Kæri borgarstjóri - Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla Gunnhildur Halla Carr og Sóldís Birta Reynisdóttir skrifa 16. október 2024 21:00 Virðulegi borgarstjóri, ágæti yfirmaður, sannur hollvinur skólanna í orði - en ekki á borði. Það væri okkur sönn ánægja að fá að skeggræða við þig um menntamál yfir einum rándýrum og rjúkandi Ráðhús-bolla, þar sem þú, virðulegi borgarstjóri, berð óneitanlega meiri ábyrgð en nokkur annar á núverandi stefnumótun skólakerfisins eins og það er í Reykjavík í dag. Með bæði orðum þínum og gjörðum, kæri yfirmaður, mótar þú núverandi skólakerfi mun frekar en nokkur kennari getur gert á eigin forsendum. Orð þín hafa mátt. Orðræða hins opinbera setur augljóslega mark sitt á viðhorf samfélagsins, gagnvart kennurum, sem hefur hingað til alltaf verið neikvæð, ásakandi, og markviss tilraun til þess að víkja sér undan þeirri miklu ábyrgð sem felst í starfi hvers sveitarfélags. Málshátturinn segir: Betur sjá augu en auga, og í stað þess að gera kennara að ykkar blóraböggli, teljum við að nú sé tímabært að horfa til mannauðsins sem starfar innan veggja skólanna; meta kennara að verðleikum og nýta sér faglega reynslu þeirra til að vinna saman að raunhæfum og raunverulegum umbótum í skólakerfinu. Með þetta í huga viljum við bjóða þér að stíga aðeins inn í okkar veruleika. Dyrnar að skólanum opnast og þú gengur inn. Á sama augnabliki kveður þú eigin hugsanir, eigin áhyggjur og skilur sjálfa/n þig eftir við dyrnar. Líf út fyrir skólann, hvort sem það er heimilislíf, sálar- eða tilfinningalíf, hverfur í skugga kennaralífsins, og í næstu 6 - 10 klukkustundirnar ert þú í raun ekki lengur til fyrir sjálfa/n þig. Nú ertu röddin sem hvetur, augun sem vakta, höndin sem leiðir, og þitt hlutverk er að standa vörð um menntun, velferð og þroska nemenda. Þessi gríðarlega ábyrgð, sem hvílir daglega á þínum öxlum, nær langt út fyrir þá 25 nemendur sem bíða þín í skólastofunni, því þegar þú ákvaðst að gerast kennari, ákvaðstu jafnframt að standa vörð um alla nemendur, alls staðar. Þitt hlutverk er ekki einungis að þjálfa huga nemenda, heldur einnig að næra sál þeirra og hjörtu. Á hverjum degi tökumst við á við ólíkar áskoranir, en mætum þó alltaf þörfum hvers og eins þar sem þeir eru staddir, námslega, félagslega og andlega. Í viðtalinu nefnir þú, af mikilli auðmýkt, að grundvallarstéttir í samfélaginu séu að semja sig frá vinnuskyldu. Þar leggur þú áherslu á að þörfum kennara hafi verið mætt með styttingu vinnuvikunnar og minni viðveru. Okkar “óvinsæla” skoðun er hins vegar sú að þær kjaradeilur hafi verið leystar í hálfkæringi. Þetta er í raun útúrsnúningur á því sem kennarar raunverulega vilja og þurfa. Það að við krefjumst minna vinnuálags og meiri undirbúningstíma, þýðir ekki að við viljum verja minni tíma með börnunum. Við veltum því raunverulega fyrir okkur hversu margir gerist kennarar fyrir undirbúningstímann. Það liggur í augum uppi, þegar sótt er um starfið, að viðvera með nemendum, börnunum okkar, er það sem við höfum alhug á. Einhvers staðar og einhvern veginn tekst hinu opinbera alltaf að snúa út úr þeim skilaboðum sem við viljum koma á framfæri. Þegar við segjum að í nútímasamfélagi, samfélagi fjölbreytileikans, fylgi aukið álag á kennara, sem mæta nú enn fleiri og flóknari áskorunum en hér áður fyrr, þá meinum við nákvæmlega það sem við sögðum. Sem kennarar erum við