarútveg hefur verið í klóm Vinstri grænna síðastliðin ár þar sem vegið er langt umfram öll þjófamörk að atvinnufrelsinu – og allt stimplað af samstarfsflokkunum í ríkisstjórn. Væri þeim málum ef til vill betur borgið í Evrópusambandi Viðreisnar? Við þurfum að tala um tækifærin og tækifærin sem felast í atvinnuuppbyggingu sem færir þjóðarbúinu tekjur. Við þurfum að fara að tala fyrir tekjuöflun en ekki um „köld svæði“, „brothættar byggðir“ og treysta á miðstýringu kerfisins. Ástarvika leysir nefnilega ekki allan vanda. Höfundur er verkefnastjóri Kleifa fiskeldis [1] Ljóðaljóðin 8:6. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástin og lífið Börn og uppeldi Bolungarvík Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Settu mig sem innsigli á hjarta þitt, eins og innsigli á arm þinn, því að ástin er sterk eins og dauðinn og ástríðan vægðarlaus sem hel; skíðlogandi eldur.[1] Svo hljóðaði forleikurinn að Ástarvikunni í Bolungarvík, kærleiksríkri menningarhátíð, sem haldin hefur verið a.m.k. liðinn áratug, skemmtilegu framtaki, með það að markmiði að fjölga bæjarbúum eða með öðrum orðum að nokkur ástarvikubörn líti dagsins ljós að níu mánuðum liðnum. Það var nefnilega sumarið 2018 sem bætt var við ákvæðum við sveitarstjórnarlög um gerð stefnumótandi áætlunar ríkisins í málefnum sveitarfélaga. Þannig lagði Sigurður Ingi Jóhannesson, þáverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, nú fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, fram þingsályktunartillögu um að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði 1000 árið 2026. Rökstuðningurinn sem birtist í aðsendri grein ráðherrans í Fréttablaðinu það sumar, var svo hljóðandi: „Meira en helmingur [sveitarfélaganna] hefur færri en 1000 íbúa sem hægt er að halda fram að séu vart sjálfbærar einingar.“ Að mínu viti er það með öllu fráleitt að horfa einungis til íbúatölu þegar fjallað er um stærð og getu sveitarfélaga til að vera sjálfbær. Horfa þarf til margra annarra þátta eins og landfræðilegra aðstæðna og fjárhagslegrar getu til að veita íbúum lögbundna þjónustu. Þannig verði sameining að byggja á fjárhagslegum, félagslegum og landfræðilegum forsendum, en ekki einungis á íbúatölu, svo vitnað sé í orð sveitarstjóra Grýtubakkahrepps. Nú er ljóst að við göngum brátt til kosninga og kjósum okkur nýja forystu í landsmálin. Það er því áhugavert að líta til þess hverju flokkarnir munu tala fyrir. Flokkur fólksins hefur það sem eitt af meginmarkmiðum sínum að útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi, svo allir fái lifað mannsæmandi lífi. Ef flokkurinn heldur sig við það málefni mun hann vafalítið njóta aukins fylgis, enda á formaðurinn rætur að rekja til samfélags sem muna má fífil sinn fegurri, þá tíma þegar fjölbreytt mannlífið og drifkrafturinn einkenndi sjávarplássið Ólafsfjörð. Miðflokkurinn er líklega eina stjórnmálaaflið sem talar fyrir aukinni tekjuöflun á landsbyggðinni, eitthvað sem menn hafa í langan tíma ekki tengt við þar sem hugtakið virðist kaffærast fyrir plássfrekari skilgreiningum eins og „köld svæði“ og brothættar byggðir“. Í stað þess að kjósa að jaðarsetja íbúa hinna dreifðari byggða og sjávarplássa landið um kring, með fullyrðingum sem einkennast af lýsingarorðum í veikri beygingu, kýs flokkurinn að tala fyrir nauðsyn þess að landsbyggðin komist í arðbæra sókn. Það er, komist úr þeirri langvarandi og kostnaðarsömu vörn sem hún hefur verið í. Orð í tíma töluð. Síðan höfum við Samfylkinguna, sem virðist loksins skilja, með nýrri forystu, að velsæld verður til fyrir tilstuðlan fjölgunar fjölbreyttra atvinnutækifæra víða um land sem hafa það að markmiði að bæta lífskjör og hæfa framboði vinnuafls á íslenskum vinnumarkaði. Því þó rannsóknir sýni að leskunnáttu íslenskra barna fari aftur, þá kunna Íslendingar að vinna. Aukin fjölbreytni í atvinnulífi skýtur jafnframt fleiri og sterkari stoðum undir íslenskt hagkerfi og útflutning og það er það sem við þurfum hér á landi, þegar loðnubrestir verða og kvikar hreyfingar einkenna umhverfi ferðaþjónustunnar. Við þurfum fólk til starfans sem þorir að taka ákvarðanir, en ekki fólk sem kitlar sinn eigin hégóma á samfélagsmiðlum. Við þurfum fólk sem býr svo um hnútana að landssvæðin keppist um íbúa, að atvinnuuppbygging geti hafist en tefjist ekki fyrir tilstuðlan ákvarðanatökufælni þeirra sem stýra. Af hverju hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki staðið betri vörð um atvinnuvegina? Matvælaráðuneytið sem hýsir grunnatvinnuvegina, landbúnað og sjávarútveg hefur verið í klóm Vinstri grænna síðastliðin ár þar sem vegið er langt umfram öll þjófamörk að atvinnufrelsinu – og allt stimplað af samstarfsflokkunum í ríkisstjórn. Væri þeim málum ef til vill betur borgið í Evrópusambandi Viðreisnar? Við þurfum að tala um tækifærin og tækifærin sem felast í atvinnuuppbyggingu sem færir þjóðarbúinu tekjur. Við þurfum að fara að tala fyrir tekjuöflun en ekki um „köld svæði“, „brothættar byggðir“ og treysta á miðstýringu kerfisins. Ástarvika leysir nefnilega ekki allan vanda. Höfundur er verkefnastjóri Kleifa fiskeldis [1] Ljóðaljóðin 8:6.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun