Martin fékk óvænt símtal á fæðingardeildinni Aron Guðmundsson skrifar 17. október 2024 07:31 Martin í landsleik með Íslandi gegn Tyrklandi Vísir/Getty Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður Alba Berlín, birtist í skemmtilegu innslagi hjá Dyn Basketball þar sem að hann upplýsti hvert væri þekktasta nafnið í símaskránni hjá honum og kom í ljós að það er fyrrverandi NBA leikmaður Tony Parker sem varð fjórfaldur NBA meistari á sínum ferli. Innslagið birtist í tengslum við Evrópudeildina í körfubolta þar sem að Martin, með liði sínu Alba Berlín, hefur nýlokið að etja kappi við franska liðið ASVEL sem Tony Parker er meirihluta eigandi í. Martin reyndist liði ASVEL Þrándur í götu í gær en hann setti niður tuttugu og eitt stig í fimm stiga sigri Alba Berlín, 84-79, og var stigahæsti leikmaður Alba Berlín. Í innslagi Dyn Basketball segir Martin frá því að Parker hafi ítrekað reynt að fá hann til liðs við ASVEL. Eitt símtalanna frá Parker kom árið 2018 þegar að Martin var á fæðingardeildinni með unnustu sinni, Önnu Maríu Bjarnadóttir og hafði orðið faðir í fyrsta sinn. Tony Parker gerði garðinn frægan með liði San Antonio Spurs í NBA deildinni.Vísir/Getty „Parker hefur reynt að fá mig til liðs við ASVEL þrisvar eða fjórum sinnum. Þegar að ég varð faðir í fyrsta skipti var Tony Parker fyrstur til þess að hringja í mig. Svona fimm til tíu mínútum eftir að sonur minn fæddist var ég að ræða við Tony Parker í símann og um leið að halda á syni mínum í fyrsta skipti á sama tíma. Parker lék allan sinn NBA feril með liði San Antonio Spurs og varð fjórum sinnum NBA meistari. Þá var hann sex sinnum valinn í stjörnulið deildarinnar. „Hann er einn af mínum eftirlætis körfuboltamönnum. Þetta var súrealísk stund. Að halda á syni mínum og ræða við Tony Parker í símann þar sem að hann sagðist vera aðdáandi minn. Það var mjög erfið ákvörðun að ganga ekki til liðs við ASVEL en þetta var sama ár og ég gekk til liðs við Alba Berlín í fyrsta sinn árið 2018. Ég get því ekki sagt að þetta hafi verið slæm ákvörðun hjá mér. View this post on Instagram A post shared by Dyn Basketball (@dynbasketball) Hér fyrir neðan má sjá samantekt frá leik Alba Berlín og ASVEL í Evrópudeildinni á dögunum. Var um að ræða fyrsta sigur Berlínarmanna í deildinni á yfirstandandi tímabili. Liðið tekur á móti tyrkneska liðinu Fenerbache í kvöld. Evrópudeildin í körfubolta karla NBA Körfubolti Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA Sjá meira
Innslagið birtist í tengslum við Evrópudeildina í körfubolta þar sem að Martin, með liði sínu Alba Berlín, hefur nýlokið að etja kappi við franska liðið ASVEL sem Tony Parker er meirihluta eigandi í. Martin reyndist liði ASVEL Þrándur í götu í gær en hann setti niður tuttugu og eitt stig í fimm stiga sigri Alba Berlín, 84-79, og var stigahæsti leikmaður Alba Berlín. Í innslagi Dyn Basketball segir Martin frá því að Parker hafi ítrekað reynt að fá hann til liðs við ASVEL. Eitt símtalanna frá Parker kom árið 2018 þegar að Martin var á fæðingardeildinni með unnustu sinni, Önnu Maríu Bjarnadóttir og hafði orðið faðir í fyrsta sinn. Tony Parker gerði garðinn frægan með liði San Antonio Spurs í NBA deildinni.Vísir/Getty „Parker hefur reynt að fá mig til liðs við ASVEL þrisvar eða fjórum sinnum. Þegar að ég varð faðir í fyrsta skipti var Tony Parker fyrstur til þess að hringja í mig. Svona fimm til tíu mínútum eftir að sonur minn fæddist var ég að ræða við Tony Parker í símann og um leið að halda á syni mínum í fyrsta skipti á sama tíma. Parker lék allan sinn NBA feril með liði San Antonio Spurs og varð fjórum sinnum NBA meistari. Þá var hann sex sinnum valinn í stjörnulið deildarinnar. „Hann er einn af mínum eftirlætis körfuboltamönnum. Þetta var súrealísk stund. Að halda á syni mínum og ræða við Tony Parker í símann þar sem að hann sagðist vera aðdáandi minn. Það var mjög erfið ákvörðun að ganga ekki til liðs við ASVEL en þetta var sama ár og ég gekk til liðs við Alba Berlín í fyrsta sinn árið 2018. Ég get því ekki sagt að þetta hafi verið slæm ákvörðun hjá mér. View this post on Instagram A post shared by Dyn Basketball (@dynbasketball) Hér fyrir neðan má sjá samantekt frá leik Alba Berlín og ASVEL í Evrópudeildinni á dögunum. Var um að ræða fyrsta sigur Berlínarmanna í deildinni á yfirstandandi tímabili. Liðið tekur á móti tyrkneska liðinu Fenerbache í kvöld.
Evrópudeildin í körfubolta karla NBA Körfubolti Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA Sjá meira