alltaf á tánum, tilbúin að fletta fram úr erminni nýjum leiðum til að leita lausna, og við gefumst ekki upp fyrr en við sjáum árangur. Hins vegar eru takmörk fyrir því hversu mikið er hægt að leggja á eina manneskju í 25 nemenda bekk, en þegar á það er minnst er öllum kennurum lögð orð í munn. Skilaboðin eru skýr: ,,Kennarar þurfa bara að vera duglegri að festast ekki í stöðnuðum vinnuháttum”, fylgja fyrirmælum að ofan og vinna sitt starf e.t.v. á skjön við sína faglegu sannfæringu. Við reynum að láta raddir okkar heyrast en þær hvíslast eitthvert út í vindinn. Við reynum að kalla, úr eyðimörkinni, en það er enginn að hlusta. Við gerum okkur gjörsamlega raddlaus og reynum að koma mikilvægum skilaboðum á framfæri; fjöldi nemenda í bekk er orðinn of mikill og krefjandi til þess að hægt sé að ná árangri í skólastarfi. Álagið er yfirþyrmandi og lítil huggun felst í opinberri gagnrýni og vanvirðingu, mælirinn er fullur. Eftir sem áður eru þau orð slitin úr samhengi, sveigð og beygð, þangað til að allir Einararnir telja sig hafa fundið lausnina á þessum rangtúlkuðu orðum. Einungis brotabroti kennarastéttarinnar hefur í gegnum tíðina verið ljáð rödd, rödd sem er ítrekað kæfð niður og/eða ekki tekið mark á. Það blasir við að samfélagið treystir okkur ekki til þess að segja eitthvað um tilhögun þessa ágæta kerfis. Ef svo væri, erum við fullvissar um að grunnskólamál væru hvergi nærri flækjuverki neinna ranghala eða öngstræta. Kæri borgarstjóri, þú talar um að kennarastéttin sé orðin svo ,,dýr” - kosti samfélagið svo mikið, lang mest af “öðrum” starfsmönnum ríkisins -. Við spyrjum okkur, hvað er verðmætara en fjárfesting í mannauði framtíðarinnar? Höfundar eru starfandi kennarar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Virðulegi borgarstjóri, ágæti yfirmaður, sannur hollvinur skólanna í orði - en ekki á borði. Það væri okkur sönn ánægja að fá að skeggræða við þig um menntamál yfir einum rándýrum og rjúkandi Ráðhús-bolla, þar sem þú, virðulegi borgarstjóri, berð óneitanlega meiri ábyrgð en nokkur annar á núverandi stefnumótun skólakerfisins eins og það er í Reykjavík í dag. Með bæði orðum þínum og gjörðum, kæri yfirmaður, mótar þú núverandi skólakerfi mun frekar en nokkur kennari getur gert á eigin forsendum. Orð þín hafa mátt. Orðræða hins opinbera setur augljóslega mark sitt á viðhorf samfélagsins, gagnvart kennurum, sem hefur hingað til alltaf verið neikvæð, ásakandi, og markviss tilraun til þess að víkja sér undan þeirri miklu ábyrgð sem felst í starfi hvers sveitarfélags. Málshátturinn segir: Betur sjá augu en auga, og í stað þess að gera kennara að ykkar blóraböggli, teljum við að nú sé tímabært að horfa til mannauðsins sem starfar innan veggja skólanna; meta kennara að verðleikum og nýta sér faglega reynslu þeirra til að vinna saman að raunhæfum og raunverulegum umbótum í skólakerfinu. Með þetta í huga viljum við bjóða þér að stíga aðeins inn í okkar veruleika. Dyrnar að skólanum opnast og þú gengur inn. Á sama augnabliki kveður þú eigin hugsanir, eigin áhyggjur og skilur sjálfa/n þig eftir við dyrnar. Líf út fyrir skólann, hvort sem það er heimilislíf, sálar- eða tilfinningalíf, hverfur í skugga kennaralífsins, og í næstu 6 - 10 klukkustundirnar ert þú í raun ekki lengur til fyrir sjálfa/n þig. Nú ertu röddin sem hvetur, augun sem vakta, höndin sem leiðir, og þitt hlutverk er að standa vörð um menntun, velferð og þroska nemenda. Þessi gríðarlega ábyrgð, sem hvílir daglega á þínum öxlum, nær langt út fyrir þá 25 nemendur sem bíða þín í skólastofunni, því þegar þú ákvaðst að gerast kennari, ákvaðstu jafnframt að standa vörð um alla nemendur, alls staðar. Þitt hlutverk er ekki einungis að þjálfa huga nemenda, heldur einnig að næra sál þeirra og hjörtu. Á hverjum degi tökumst við á við ólíkar áskoranir, en mætum þó alltaf þörfum hvers og eins þar sem þeir eru staddir, námslega, félagslega og andlega. Í viðtalinu nefnir þú, af mikilli auðmýkt, að grundvallarstéttir í samfélaginu séu að semja sig frá vinnuskyldu. Þar leggur þú áherslu á að þörfum kennara hafi verið mætt með styttingu vinnuvikunnar og minni viðveru. Okkar “óvinsæla” skoðun er hins vegar sú að þær kjaradeilur hafi verið leystar í hálfkæringi. Þetta er í raun útúrsnúningur á því sem kennarar raunverulega vilja og þurfa. Það að við krefjumst minna vinnuálags og meiri undirbúningstíma, þýðir ekki að við viljum verja minni tíma með börnunum. Við veltum því raunverulega fyrir okkur hversu margir gerist kennarar fyrir undirbúningstímann. Það liggur í augum uppi, þegar sótt er um starfið, að viðvera með nemendum, börnunum okkar, er það sem við höfum alhug á. Einhvers staðar og einhvern veginn tekst hinu opinbera alltaf að snúa út úr þeim skilaboðum sem við viljum koma á framfæri. Þegar við segjum að í nútímasamfélagi, samfélagi fjölbreytileikans, fylgi aukið álag á kennara, sem mæta nú enn fleiri og flóknari áskorunum en hér áður fyrr, þá meinum við nákvæmlega það sem við sögðum. Sem kennarar erum við alltaf á tánum, tilbúin að fletta fram úr erminni nýjum leiðum til að leita lausna, og við gefumst ekki upp fyrr en við sjáum árangur. Hins vegar eru takmörk fyrir því hversu mikið er hægt að leggja á eina manneskju í 25 nemenda bekk, en þegar á það er minnst er öllum kennurum lögð orð í munn. Skilaboðin eru skýr: ,,Kennarar þurfa bara að vera duglegri að festast ekki í stöðnuðum vinnuháttum”, fylgja fyrirmælum að ofan og vinna sitt starf e.t.v. á skjön við sína faglegu sannfæringu. Við reynum að láta raddir okkar heyrast en þær hvíslast eitthvert út í vindinn. Við reynum að kalla, úr eyðimörkinni, en það er enginn að hlusta. Við gerum okkur gjörsamlega raddlaus og reynum að koma mikilvægum skilaboðum á framfæri; fjöldi nemenda í bekk er orðinn of mikill og krefjandi til þess að hægt sé að ná árangri í skólastarfi. Álagið er yfirþyrmandi og lítil huggun felst í opinberri gagnrýni og vanvirðingu, mælirinn er fullur. Eftir sem áður eru þau orð slitin úr samhengi, sveigð og beygð, þangað til að allir Einararnir telja sig hafa fundið lausnina á þessum rangtúlkuðu orðum. Einungis brotabroti kennarastéttarinnar hefur í gegnum tíðina verið ljáð rödd, rödd sem er ítrekað kæfð niður og/eða ekki tekið mark á. Það blasir við að samfélagið treystir okkur ekki til þess að segja eitthvað um tilhögun þessa ágæta kerfis. Ef svo væri, erum við fullvissar um að grunnskólamál væru hvergi nærri flækjuverki neinna ranghala eða öngstræta. Kæri borgarstjóri, þú talar um að kennarastéttin sé orðin svo ,,dýr” - kosti samfélagið svo mikið, lang mest af “öðrum” starfsmönnum ríkisins -. Við spyrjum okkur, hvað er verðmætara en fjárfesting í mannauði framtíðarinnar? Höfundar eru starfandi kennarar í Reykjavík.
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar